Bein útsending: Geimfararnir lentir eftir að eldflaugin drap á sér Samúel Karl Ólason skrifar 11. október 2018 07:44 Eldflaugin er sögð hafa drepið á sér í lofti og þurftu geimfararnir að framkvæma neyðarlendingu. AP/Dmitri Lovetsky Geimfararnir Nick Hague og Alexey Ovchinin þurftu að framkvæma neyðarlendingu eftir að eldflaug, sem bera átti þá til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, drap á sér í miðju flugi. Þeim tókst að skilja geimfarið frá eldflauginni og fallhlífar geimfarsins báru þá til jarðar. Þeir lentu heilu og höldnu í um tuttugu kílómetra fjarlægð frá Baikonur í Kasakstan þar sem geimskotið misheppnaða fór fram.Alexey Ovchinin og Nick Hague.AP/Dmitri LovetskyNeyðarlending sem þessi kallast, samkvæmt NASA, Ballistic Descent og felur það í sér að geimfarið kemur til jarðar á meiri hraða en við eðlilegar kringumstæður. Þetta var í fyrsta sinn sem Nick Hague átti að fara út í geim en nú þegar eru þau Alexander Gerst, frá Evrópsku geimferðastofnuninni, Serena Aunón-Chancellor, frá NASA, og Sergey Prokopyev, frá Roscosmos, um borð í geimstöðinni og hafa verið frá því í júní. Áhöfnin sem er um borð í geimstöðinn hefur verið látin vita af aðstæðum á jörðu niðri. Frekari upplýsingar um geimstöðina og áhöfn hennar má finna hér, á vef NASA. Geimfarinn Peggy Whitson hefur upplifað neyðarlendinug sem þessa. Þegar hún sagði frá upplifun sinni sagðist hún aldrei hafa verið viss um hvort hún sneri upp eða niður þegar geimfarið féll til jarðar. Að endingu hægði á geimfarinu þegar það kom inn í lofthjúpinn en þá hitnaði það verulega. Að endingu var fallhlífum beitt og þar að auki litlum eldflaugum til að draga úr hraða geimfarsins. þrátt fyrir það var lendingin verulega hörð. Hér má lesa um frásögn Whitson.Fréttin hefur verið uppfærð. Hér má sjá beina útsendingu frá NASA. Yfirleitt er ekkert hljóð en kynnar NASA koma reglulega inn í útsendinguna og segja frá nýjustu vendingum í málinu. LIFTOFF! Shooting into the sky at 4:40am ET, the Soyuz rocket carrying @AstroHague and Alexey Ovchinin leaves Earth on a four-orbit, six-hour journey to the @Space_Station. Watch: https://t.co/BjMDNrNorR pic.twitter.com/0Cfm0Uu2Jx— NASA (@NASA) October 11, 2018 Vísindi Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Geimfararnir Nick Hague og Alexey Ovchinin þurftu að framkvæma neyðarlendingu eftir að eldflaug, sem bera átti þá til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, drap á sér í miðju flugi. Þeim tókst að skilja geimfarið frá eldflauginni og fallhlífar geimfarsins báru þá til jarðar. Þeir lentu heilu og höldnu í um tuttugu kílómetra fjarlægð frá Baikonur í Kasakstan þar sem geimskotið misheppnaða fór fram.Alexey Ovchinin og Nick Hague.AP/Dmitri LovetskyNeyðarlending sem þessi kallast, samkvæmt NASA, Ballistic Descent og felur það í sér að geimfarið kemur til jarðar á meiri hraða en við eðlilegar kringumstæður. Þetta var í fyrsta sinn sem Nick Hague átti að fara út í geim en nú þegar eru þau Alexander Gerst, frá Evrópsku geimferðastofnuninni, Serena Aunón-Chancellor, frá NASA, og Sergey Prokopyev, frá Roscosmos, um borð í geimstöðinni og hafa verið frá því í júní. Áhöfnin sem er um borð í geimstöðinn hefur verið látin vita af aðstæðum á jörðu niðri. Frekari upplýsingar um geimstöðina og áhöfn hennar má finna hér, á vef NASA. Geimfarinn Peggy Whitson hefur upplifað neyðarlendinug sem þessa. Þegar hún sagði frá upplifun sinni sagðist hún aldrei hafa verið viss um hvort hún sneri upp eða niður þegar geimfarið féll til jarðar. Að endingu hægði á geimfarinu þegar það kom inn í lofthjúpinn en þá hitnaði það verulega. Að endingu var fallhlífum beitt og þar að auki litlum eldflaugum til að draga úr hraða geimfarsins. þrátt fyrir það var lendingin verulega hörð. Hér má lesa um frásögn Whitson.Fréttin hefur verið uppfærð. Hér má sjá beina útsendingu frá NASA. Yfirleitt er ekkert hljóð en kynnar NASA koma reglulega inn í útsendinguna og segja frá nýjustu vendingum í málinu. LIFTOFF! Shooting into the sky at 4:40am ET, the Soyuz rocket carrying @AstroHague and Alexey Ovchinin leaves Earth on a four-orbit, six-hour journey to the @Space_Station. Watch: https://t.co/BjMDNrNorR pic.twitter.com/0Cfm0Uu2Jx— NASA (@NASA) October 11, 2018
Vísindi Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira