Neon-gul finnsk poppstjarna Stefán Þór Hjartarson skrifar 8. nóvember 2018 07:15 Alma segist ætla að troða upp með neon-gula hárið sitt í Listasafninu í kvöld. Finnska poppsöngkonan Alma er í þann mund að springa út og verða að alþjóðlegri stórstjörnu. Hún hefur þennan sérstaka finnska sjarma sem við Íslendingar þekkjum ágætlega og er í ofanálag að gera bráðskemmtilega popptónlist eins og virðist bara koma á færibandi frá Norðurlöndunum þessi misserin. Þegar blaðamaður náði tali af söngkonunni var hún stödd í Los Angeles að vinna að sinni fyrstu plötu.Nú er tónlistin þín poppaður hrærigrautur af alls konar – hvernig myndir þú lýsa henni með eigin orðum? „Þetta er popptónlist sem spannar allt frá partíi til pönks.“Hvaða listamenn hafa haft mest áhrif á þig og fengu þig til að byrja að semja og gefa út tónlist? „Þær Amy Winehouse, Lykke Li og Charli XCX auk svo margra annarra fáránlega hæfileikaríkra listamanna.“Elton John spilaði lagið Karma með Ölmu í þættinum sínum um daginn og hann er yfirlýstur aðdáandi söngkonunnar og því liggur beint við að spyrja: Ertu búin að hitta Elton, Alma? „Nei, en við höfum talað saman í gegnum email! Ég er að vona að við getum kannski hist bráðlega. Það er svo fáránlega mikill heiður að sjálfur Elton John hlusti á tónlistina mína, það er algjörlega brjálað!“ Blaðamaður stingur upp á að þau eigi að gera eins og Elton og rapparinn Young Thug gerðu um daginn og unnu, reyndar óbeint, að lagi saman. Elton var einmitt yfirlýstur aðdáandi rapparans og þeir hittust og svo varð til lag síðar. Alma tekur að sjálfsögðu vel í það. „Haha! Já, það væri algjör draumur! Ef þú hittir hann segðu honum þá að ég sé algjörlega til í það.“ Alma er þekkt fyrir að vera ávallt með hár í skærum litum – hún gerði meira að segja lagið Dye my hair þar sem imprað er á þessum vana hennar.Verður þú með hárið í einhverjum sérstökum lit vegna Airwaves hátíðarinnar? Má búast við bláum kannski? „Ég er mjög hrifin af neon-gulum um þessar mundir og sá litur er eiginlega orðinn að eins konar einkennismerki mínu þannig að ég held að ég verði með hann í hárinu á næstunni.“Hverju ertu að vinna að núna, Alma? „Ég er að vinna að plötunni minni, guð minn góður hvað ég elska hana mikið og ég bara get ekki beðið eftir því að deila henni með öllum,“ hrópar Alma háfstöfum. Að lokum biðlar hún svo til þeirra Airwaves-gesta sem eru eitthvað efins um hvort þeir eigi að kíkja á tónleika hennar að koma bara. Hún lofar bæði partíi og hinum ýmsu óvæntu atburðum. Alma spilar í Listasafninu klukkan 21.40 í kvöld. Airwaves Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Finnska poppsöngkonan Alma er í þann mund að springa út og verða að alþjóðlegri stórstjörnu. Hún hefur þennan sérstaka finnska sjarma sem við Íslendingar þekkjum ágætlega og er í ofanálag að gera bráðskemmtilega popptónlist eins og virðist bara koma á færibandi frá Norðurlöndunum þessi misserin. Þegar blaðamaður náði tali af söngkonunni var hún stödd í Los Angeles að vinna að sinni fyrstu plötu.Nú er tónlistin þín poppaður hrærigrautur af alls konar – hvernig myndir þú lýsa henni með eigin orðum? „Þetta er popptónlist sem spannar allt frá partíi til pönks.“Hvaða listamenn hafa haft mest áhrif á þig og fengu þig til að byrja að semja og gefa út tónlist? „Þær Amy Winehouse, Lykke Li og Charli XCX auk svo margra annarra fáránlega hæfileikaríkra listamanna.“Elton John spilaði lagið Karma með Ölmu í þættinum sínum um daginn og hann er yfirlýstur aðdáandi söngkonunnar og því liggur beint við að spyrja: Ertu búin að hitta Elton, Alma? „Nei, en við höfum talað saman í gegnum email! Ég er að vona að við getum kannski hist bráðlega. Það er svo fáránlega mikill heiður að sjálfur Elton John hlusti á tónlistina mína, það er algjörlega brjálað!“ Blaðamaður stingur upp á að þau eigi að gera eins og Elton og rapparinn Young Thug gerðu um daginn og unnu, reyndar óbeint, að lagi saman. Elton var einmitt yfirlýstur aðdáandi rapparans og þeir hittust og svo varð til lag síðar. Alma tekur að sjálfsögðu vel í það. „Haha! Já, það væri algjör draumur! Ef þú hittir hann segðu honum þá að ég sé algjörlega til í það.“ Alma er þekkt fyrir að vera ávallt með hár í skærum litum – hún gerði meira að segja lagið Dye my hair þar sem imprað er á þessum vana hennar.Verður þú með hárið í einhverjum sérstökum lit vegna Airwaves hátíðarinnar? Má búast við bláum kannski? „Ég er mjög hrifin af neon-gulum um þessar mundir og sá litur er eiginlega orðinn að eins konar einkennismerki mínu þannig að ég held að ég verði með hann í hárinu á næstunni.“Hverju ertu að vinna að núna, Alma? „Ég er að vinna að plötunni minni, guð minn góður hvað ég elska hana mikið og ég bara get ekki beðið eftir því að deila henni með öllum,“ hrópar Alma háfstöfum. Að lokum biðlar hún svo til þeirra Airwaves-gesta sem eru eitthvað efins um hvort þeir eigi að kíkja á tónleika hennar að koma bara. Hún lofar bæði partíi og hinum ýmsu óvæntu atburðum. Alma spilar í Listasafninu klukkan 21.40 í kvöld.
Airwaves Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira