171 lax úr tveimur veiðistöðum við Ásgarð í Soginu Karl Lúðvíksson skrifar 20. október 2018 11:07 Ásgarður gaf 264 laxa í sumar Mynd: Árni Baldursson FB Veiðin í Soginu í sumar reyndist þegar upp var staðið vera nokkuð betri en margir áttu von á og það stefnir í enn betra sumar 2019. Nú stefnir í að netin verði tekin upp þannig að laxinn kemst óhindrað upp í Sog, Stóru Laxá og aðrar ár á svæðinu. Flestir telja þessa aðgerð löngu tímabæra og það verður því spennandi að sjá hvaða áhrif þetta mun hafa á veiðisvæðin sem tengjast Hvítá og þá sérstaklega Stóru Laxá og Sogið. Sogið á sér marga unnendur sem taka þessum fregnum fagnandi. Nú þegar veiðibækur eru skoðaðar sést að Sogið hefur aðeins tekið við sér en það á líka mikið inni. Ásgarður er það svæði sem gaf flesta laxa í Soginu og veiðitölur úr veiðistöðum þar sýna sem fyrr að Ásgarðsbreiða og Frúarsteinn halda áfram að vera gjöfulustu staðirnir Ásgarðsmegin enda sést á listanum hér fyrir neðan að þessir tveir staðir gáfi 171 lax saman. Hér fyrir neðan er listinn yfir veiðistaðina og hvað hver staður gaf marga laxa. Við hlökkum til að sjá þessar tölur hækkandi í framtíðinni og vitum sem er að unnendur Sogsins hlakka til góðra stunda við þessa fallegu á. Ásgarðsbreiða - 89 laxar Frúarsteinn - 82 laxar Ármót - 22 laxar Símastrengur - 19 laxar Bátalón - 11 laxar Hlíðin - 7 laxar Gíbraltar - 5 laxar Neðri Tangi - 3 laxar Hvannhólmi - 2 laxar Kvígutangi - 1 lax Vatnsmælir - 1 lax Miðtangi - 1 lax Efri Tangi - 1 lax Heildarveiði í Ásgarði - 264 laxar Mest lesið Veiði að glæðast í Straumunum Veiði Ertu þú að henda laxi á hverju vori? Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið 2016 Veiði Ennþá góður reytingur í Ytri Rangá Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði
Veiðin í Soginu í sumar reyndist þegar upp var staðið vera nokkuð betri en margir áttu von á og það stefnir í enn betra sumar 2019. Nú stefnir í að netin verði tekin upp þannig að laxinn kemst óhindrað upp í Sog, Stóru Laxá og aðrar ár á svæðinu. Flestir telja þessa aðgerð löngu tímabæra og það verður því spennandi að sjá hvaða áhrif þetta mun hafa á veiðisvæðin sem tengjast Hvítá og þá sérstaklega Stóru Laxá og Sogið. Sogið á sér marga unnendur sem taka þessum fregnum fagnandi. Nú þegar veiðibækur eru skoðaðar sést að Sogið hefur aðeins tekið við sér en það á líka mikið inni. Ásgarður er það svæði sem gaf flesta laxa í Soginu og veiðitölur úr veiðistöðum þar sýna sem fyrr að Ásgarðsbreiða og Frúarsteinn halda áfram að vera gjöfulustu staðirnir Ásgarðsmegin enda sést á listanum hér fyrir neðan að þessir tveir staðir gáfi 171 lax saman. Hér fyrir neðan er listinn yfir veiðistaðina og hvað hver staður gaf marga laxa. Við hlökkum til að sjá þessar tölur hækkandi í framtíðinni og vitum sem er að unnendur Sogsins hlakka til góðra stunda við þessa fallegu á. Ásgarðsbreiða - 89 laxar Frúarsteinn - 82 laxar Ármót - 22 laxar Símastrengur - 19 laxar Bátalón - 11 laxar Hlíðin - 7 laxar Gíbraltar - 5 laxar Neðri Tangi - 3 laxar Hvannhólmi - 2 laxar Kvígutangi - 1 lax Vatnsmælir - 1 lax Miðtangi - 1 lax Efri Tangi - 1 lax Heildarveiði í Ásgarði - 264 laxar
Mest lesið Veiði að glæðast í Straumunum Veiði Ertu þú að henda laxi á hverju vori? Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið 2016 Veiði Ennþá góður reytingur í Ytri Rangá Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði