Myndin kallast Once Upon a Time in Hollywood og fjallar um morðið á Sharon Tate sem Manson-klíkan framdi.
Fjölmargar ofurstjörnur Hollywood munu leika í myndinni en Margot Robbie mun leika Tate, Leonardo DiCaprio og Brad Pitt leika félagana Cliff Booth og Rick Dalton sem búa við hlið Tate í Hollywood.
„Ég fékk þann mikla heiður að fá að taka þátt í þessu meistaraverki og er búin í tökum,“ segir María Birta.

Þær hafa allar farið með smáhlutverk í nokkrum stórmyndum. Fyrir utan þau sem fara með aðalhlutverkið er valinn maður í hverju rúmi. Dakota Fanning, Kurt Russell, Al Pacino, Timothy Olyphant, Lena Dunham, Luke Perry, Tim Roth og Damian Lewis svo nokkrir séu nefndir auk þeirra reglulegu gesta sem leika í myndum Tarantinos.
Þá er Rumer Willis, dóttir þeirra Bruce Willis og Demi Moore, með hlutverk sem og Maya Hawke, dóttir þeirra Umu Thurman og Ethans Hawke. Once Upon a Time in Hollywood er beðið með gríðarlegri eftirvæntingu enda vekja myndir Tarantinos venjulega mikla athygli og umtal.