Í þáttunum er rætt við fólk sem skarar fram úr á sínu sviði. Katrín Lea fæddist í Síberíu í Rússlandi og flutti til landsins þegar hún var 9 ára.
Elena móðir hennar flutti til landsins fimm árum áður og bjó hún hjá ömmu sinni og afa í Rússlandi í fimm ár, á meðan móðir hennar kom sér fyrir hér á landi.
„Ég hef alltaf verið með mikið sjálfstraust en þessi keppni hefur hjálpað mér mikið. Ég er ekki að þessu fyrir einhverja kórónu. Ég fékk þessa reynslu að standa fyrir framan mikið af fólki og þetta var bara ekki eins hræðilegt og ég hélt að þetta yrði fyrst,“ segir Katrín og heldur áfram:

Stór tækifæri
Katrínu dreymir um að vinna Miss Universe keppnina.„Ég vona það og langar það rosalega mikið. Stelpur sem vinna þessa keppni fá rosalega stórt tækifæri og flytja til New York og fá að búa í íbúð með Miss USA í eitt ár á Manhattan.“
Í þættinum ræðir Katrín meðal annars um barnæskuna í Rússlandi og hvernig henni var tekið hér á Íslandi, gagnrýni á fegurðarsamkeppnir, bikiníhlutann og hvernig fólk tók í það þegar hún skráði sig í Miss Universe Iceland.
Katrín stefnir á það að standa sig vel í keppninni í Bangkok í desember.
Hér að neðan má sjá þriðja þáttinn af Einkalífinu en þátturinn vikulegi er í loftinu á fimmtudögum á Vísi.