Spíser dú dansk? Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 20. október 2018 07:00 Maður skyldi ætla að Píratar væru búnir að leggja nafn Piu Kjærsgaard á minnið. Nóg kom hún í bakið á þeim í sumar á Alþingishátíðinni þegar í ljós kom að þeir gleymdu að gúgla hana og vissu því ekkert um stjórnmálaskoðanir hennar. En eftir að kommentakerfið hafði logað í rúmlega 37 mínútur ákváðu þeir að sniðganga hátíðarfund á Þingvöllum, svo mikið var þeim niðri fyrir. Víkur nú sögunni til kóngsins Kaupmannahafnar. Þar var á dögunum systurhátíð Þingvallafundarins. Fínasta fólk Danmerkur og Íslands sat undir ræðum á milli þess sem skálað var og allir auðvitað á dagpeningum eins og lög gera ráð fyrir. Einn þingmanna Pírata var fulltrúi Íslands á þessari herlegu samkomu. Nú myndu einhverjir halda, í ljósi harðrar afstöðu Pírata gegn ræðuhöldum Piu á Íslandi, að Píratinn myndi neita að taka þátt í athöfninni í Kaupmannahöfn. Reyndar væri jafnvel ríkari ástæða til mótmæla, því í Danmörku búa fórnarlömb málflutnings Piu. Að minnsta kosti væri nauðsynlegt fyrir Píratann okkar að gæta lágmarks samræmis í afstöðu sinni. Líklegast er að Píratarnir hafi ekki lesið dagskrána, ekki frekar en síðast. En nú var ekkert svigrúm til fundahalda, Píratinn okkar sest í sætið sitt með fangið fullt af snittum og allt í einu birtist Pía á sviðinu, eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Góð ráð dýr. En svo blessunarlega vildi til að Pia talaði á dönsku. Þrátt fyrir danskt eftirnafn Píratans okkar þá sagði hún aðspurð að í raun hefði þetta allt verið í lagi, því hún skildi ekki dönsku. Og þar með samviskan hrein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Maður skyldi ætla að Píratar væru búnir að leggja nafn Piu Kjærsgaard á minnið. Nóg kom hún í bakið á þeim í sumar á Alþingishátíðinni þegar í ljós kom að þeir gleymdu að gúgla hana og vissu því ekkert um stjórnmálaskoðanir hennar. En eftir að kommentakerfið hafði logað í rúmlega 37 mínútur ákváðu þeir að sniðganga hátíðarfund á Þingvöllum, svo mikið var þeim niðri fyrir. Víkur nú sögunni til kóngsins Kaupmannahafnar. Þar var á dögunum systurhátíð Þingvallafundarins. Fínasta fólk Danmerkur og Íslands sat undir ræðum á milli þess sem skálað var og allir auðvitað á dagpeningum eins og lög gera ráð fyrir. Einn þingmanna Pírata var fulltrúi Íslands á þessari herlegu samkomu. Nú myndu einhverjir halda, í ljósi harðrar afstöðu Pírata gegn ræðuhöldum Piu á Íslandi, að Píratinn myndi neita að taka þátt í athöfninni í Kaupmannahöfn. Reyndar væri jafnvel ríkari ástæða til mótmæla, því í Danmörku búa fórnarlömb málflutnings Piu. Að minnsta kosti væri nauðsynlegt fyrir Píratann okkar að gæta lágmarks samræmis í afstöðu sinni. Líklegast er að Píratarnir hafi ekki lesið dagskrána, ekki frekar en síðast. En nú var ekkert svigrúm til fundahalda, Píratinn okkar sest í sætið sitt með fangið fullt af snittum og allt í einu birtist Pía á sviðinu, eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Góð ráð dýr. En svo blessunarlega vildi til að Pia talaði á dönsku. Þrátt fyrir danskt eftirnafn Píratans okkar þá sagði hún aðspurð að í raun hefði þetta allt verið í lagi, því hún skildi ekki dönsku. Og þar með samviskan hrein.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun