Ríkisstjórn Netanyahu lifir af í bili Atli Ísleifsson skrifar 19. nóvember 2018 10:34 Menntamálaráðherrann Naftali Bennett og dómsmálaráðherrann Ayelet Shaked á blaðamannafundi í morgun. EPA-EFE Ríkisstjórn Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, virðist ætla að hanga saman eftir ákvörðun varnarmálaráðherrans Avigdor Lieberman og flokks hans að segja skilið við stjórnina í þeim tilgangi að knýja fram nýjar kosningar. Þetta varð ljóst eftir að menntamálaráðherrann Naftali Bennett tilkynnti að flokkur hans, Heimili gyðinga, myndu áfram eiga hlut að ríkisstjórn. Bennett hafði áður gefið í skyn að hann myndi einnig segja af sér. Netanyahu hefur á síðustu dögum átt í viðræðum við ráðherra í ríkisstjórn sinni, eftir að Lieberman tilkynnti um afsögn sína vegna vopnahléssamnings ísraelskra stjórnvalda við uppreisnarmenn á Gasa. Bennett hafði áður sagst munu hætta í ríkisstjórn, nema að hann yrði sjálfur gerður að nýjum varnarmálaráðherra stjórnarinnar. Netanyahu er nú yfir ráðuneyti varnarmála eftir afsögn Lieberman.Með eins flokks meirihluta Eftir að Lieberman og flokkur hans, Yisrael Beitenu, sögðu skilið við ríkisstjórn eru stjórnarflokkarnir með eins manns meirihluta á 120 manna þjóðþingi Ísraela, Knesset. Flokkur Bennett er sá þriðji stærsti í samsteypustjórn Netanyahu. Sagði Bennett eftir fund sinn með forsætisráðherranum að hann og dómsmálaráðherrann Ayelet Shaked myndu áfram sitja í ríkisstjórn svo fremi sem forsætisráðherrann taki á „hinni miklu öryggiskrísu“ landsins. Ísrael Mið-Austurlönd Palestína Tengdar fréttir Þunnur meirihluti hjá Netanjahú Vopnahléið sem Ísraelar sömdu um við Hamas-samtökin eftir átök undanfarinna daga á Gasasvæðinu dregur dilk á eftir sér. 15. nóvember 2018 09:00 Reynir að halda lífi í ríkisstjórn sinni Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segist leita allra leiða til að koma í veg fyrir fall ríkisstjórnar sinnar í kjölfar afsagnar varnarmálaráðherra landsins. 18. nóvember 2018 19:05 Varnarmálaráðherra Ísrael segir af sér og kallar eftir kosningum Avigdor Liberman segir það mikil mistök að hafa samþykkt vopnahlé við Hamas-liða og gagnrýnir herin fyrir takmörkuð viðbrögð við árásum frá Gasa. 14. nóvember 2018 12:36 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Sjá meira
Ríkisstjórn Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, virðist ætla að hanga saman eftir ákvörðun varnarmálaráðherrans Avigdor Lieberman og flokks hans að segja skilið við stjórnina í þeim tilgangi að knýja fram nýjar kosningar. Þetta varð ljóst eftir að menntamálaráðherrann Naftali Bennett tilkynnti að flokkur hans, Heimili gyðinga, myndu áfram eiga hlut að ríkisstjórn. Bennett hafði áður gefið í skyn að hann myndi einnig segja af sér. Netanyahu hefur á síðustu dögum átt í viðræðum við ráðherra í ríkisstjórn sinni, eftir að Lieberman tilkynnti um afsögn sína vegna vopnahléssamnings ísraelskra stjórnvalda við uppreisnarmenn á Gasa. Bennett hafði áður sagst munu hætta í ríkisstjórn, nema að hann yrði sjálfur gerður að nýjum varnarmálaráðherra stjórnarinnar. Netanyahu er nú yfir ráðuneyti varnarmála eftir afsögn Lieberman.Með eins flokks meirihluta Eftir að Lieberman og flokkur hans, Yisrael Beitenu, sögðu skilið við ríkisstjórn eru stjórnarflokkarnir með eins manns meirihluta á 120 manna þjóðþingi Ísraela, Knesset. Flokkur Bennett er sá þriðji stærsti í samsteypustjórn Netanyahu. Sagði Bennett eftir fund sinn með forsætisráðherranum að hann og dómsmálaráðherrann Ayelet Shaked myndu áfram sitja í ríkisstjórn svo fremi sem forsætisráðherrann taki á „hinni miklu öryggiskrísu“ landsins.
Ísrael Mið-Austurlönd Palestína Tengdar fréttir Þunnur meirihluti hjá Netanjahú Vopnahléið sem Ísraelar sömdu um við Hamas-samtökin eftir átök undanfarinna daga á Gasasvæðinu dregur dilk á eftir sér. 15. nóvember 2018 09:00 Reynir að halda lífi í ríkisstjórn sinni Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segist leita allra leiða til að koma í veg fyrir fall ríkisstjórnar sinnar í kjölfar afsagnar varnarmálaráðherra landsins. 18. nóvember 2018 19:05 Varnarmálaráðherra Ísrael segir af sér og kallar eftir kosningum Avigdor Liberman segir það mikil mistök að hafa samþykkt vopnahlé við Hamas-liða og gagnrýnir herin fyrir takmörkuð viðbrögð við árásum frá Gasa. 14. nóvember 2018 12:36 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Sjá meira
Þunnur meirihluti hjá Netanjahú Vopnahléið sem Ísraelar sömdu um við Hamas-samtökin eftir átök undanfarinna daga á Gasasvæðinu dregur dilk á eftir sér. 15. nóvember 2018 09:00
Reynir að halda lífi í ríkisstjórn sinni Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segist leita allra leiða til að koma í veg fyrir fall ríkisstjórnar sinnar í kjölfar afsagnar varnarmálaráðherra landsins. 18. nóvember 2018 19:05
Varnarmálaráðherra Ísrael segir af sér og kallar eftir kosningum Avigdor Liberman segir það mikil mistök að hafa samþykkt vopnahlé við Hamas-liða og gagnrýnir herin fyrir takmörkuð viðbrögð við árásum frá Gasa. 14. nóvember 2018 12:36