Sif hefur staðið vaktina í vörn Kristianstad undanfarin ár og verið í algjöru lykilhlutverki á yfirstandandi leiktíð en Kristianstad, sem þjálfað er ef Elísabetu Gunnarsdóttir, situr í fjórða sæti deildarinnar þegar ein umferð er eftir.
Sænska deildin er ein af þeim sterkari í Evrópu en ásamt Sif eru Julia Karlernas (Pitea) og sænska landsliðskempan Caroline Seger (Rosengard) tilnefndar sem verðmætasti leikmaðurinn.
Valið verður tilkynnt á uppskeruhátíð sænska knattspyrnusambandsins, Fotbollsgalan, þann 12.nóvember næstkomandi.
Ett stort grattis till Sif Atladóttir som idag har blivit nominerad tillsammans med Caroline Seger och Julia Karlernäs till #obosdamallsvenskan:s mest värdefulla spelare pic.twitter.com/ZTGMks0Iom
— Kristianstads DFF (@KDFF1998) October 25, 2018