Virðist það vera samdómaálit þeirra að tónlistaratriði myndarinnar séu mögnuð en frásögnin sjálf ekki nógu sterk, miðað við þá miklu sögu sem býr að baki þessarar sveitar og söngvaranum Freddie Mercury.
Framleiðsla myndarinnar reyndist nokkuð erfið. Grínistinn Sacha Baron Cohen var ráðinn til að leika Mercury en hætti eftir að hafa lent í útistöðum við framleiðendur myndarinnar um efnistökin.
Hafði Singer til að mynda ekki mætt í tökur nokkrum sinnum án þess að láta vita en áður hafði myndverið gert hlé á framleiðslu myndarinnar til að veita Singer svigrúm til að ná fullri heilsu eftir veikindi.
Gagnrýnendur eru flestir sammála um að stærsti kostur myndarinnar er frammistaða Rami Malek í hlutverki Mercury. Er leikur hans sagður lyfta myndinni upp úr flokki formúlukenndra ævisögumynda yfir í grípandi persónudrifið verk.

Tim Grierson hjá Screen Daily bendir á að hljómsveitin Queen hefði ekki orðið neitt án Mercury og það sama eigi við um myndina, hún væri ekkert án frammistöðu Malek.
Myndin sjálf er sögð fremur varfærin, hún sökkvi sér ekki í stóra atburði sem tengjast meðlimum sveitarinnar og sé hálf hrædd við að fjalla um einkalíf Mercury af fullum þunga.
Er það allavega mat gagnrýnanda IndieWire og Variety.
Hún fær þó mikið lof fyrir tónlistaratriðin og skemmtanagildi hennar því talsvert.