Ástin og borgin sterk áhrif Stefán Þór Hjartarson skrifar 3. nóvember 2018 09:30 Máni mætir til landsins í næstu viku til að spila glænýja tónlist á Airwaves-hátíðinni. Lagið Picture I Recall með Mána Orrasyni kom út í gær og með því fylgir myndband. Máni Orrason vakti athygli einungis 17 ára gamall fyrir lagið Fed All My Days sem var gríðarlega mikið spilað í íslensku útvarpi á sínum tíma. Hann var tilnefndur til Íslensku hlustendaverðlaunanna árið 2015 sem nýliði ársins og fyrir myndband ársins og einnig tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna þetta sama ár. Máni var búsettur í Spáni lengi vel en hefur núna flutt til Berlínar þar sem hann hefur verið að búa til tónlist síðasta hálfa árið – og Berlín sjálf hefur haft töluverð áhrif á músíkina. „Þetta er fyrsti singúll af EP-plötu sem ég er að gefa út næsta vor – þetta er plata sem ég var að klára fyrir nokkrum vikum og tók upp hér í Berlín. Ég tók hana upp með pródúser sem ég kynntist hérna. Þetta er búið að vera gríðarlega spennandi og skemmtilegt verkefni,“ segir Máni og bætir við að platan hafi orðið til mjög hratt enda var hún gerð undir áhrifum líklega sterkasta skapandi drifkraftsins; ástarinnar. „Lögin eru svolítið um það – samband mitt við þessa manneskju og sjálfan mig í þessu sambandi. Það má segja að ástin hafi búið þessa plötu til. Samt eru þetta ekki allt ástarlög: þó ég sé að semja um samband mitt við þessa manneskju þá er ég meira að semja um sjálfan mig í sambandinu.“ Og það er ekki langt fyrir Íslendinga að bíða þess að geta séð Mána spila þetta nýja efni – hann kemur að sjálfsögðu á Airwaves-hátíðina með ferska tónlist í farteskinu. „Ég spila á Húrra sjöunda nóvember. Ég ætla aðallega að spila ný lög af þessari EP-plötu. Með þessi nýju lög erum við eiginlega búnir að breyta um hljóm. Ég er með popp/folk bakgrunn og hef eiginlega alltaf spilað með trommu, bassa, gítar. En af því að þessi tónlist hljómar allt öðruvísi verður sjóvið allt öðruvísi – þetta eru miklu meira raftrommur og synthar og þannig.“ Máni segir dvölina í Berlín síðustu mánuði hafa haft mikil áhrif á sig – hann fann ástina, hann kynntist pródúsernum sem hann er að vinna með núna og borgin sjálf sem fyrirbæri hafði líka mikil áhrif. „Það að flytja til Berlínar gerði mér kleift að byrja upp á nýtt og gera eitthvað sem ég hafði aldrei pælt í áður. Ég hef líka aldrei búið í borg áður og það að vera nafnlaus manneskja í borg þar sem enginn veit hver þú ert er mikið frelsi. Ég held að Berlín og það að finna ástina hafi verið aðalundirstöðurnar fyrir plötuna og leyft mér að vera opinn fyrir að gjörsamlega breyta því hvernig ég hugsa um tónlist, hvernig ég hugsa um sjálfan mig og hvernig ég skilgreini mig sem manneskja.“ Eftir Airwaves er Máni að fara að túra um Þýskaland en þar hefur hann ávallt verið vinsæll og svo mun hann halda áfram að gefa út lög þangað til platan hans kemur út á næsta ári. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Lagið Picture I Recall með Mána Orrasyni kom út í gær og með því fylgir myndband. Máni Orrason vakti athygli einungis 17 ára gamall fyrir lagið Fed All My Days sem var gríðarlega mikið spilað í íslensku útvarpi á sínum tíma. Hann var tilnefndur til Íslensku hlustendaverðlaunanna árið 2015 sem nýliði ársins og fyrir myndband ársins og einnig tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna þetta sama ár. Máni var búsettur í Spáni lengi vel en hefur núna flutt til Berlínar þar sem hann hefur verið að búa til tónlist síðasta hálfa árið – og Berlín sjálf hefur haft töluverð áhrif á músíkina. „Þetta er fyrsti singúll af EP-plötu sem ég er að gefa út næsta vor – þetta er plata sem ég var að klára fyrir nokkrum vikum og tók upp hér í Berlín. Ég tók hana upp með pródúser sem ég kynntist hérna. Þetta er búið að vera gríðarlega spennandi og skemmtilegt verkefni,“ segir Máni og bætir við að platan hafi orðið til mjög hratt enda var hún gerð undir áhrifum líklega sterkasta skapandi drifkraftsins; ástarinnar. „Lögin eru svolítið um það – samband mitt við þessa manneskju og sjálfan mig í þessu sambandi. Það má segja að ástin hafi búið þessa plötu til. Samt eru þetta ekki allt ástarlög: þó ég sé að semja um samband mitt við þessa manneskju þá er ég meira að semja um sjálfan mig í sambandinu.“ Og það er ekki langt fyrir Íslendinga að bíða þess að geta séð Mána spila þetta nýja efni – hann kemur að sjálfsögðu á Airwaves-hátíðina með ferska tónlist í farteskinu. „Ég spila á Húrra sjöunda nóvember. Ég ætla aðallega að spila ný lög af þessari EP-plötu. Með þessi nýju lög erum við eiginlega búnir að breyta um hljóm. Ég er með popp/folk bakgrunn og hef eiginlega alltaf spilað með trommu, bassa, gítar. En af því að þessi tónlist hljómar allt öðruvísi verður sjóvið allt öðruvísi – þetta eru miklu meira raftrommur og synthar og þannig.“ Máni segir dvölina í Berlín síðustu mánuði hafa haft mikil áhrif á sig – hann fann ástina, hann kynntist pródúsernum sem hann er að vinna með núna og borgin sjálf sem fyrirbæri hafði líka mikil áhrif. „Það að flytja til Berlínar gerði mér kleift að byrja upp á nýtt og gera eitthvað sem ég hafði aldrei pælt í áður. Ég hef líka aldrei búið í borg áður og það að vera nafnlaus manneskja í borg þar sem enginn veit hver þú ert er mikið frelsi. Ég held að Berlín og það að finna ástina hafi verið aðalundirstöðurnar fyrir plötuna og leyft mér að vera opinn fyrir að gjörsamlega breyta því hvernig ég hugsa um tónlist, hvernig ég hugsa um sjálfan mig og hvernig ég skilgreini mig sem manneskja.“ Eftir Airwaves er Máni að fara að túra um Þýskaland en þar hefur hann ávallt verið vinsæll og svo mun hann halda áfram að gefa út lög þangað til platan hans kemur út á næsta ári.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira