Ríkisstjórn Netanyahu lifir af í bili Atli Ísleifsson skrifar 19. nóvember 2018 10:34 Menntamálaráðherrann Naftali Bennett og dómsmálaráðherrann Ayelet Shaked á blaðamannafundi í morgun. EPA-EFE Ríkisstjórn Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, virðist ætla að hanga saman eftir ákvörðun varnarmálaráðherrans Avigdor Lieberman og flokks hans að segja skilið við stjórnina í þeim tilgangi að knýja fram nýjar kosningar. Þetta varð ljóst eftir að menntamálaráðherrann Naftali Bennett tilkynnti að flokkur hans, Heimili gyðinga, myndu áfram eiga hlut að ríkisstjórn. Bennett hafði áður gefið í skyn að hann myndi einnig segja af sér. Netanyahu hefur á síðustu dögum átt í viðræðum við ráðherra í ríkisstjórn sinni, eftir að Lieberman tilkynnti um afsögn sína vegna vopnahléssamnings ísraelskra stjórnvalda við uppreisnarmenn á Gasa. Bennett hafði áður sagst munu hætta í ríkisstjórn, nema að hann yrði sjálfur gerður að nýjum varnarmálaráðherra stjórnarinnar. Netanyahu er nú yfir ráðuneyti varnarmála eftir afsögn Lieberman.Með eins flokks meirihluta Eftir að Lieberman og flokkur hans, Yisrael Beitenu, sögðu skilið við ríkisstjórn eru stjórnarflokkarnir með eins manns meirihluta á 120 manna þjóðþingi Ísraela, Knesset. Flokkur Bennett er sá þriðji stærsti í samsteypustjórn Netanyahu. Sagði Bennett eftir fund sinn með forsætisráðherranum að hann og dómsmálaráðherrann Ayelet Shaked myndu áfram sitja í ríkisstjórn svo fremi sem forsætisráðherrann taki á „hinni miklu öryggiskrísu“ landsins. Ísrael Mið-Austurlönd Palestína Tengdar fréttir Þunnur meirihluti hjá Netanjahú Vopnahléið sem Ísraelar sömdu um við Hamas-samtökin eftir átök undanfarinna daga á Gasasvæðinu dregur dilk á eftir sér. 15. nóvember 2018 09:00 Reynir að halda lífi í ríkisstjórn sinni Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segist leita allra leiða til að koma í veg fyrir fall ríkisstjórnar sinnar í kjölfar afsagnar varnarmálaráðherra landsins. 18. nóvember 2018 19:05 Varnarmálaráðherra Ísrael segir af sér og kallar eftir kosningum Avigdor Liberman segir það mikil mistök að hafa samþykkt vopnahlé við Hamas-liða og gagnrýnir herin fyrir takmörkuð viðbrögð við árásum frá Gasa. 14. nóvember 2018 12:36 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Sjá meira
Ríkisstjórn Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, virðist ætla að hanga saman eftir ákvörðun varnarmálaráðherrans Avigdor Lieberman og flokks hans að segja skilið við stjórnina í þeim tilgangi að knýja fram nýjar kosningar. Þetta varð ljóst eftir að menntamálaráðherrann Naftali Bennett tilkynnti að flokkur hans, Heimili gyðinga, myndu áfram eiga hlut að ríkisstjórn. Bennett hafði áður gefið í skyn að hann myndi einnig segja af sér. Netanyahu hefur á síðustu dögum átt í viðræðum við ráðherra í ríkisstjórn sinni, eftir að Lieberman tilkynnti um afsögn sína vegna vopnahléssamnings ísraelskra stjórnvalda við uppreisnarmenn á Gasa. Bennett hafði áður sagst munu hætta í ríkisstjórn, nema að hann yrði sjálfur gerður að nýjum varnarmálaráðherra stjórnarinnar. Netanyahu er nú yfir ráðuneyti varnarmála eftir afsögn Lieberman.Með eins flokks meirihluta Eftir að Lieberman og flokkur hans, Yisrael Beitenu, sögðu skilið við ríkisstjórn eru stjórnarflokkarnir með eins manns meirihluta á 120 manna þjóðþingi Ísraela, Knesset. Flokkur Bennett er sá þriðji stærsti í samsteypustjórn Netanyahu. Sagði Bennett eftir fund sinn með forsætisráðherranum að hann og dómsmálaráðherrann Ayelet Shaked myndu áfram sitja í ríkisstjórn svo fremi sem forsætisráðherrann taki á „hinni miklu öryggiskrísu“ landsins.
Ísrael Mið-Austurlönd Palestína Tengdar fréttir Þunnur meirihluti hjá Netanjahú Vopnahléið sem Ísraelar sömdu um við Hamas-samtökin eftir átök undanfarinna daga á Gasasvæðinu dregur dilk á eftir sér. 15. nóvember 2018 09:00 Reynir að halda lífi í ríkisstjórn sinni Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segist leita allra leiða til að koma í veg fyrir fall ríkisstjórnar sinnar í kjölfar afsagnar varnarmálaráðherra landsins. 18. nóvember 2018 19:05 Varnarmálaráðherra Ísrael segir af sér og kallar eftir kosningum Avigdor Liberman segir það mikil mistök að hafa samþykkt vopnahlé við Hamas-liða og gagnrýnir herin fyrir takmörkuð viðbrögð við árásum frá Gasa. 14. nóvember 2018 12:36 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Sjá meira
Þunnur meirihluti hjá Netanjahú Vopnahléið sem Ísraelar sömdu um við Hamas-samtökin eftir átök undanfarinna daga á Gasasvæðinu dregur dilk á eftir sér. 15. nóvember 2018 09:00
Reynir að halda lífi í ríkisstjórn sinni Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segist leita allra leiða til að koma í veg fyrir fall ríkisstjórnar sinnar í kjölfar afsagnar varnarmálaráðherra landsins. 18. nóvember 2018 19:05
Varnarmálaráðherra Ísrael segir af sér og kallar eftir kosningum Avigdor Liberman segir það mikil mistök að hafa samþykkt vopnahlé við Hamas-liða og gagnrýnir herin fyrir takmörkuð viðbrögð við árásum frá Gasa. 14. nóvember 2018 12:36