Snærós leitar hefnda Benedikt Bóas skrifar 31. október 2018 07:00 Snærós Sindradóttir leitar að sögum sem snúast um hefndir í nútímasamfélagi. Fréttablaðið/Ernir Snærós Sindradóttir, sem hlaut Blaðamannaverðlaun Íslands fyrir viðtal ársins 2015, leitar að sögum sem snúast um hefnd. „Hugmyndin kviknaði í fæðingarorlofinu sem ég er í. Ég lá og var að gefa næturgjöf og fékk þessa tilfinningu sem trúlega allir foreldrar þekkja: Ef einhver gerir barninu mínu eitthvað þá mun ég leita hefnda og ganga langt út fyrir mín siðferðismörk til þess að verja það. Svo eru kannski fæstir sem grípa til hefnda þegar á hólminn er komið,“ segir hún. Snærós bendir á að Íslendingasögurnar séu fullar af hefnd. Í Njálu eru örlögin ráðin vegna hefnda, lítilla og stórra. Hallgerður langbrók neitaði að gefa Gunnari spúsa sínum lokk úr hári sínu, til að nýta sem bogastreng, minnug þess að hann laust hana kinnhest löngu áður. Eitt einfalt nei í hefndarskyni, og Gunnar var allur.Það þótti sjálfsagður hlutur að hefna á víkingaöld.Mynd/Einar Örn J.Snærós segir að færri sögum fari af hefndum Íslendinga í nútímanum. Hefndum vegna svika í ástum, stjórnmálum eða viðskiptum, vegna einhvers sem stakk vinnufélaga í bakið á leið sinni upp metorðastigann, eða miklum hefndum vegna einhvers sem særði ástvini. Fyrr á tíðum þótti nauðsynlegt að grípa til hefnda til að verja heiður sinn en í dag þykir það feimnismál að vera hefnigjarn. Þó stundum sé hefnd kannski eina leiðin til réttlætis. „Í Eiðnum gengur faðirinn ansi langt og í Lof mér að falla taka foreldrarnir til sinna ráða á vissu tímabili. Amma mín sagði einu sinni við mig að ef einhver myndi meiða mig eða aðra henni nátengda þá myndi hún ganga ansi langt til að leita hefnda – þótt hún sé pínulítil og hafi enga burði til að gera eitthvað. Tilfinningin er samt svo rík, að leita hefnda.“ Snærós segir að í nútímasamfélagi sé ekki lengur fínt að hefna. Það eigi að fyrirgefa og leita sátta. „Jafnvel fara í sáttameðferð og bara jafna sig. Mig langaði að heyra þessar sögur – að fólk geti nafnlaust eða undir nafni ef það vill sagt þessar sögur – og gefa þær út. Fólk á margar góðar sögur um hefnd. Sumar fyndnar en aðrar jafnvel hádramatískar,“ segir hún. Hægt er að hafa samband vegna verkefnisins í gegnum tölvupóstfangið hefndir@gmail.com. Einnig er hægt að skoða Facebook-síðuna Hefnd. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Edrú í eitt ár Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Gjafakort sem minna á sig og renna aldrei út Lífið samstarf Fleiri fréttir Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Sjá meira
Snærós Sindradóttir, sem hlaut Blaðamannaverðlaun Íslands fyrir viðtal ársins 2015, leitar að sögum sem snúast um hefnd. „Hugmyndin kviknaði í fæðingarorlofinu sem ég er í. Ég lá og var að gefa næturgjöf og fékk þessa tilfinningu sem trúlega allir foreldrar þekkja: Ef einhver gerir barninu mínu eitthvað þá mun ég leita hefnda og ganga langt út fyrir mín siðferðismörk til þess að verja það. Svo eru kannski fæstir sem grípa til hefnda þegar á hólminn er komið,“ segir hún. Snærós bendir á að Íslendingasögurnar séu fullar af hefnd. Í Njálu eru örlögin ráðin vegna hefnda, lítilla og stórra. Hallgerður langbrók neitaði að gefa Gunnari spúsa sínum lokk úr hári sínu, til að nýta sem bogastreng, minnug þess að hann laust hana kinnhest löngu áður. Eitt einfalt nei í hefndarskyni, og Gunnar var allur.Það þótti sjálfsagður hlutur að hefna á víkingaöld.Mynd/Einar Örn J.Snærós segir að færri sögum fari af hefndum Íslendinga í nútímanum. Hefndum vegna svika í ástum, stjórnmálum eða viðskiptum, vegna einhvers sem stakk vinnufélaga í bakið á leið sinni upp metorðastigann, eða miklum hefndum vegna einhvers sem særði ástvini. Fyrr á tíðum þótti nauðsynlegt að grípa til hefnda til að verja heiður sinn en í dag þykir það feimnismál að vera hefnigjarn. Þó stundum sé hefnd kannski eina leiðin til réttlætis. „Í Eiðnum gengur faðirinn ansi langt og í Lof mér að falla taka foreldrarnir til sinna ráða á vissu tímabili. Amma mín sagði einu sinni við mig að ef einhver myndi meiða mig eða aðra henni nátengda þá myndi hún ganga ansi langt til að leita hefnda – þótt hún sé pínulítil og hafi enga burði til að gera eitthvað. Tilfinningin er samt svo rík, að leita hefnda.“ Snærós segir að í nútímasamfélagi sé ekki lengur fínt að hefna. Það eigi að fyrirgefa og leita sátta. „Jafnvel fara í sáttameðferð og bara jafna sig. Mig langaði að heyra þessar sögur – að fólk geti nafnlaust eða undir nafni ef það vill sagt þessar sögur – og gefa þær út. Fólk á margar góðar sögur um hefnd. Sumar fyndnar en aðrar jafnvel hádramatískar,“ segir hún. Hægt er að hafa samband vegna verkefnisins í gegnum tölvupóstfangið hefndir@gmail.com. Einnig er hægt að skoða Facebook-síðuna Hefnd.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Edrú í eitt ár Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Gjafakort sem minna á sig og renna aldrei út Lífið samstarf Fleiri fréttir Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Sjá meira