Lífið

Björn Hlynur við hlið Cavill í nýjum Netflix-þáttum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Björn Hlynur og Henry Cavill verða leikfélagar.
Björn Hlynur og Henry Cavill verða leikfélagar. Fréttablaðið/Stefán/Getty
Íslenski leikarinn Björn Hlynur Haraldsson mun leika í sjónvarpsþáttum sem Netflix er að þróa og byggja á Witcher sögunum eftir Andrzej Sapkowski. Leikjaframleiðandinn CD Projekt Red hefur gert þrjá vinsæla tölvuleiki sem byggja einnig á sömu sögum.

Þetta kemur fram á vef Hollywood Reporter þar sem fram kemur að Björn Hlynur muni leika riddarann Eist Tuirseach sem giftur er drottningunni Calanthe, sem leikinn verður af Jodhi May. Nánar má kynna sér persónuna sem Björn Hlynur kemur til með að leika hér.

Áður hafði verið tilkynnt að Henry Cavill, sem líklega er þekktastur fyrir að leika Superman eða Ofurmennið, muni leika aðalhlutverk í þáttunum sem nefnast einfaldlega The Witcer. Á meðal annarra leikara eru Freya Allan, Anya Chalotra og Adam Levy.

Sögurnar sem þáttaröðin mun byggja á hans gerast í ævintýraheimi þar sem skrýmsli herja á íbúa. Aðalsöguhetjan, sem leikin verður af Cavill heitir Geralt. Er hann svokallaður Witcher sem eru menn sem búa yfir ýmsum hæfileikum og berjast gegn skrýmslum fyrir peninga.


Tengdar fréttir

Henry Cavill tekur að sér hlutverk Geralt

Breski leikarinnar Henry Cavill, sem er hvað þekktastur fyrir að leika Superman, mun leika hinn víðfræga skrímslaveiðimann Geralt í nýjum þáttum Netflix.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.