Bein útsending: Geimfararnir lentir eftir að eldflaugin drap á sér Samúel Karl Ólason skrifar 11. október 2018 07:44 Eldflaugin er sögð hafa drepið á sér í lofti og þurftu geimfararnir að framkvæma neyðarlendingu. AP/Dmitri Lovetsky Geimfararnir Nick Hague og Alexey Ovchinin þurftu að framkvæma neyðarlendingu eftir að eldflaug, sem bera átti þá til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, drap á sér í miðju flugi. Þeim tókst að skilja geimfarið frá eldflauginni og fallhlífar geimfarsins báru þá til jarðar. Þeir lentu heilu og höldnu í um tuttugu kílómetra fjarlægð frá Baikonur í Kasakstan þar sem geimskotið misheppnaða fór fram.Alexey Ovchinin og Nick Hague.AP/Dmitri LovetskyNeyðarlending sem þessi kallast, samkvæmt NASA, Ballistic Descent og felur það í sér að geimfarið kemur til jarðar á meiri hraða en við eðlilegar kringumstæður. Þetta var í fyrsta sinn sem Nick Hague átti að fara út í geim en nú þegar eru þau Alexander Gerst, frá Evrópsku geimferðastofnuninni, Serena Aunón-Chancellor, frá NASA, og Sergey Prokopyev, frá Roscosmos, um borð í geimstöðinni og hafa verið frá því í júní. Áhöfnin sem er um borð í geimstöðinn hefur verið látin vita af aðstæðum á jörðu niðri. Frekari upplýsingar um geimstöðina og áhöfn hennar má finna hér, á vef NASA. Geimfarinn Peggy Whitson hefur upplifað neyðarlendinug sem þessa. Þegar hún sagði frá upplifun sinni sagðist hún aldrei hafa verið viss um hvort hún sneri upp eða niður þegar geimfarið féll til jarðar. Að endingu hægði á geimfarinu þegar það kom inn í lofthjúpinn en þá hitnaði það verulega. Að endingu var fallhlífum beitt og þar að auki litlum eldflaugum til að draga úr hraða geimfarsins. þrátt fyrir það var lendingin verulega hörð. Hér má lesa um frásögn Whitson.Fréttin hefur verið uppfærð. Hér má sjá beina útsendingu frá NASA. Yfirleitt er ekkert hljóð en kynnar NASA koma reglulega inn í útsendinguna og segja frá nýjustu vendingum í málinu. LIFTOFF! Shooting into the sky at 4:40am ET, the Soyuz rocket carrying @AstroHague and Alexey Ovchinin leaves Earth on a four-orbit, six-hour journey to the @Space_Station. Watch: https://t.co/BjMDNrNorR pic.twitter.com/0Cfm0Uu2Jx— NASA (@NASA) October 11, 2018 Vísindi Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Geimfararnir Nick Hague og Alexey Ovchinin þurftu að framkvæma neyðarlendingu eftir að eldflaug, sem bera átti þá til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, drap á sér í miðju flugi. Þeim tókst að skilja geimfarið frá eldflauginni og fallhlífar geimfarsins báru þá til jarðar. Þeir lentu heilu og höldnu í um tuttugu kílómetra fjarlægð frá Baikonur í Kasakstan þar sem geimskotið misheppnaða fór fram.Alexey Ovchinin og Nick Hague.AP/Dmitri LovetskyNeyðarlending sem þessi kallast, samkvæmt NASA, Ballistic Descent og felur það í sér að geimfarið kemur til jarðar á meiri hraða en við eðlilegar kringumstæður. Þetta var í fyrsta sinn sem Nick Hague átti að fara út í geim en nú þegar eru þau Alexander Gerst, frá Evrópsku geimferðastofnuninni, Serena Aunón-Chancellor, frá NASA, og Sergey Prokopyev, frá Roscosmos, um borð í geimstöðinni og hafa verið frá því í júní. Áhöfnin sem er um borð í geimstöðinn hefur verið látin vita af aðstæðum á jörðu niðri. Frekari upplýsingar um geimstöðina og áhöfn hennar má finna hér, á vef NASA. Geimfarinn Peggy Whitson hefur upplifað neyðarlendinug sem þessa. Þegar hún sagði frá upplifun sinni sagðist hún aldrei hafa verið viss um hvort hún sneri upp eða niður þegar geimfarið féll til jarðar. Að endingu hægði á geimfarinu þegar það kom inn í lofthjúpinn en þá hitnaði það verulega. Að endingu var fallhlífum beitt og þar að auki litlum eldflaugum til að draga úr hraða geimfarsins. þrátt fyrir það var lendingin verulega hörð. Hér má lesa um frásögn Whitson.Fréttin hefur verið uppfærð. Hér má sjá beina útsendingu frá NASA. Yfirleitt er ekkert hljóð en kynnar NASA koma reglulega inn í útsendinguna og segja frá nýjustu vendingum í málinu. LIFTOFF! Shooting into the sky at 4:40am ET, the Soyuz rocket carrying @AstroHague and Alexey Ovchinin leaves Earth on a four-orbit, six-hour journey to the @Space_Station. Watch: https://t.co/BjMDNrNorR pic.twitter.com/0Cfm0Uu2Jx— NASA (@NASA) October 11, 2018
Vísindi Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira