Hlaðborð fyrir tónlistarnördin Stefán Þór Hjartarson skrifar 1. nóvember 2018 07:00 Gestir Airwaves hafa bæði getað notið tónlistar sem og fræðslu um tónlistargeirann síðustu fjögur árin. Fréttablaðið/Ernir Í fjórða sinn verður ÚTÓN, Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, með ráðstefnu tileinkaða tónlistarbransanum á Airwaves-hátíðinni. Næstkomandi fimmtudag hefst ráðstefnan formlega með tengslamyndunarfundum en á föstudegi verða pallborðsfundir og fyrirlestrar um hin ýmsu málefni er tengjast tónlistarheiminum. Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN segir það hafa verið erfitt að fá inn tónlistarmenn á þessar ráðstefnur sem þau hafa verið að halda, einfaldlega vegna þess að tónlistarmenn eru almennt gríðarlega uppteknir við að hlaupa á milli tónleika. En hann segir að fyrirlestrarnir séu líka fyrir allt tónlistaráhugafólk sem hann hvetur til að mæta – þess er ekki krafist að fólk sé með armband á hátíðina til að fá inngöngu á fyrirlestrana þó svo að þeir með armband gangi fyrir verði mikil aðsókn. „Þar að auki verður á miðvikudaginn smá viðburður sem við erum að vinna með STEF. Þá koma hingað svokallaðir „music supervisors“, það er að segja fólk sem er að kaupa tónlist, kvikmyndir, sjónvarpsþætti og annað myndefni. Þau verða með fundi í STEF og hlusta á höfunda kynna sitt efni,“ segir Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN.Sigtryggur BaldurssonÁ fimmtudeginum munu tónlistarmenn geta bókað fundi við fólk úr tónlistargeiranum: umboðsmenn, bókara og fleiri aðila úr viðskiptageiranum. „Þetta er hugsað fyrir listamenn sem spila á hátíðinni og einstaka aðra íslenska listamenn sem hafa áhuga á þessum fundum. Í lokin verður tengslamyndunarpartí fyrir þátttakendur.“ Fyrirlestra- og pallborðsdagskráin er þétt í ár – þarna verður farið um víðan völl allt frá textum til Blockchain-tækninnar. CenterHotel Plaza í Aðalstræti mun hýsa fyrirlestrana. „Sjón, Emilíana Torrini, Ásgeir og Kolfinna úr Reykjavíkurdætrum ræða um texta í tónlist. Druslugangan ræðir um kynferðislega áreitni á tónlistarhátíðum.“ Þar næst verður erindi í boði Keychange-verkefnisins en það gengur meðal annars út á að jafna kynjahlutföll á tónlistarhátíðum. „Þetta er verkefni sem rekið er af PRS í Bretlandi en það eru tíu konur frá Íslandi sem taka þátt í því. Verkefnið vinnur að ýmsum leiðum til að styrkja stöðu kvenna í tónlistargeiranum – ekki bara sem tónlistarmenn heldur líka bak við tjöldin.“ David Fricke frá Rolling Stone, góðvinur Airwaves-hátíðarinnar, situr í pallborði um það hvernig tónlistarumfjöllun er að breytast þar sem áherslan er á innkomu samfélagsmiðla sem tól fyrir tónlistarmenn til að koma sér á framfæri. „Rolling Stone var gífurlega valdamikið fyrirbrigði í tónlistargeiranum fyrir 40 árum og þangað til nýlega. Hvernig er þetta að breytast og hvað þýðir þetta? Þetta verður skemmtileg umræða. Fricke er auðvitað einn af gömlu drumbunum og við fáum eitthvað af ungu liði til að pönkast aðeins í honum.“ Næsta umræða fjallar um Spotify og allt sem því fyrirbæri tengist. Því næst verður svo frætt um Blockchain-tæknina sem gæti breytt tónlistarheiminum til frambúðar. Bob Lefsetz er tónlistargagnrýnandi og spekingur mikill sem talar um bransann í dag – líklega mun hann vera með óheflaðar skoðanir á íslenska bransanum. „Svo er það „mixerinn“ um kvöldið – partíið. Það verður alltaf að vera gott partí í lokin.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Sjá meira
Í fjórða sinn verður ÚTÓN, Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, með ráðstefnu tileinkaða tónlistarbransanum á Airwaves-hátíðinni. Næstkomandi fimmtudag hefst ráðstefnan formlega með tengslamyndunarfundum en á föstudegi verða pallborðsfundir og fyrirlestrar um hin ýmsu málefni er tengjast tónlistarheiminum. Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN segir það hafa verið erfitt að fá inn tónlistarmenn á þessar ráðstefnur sem þau hafa verið að halda, einfaldlega vegna þess að tónlistarmenn eru almennt gríðarlega uppteknir við að hlaupa á milli tónleika. En hann segir að fyrirlestrarnir séu líka fyrir allt tónlistaráhugafólk sem hann hvetur til að mæta – þess er ekki krafist að fólk sé með armband á hátíðina til að fá inngöngu á fyrirlestrana þó svo að þeir með armband gangi fyrir verði mikil aðsókn. „Þar að auki verður á miðvikudaginn smá viðburður sem við erum að vinna með STEF. Þá koma hingað svokallaðir „music supervisors“, það er að segja fólk sem er að kaupa tónlist, kvikmyndir, sjónvarpsþætti og annað myndefni. Þau verða með fundi í STEF og hlusta á höfunda kynna sitt efni,“ segir Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN.Sigtryggur BaldurssonÁ fimmtudeginum munu tónlistarmenn geta bókað fundi við fólk úr tónlistargeiranum: umboðsmenn, bókara og fleiri aðila úr viðskiptageiranum. „Þetta er hugsað fyrir listamenn sem spila á hátíðinni og einstaka aðra íslenska listamenn sem hafa áhuga á þessum fundum. Í lokin verður tengslamyndunarpartí fyrir þátttakendur.“ Fyrirlestra- og pallborðsdagskráin er þétt í ár – þarna verður farið um víðan völl allt frá textum til Blockchain-tækninnar. CenterHotel Plaza í Aðalstræti mun hýsa fyrirlestrana. „Sjón, Emilíana Torrini, Ásgeir og Kolfinna úr Reykjavíkurdætrum ræða um texta í tónlist. Druslugangan ræðir um kynferðislega áreitni á tónlistarhátíðum.“ Þar næst verður erindi í boði Keychange-verkefnisins en það gengur meðal annars út á að jafna kynjahlutföll á tónlistarhátíðum. „Þetta er verkefni sem rekið er af PRS í Bretlandi en það eru tíu konur frá Íslandi sem taka þátt í því. Verkefnið vinnur að ýmsum leiðum til að styrkja stöðu kvenna í tónlistargeiranum – ekki bara sem tónlistarmenn heldur líka bak við tjöldin.“ David Fricke frá Rolling Stone, góðvinur Airwaves-hátíðarinnar, situr í pallborði um það hvernig tónlistarumfjöllun er að breytast þar sem áherslan er á innkomu samfélagsmiðla sem tól fyrir tónlistarmenn til að koma sér á framfæri. „Rolling Stone var gífurlega valdamikið fyrirbrigði í tónlistargeiranum fyrir 40 árum og þangað til nýlega. Hvernig er þetta að breytast og hvað þýðir þetta? Þetta verður skemmtileg umræða. Fricke er auðvitað einn af gömlu drumbunum og við fáum eitthvað af ungu liði til að pönkast aðeins í honum.“ Næsta umræða fjallar um Spotify og allt sem því fyrirbæri tengist. Því næst verður svo frætt um Blockchain-tæknina sem gæti breytt tónlistarheiminum til frambúðar. Bob Lefsetz er tónlistargagnrýnandi og spekingur mikill sem talar um bransann í dag – líklega mun hann vera með óheflaðar skoðanir á íslenska bransanum. „Svo er það „mixerinn“ um kvöldið – partíið. Það verður alltaf að vera gott partí í lokin.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Sjá meira