Fékk víti fyrir að sparka í jörðina en bað alla afsökunar eftir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2018 11:00 Raheem Sterling dettur í grasið eftir að hafa sparkað í jörðina. Vísir/Getty Spaugilegt atvik í Meistaradeildinni fékk skyndilega mun alvarlegri stimpil þegar dómari leiksins benti óvænt á vítapunktinn. Raheem Sterling fékk nefnilega gefins víti í stórsigri Manchester City á Shakhtar Donetsk í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Raheem Sterling hafði sloppið framhjá varnarmanni og inn í teiginn. Hann reyndi að skjóta á markið en hitti ekki boltann og sparkaði þess í stað í jörðina. Þetta voru frekar fyndin mistök hjá Raheem Sterling og því kom það eins og skrattinn úr sauðarleggnum þegar Viktor Kassai, dómari leiksins, dæmdi víti. Leikmenn trúðu ekki sínum eigin augum og enginn var meira hissa en leikmaðurinn sem átti að hafa brotið á Raheem Sterling.Raheem Sterling says sorry for bizarre penalty decision after Man City thrash Shakhtar Donetsk https://t.co/NTcuFAXt5q — Telegraph Football (@TeleFootball) November 8, 2018Raheem Sterling fór þó ekki til dómarans og sagði honum frá því hvað hafði gerst og dómarinn leit alltaf verr og verr út með hverri endursýningunni. Eftir leiksins var Raheem Sterling þó fullur iðrunar. „Ég ætlað að láta vaða á markið en svo veit ég bara ekki hvað gerðist næst. Ég endaði í grasinu og snéri mér við. Ég fann enga snertingu og þetta var bara minn klaufaskapur,“ sagði Raheem Sterling. „Ég vil biðja dómarann afsökunar og ég vil biðja einnig Shakhtar afsökunar,“ sagði Sterling.Raheem Sterling apologises to the referee and to Shakhtar for last night's penalty incident (@Esp_Interativo) pic.twitter.com/lDHyox1vIG — B/R Football (@brfootball) November 8, 2018„Við áttuðum okkur strax á því að þetta var ekki vítaspyrna. Raheem hefði vissulega getað sagt eitthvað en Liverpool og Milner hefði líka geta gert það í átta liða úrslitunum í fyrra,“ sagði Pep Guardiola. „Við viljum ekki skora svona mörk því þetta var svo augljóst. Ég veit ekki hver staðan er á VAR en það ætti ekki að vera svo erfitt að fá mann til að skoða þetta í fjórar til fimm sekúndur og láta vita að þetta var ekki víti,“ bætti Pep Guardiola við.Hér fyrir neðan má sjá myndband af því þegar Raheem Sterling fiskar vítaspyrnuna. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Sjá meira
Spaugilegt atvik í Meistaradeildinni fékk skyndilega mun alvarlegri stimpil þegar dómari leiksins benti óvænt á vítapunktinn. Raheem Sterling fékk nefnilega gefins víti í stórsigri Manchester City á Shakhtar Donetsk í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Raheem Sterling hafði sloppið framhjá varnarmanni og inn í teiginn. Hann reyndi að skjóta á markið en hitti ekki boltann og sparkaði þess í stað í jörðina. Þetta voru frekar fyndin mistök hjá Raheem Sterling og því kom það eins og skrattinn úr sauðarleggnum þegar Viktor Kassai, dómari leiksins, dæmdi víti. Leikmenn trúðu ekki sínum eigin augum og enginn var meira hissa en leikmaðurinn sem átti að hafa brotið á Raheem Sterling.Raheem Sterling says sorry for bizarre penalty decision after Man City thrash Shakhtar Donetsk https://t.co/NTcuFAXt5q — Telegraph Football (@TeleFootball) November 8, 2018Raheem Sterling fór þó ekki til dómarans og sagði honum frá því hvað hafði gerst og dómarinn leit alltaf verr og verr út með hverri endursýningunni. Eftir leiksins var Raheem Sterling þó fullur iðrunar. „Ég ætlað að láta vaða á markið en svo veit ég bara ekki hvað gerðist næst. Ég endaði í grasinu og snéri mér við. Ég fann enga snertingu og þetta var bara minn klaufaskapur,“ sagði Raheem Sterling. „Ég vil biðja dómarann afsökunar og ég vil biðja einnig Shakhtar afsökunar,“ sagði Sterling.Raheem Sterling apologises to the referee and to Shakhtar for last night's penalty incident (@Esp_Interativo) pic.twitter.com/lDHyox1vIG — B/R Football (@brfootball) November 8, 2018„Við áttuðum okkur strax á því að þetta var ekki vítaspyrna. Raheem hefði vissulega getað sagt eitthvað en Liverpool og Milner hefði líka geta gert það í átta liða úrslitunum í fyrra,“ sagði Pep Guardiola. „Við viljum ekki skora svona mörk því þetta var svo augljóst. Ég veit ekki hver staðan er á VAR en það ætti ekki að vera svo erfitt að fá mann til að skoða þetta í fjórar til fimm sekúndur og láta vita að þetta var ekki víti,“ bætti Pep Guardiola við.Hér fyrir neðan má sjá myndband af því þegar Raheem Sterling fiskar vítaspyrnuna.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Sjá meira