Teymi grínista og leikara sér um Skaupið í ár Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. október 2018 17:32 Arnór Pálmi Arnarsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Jón Gnarr, Sverrir Þór Sverrisson (Sveppi), Katrín Halldóra Sigurðardóttir og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Mynd/RÚV Höfundar Áramótaskaupsins eru Ilmur Kristjánsdóttir, Jón Gnarr, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Sveppi og Arnór Pálmi Arnarson sem einnig leikstýrir, annað árið í röð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. Arnór Pálmi, sem hefur sinnt ýmsum verkefnum fyrir RÚV í gegnum tíðina, segist vera hæstánægður með hópinn og bætir við að handritavinnan gangi vel. „Ilmur, Sveppi, Katla og Jón eru náttúrulega máttarstólpar í gríni á Íslandi en svo er Katrín Halldóra að stíga sín fyrstu skref í að skrifa grín fyrir sjónvarp og passar frábærlega inn í þennan hóp. Það er svo sem af nógu að taka í ár en allt tal um að Skaupið skrifi sig sjálft er ekki rétt. Þetta kostar hellings vinnu, marga kaffibolla, nokkur rifrildi og fullt af Lindu kaffisúkkulaði. Það er nefnilega hefð hjá okkur að kaupa eitt stykki af því eftir hádegismat og deila. Það er líka svo hentugt því það eru einmitt akkúrat sex molar í því,“ er haft eftir Arnóri Pálma í tilkynningu. Tökur á Skaupinu hefjast um miðjan nóvember og mun Glassriver sjá um framleiðsluna líkt og í fyrra. Framleiðendur Skaupsins eru Andri Ómarsson og Arnbjörg Hafliðadóttir ásamt Herði Rúnarssyni, Baldvini Z og Andra Óttarssyni. Í fyrra var skaupið í höndum grínistanna Önnu Svövu Knútsdóttur, Bergs Ebba Benediktssonar, Dóra DNA, Sögu Garðarsdóttur og Dóru Jóhannsdóttur. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Það eina sem þessi þjóð þurfti var Daða í skaupið“ Daði Freyr sló í gegn í lokaatriði Áramótaskaupsins. 1. janúar 2018 16:38 Vilt þú gera framúrskarandi Skaup fyrir RÚV? Framleiðandinn hefur úr 32 milljónum króna að spila. 16. apríl 2018 11:27 Mikill meirihluti ánægður með Skaupið Mikil ánægja var á meðal landsmanna með Áramótaskaupið en heil 76% sögðu Skaupið hafa verið gott en einungis 10% slakt. 26. janúar 2018 15:48 Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Höfundar Áramótaskaupsins eru Ilmur Kristjánsdóttir, Jón Gnarr, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Sveppi og Arnór Pálmi Arnarson sem einnig leikstýrir, annað árið í röð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. Arnór Pálmi, sem hefur sinnt ýmsum verkefnum fyrir RÚV í gegnum tíðina, segist vera hæstánægður með hópinn og bætir við að handritavinnan gangi vel. „Ilmur, Sveppi, Katla og Jón eru náttúrulega máttarstólpar í gríni á Íslandi en svo er Katrín Halldóra að stíga sín fyrstu skref í að skrifa grín fyrir sjónvarp og passar frábærlega inn í þennan hóp. Það er svo sem af nógu að taka í ár en allt tal um að Skaupið skrifi sig sjálft er ekki rétt. Þetta kostar hellings vinnu, marga kaffibolla, nokkur rifrildi og fullt af Lindu kaffisúkkulaði. Það er nefnilega hefð hjá okkur að kaupa eitt stykki af því eftir hádegismat og deila. Það er líka svo hentugt því það eru einmitt akkúrat sex molar í því,“ er haft eftir Arnóri Pálma í tilkynningu. Tökur á Skaupinu hefjast um miðjan nóvember og mun Glassriver sjá um framleiðsluna líkt og í fyrra. Framleiðendur Skaupsins eru Andri Ómarsson og Arnbjörg Hafliðadóttir ásamt Herði Rúnarssyni, Baldvini Z og Andra Óttarssyni. Í fyrra var skaupið í höndum grínistanna Önnu Svövu Knútsdóttur, Bergs Ebba Benediktssonar, Dóra DNA, Sögu Garðarsdóttur og Dóru Jóhannsdóttur.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Það eina sem þessi þjóð þurfti var Daða í skaupið“ Daði Freyr sló í gegn í lokaatriði Áramótaskaupsins. 1. janúar 2018 16:38 Vilt þú gera framúrskarandi Skaup fyrir RÚV? Framleiðandinn hefur úr 32 milljónum króna að spila. 16. apríl 2018 11:27 Mikill meirihluti ánægður með Skaupið Mikil ánægja var á meðal landsmanna með Áramótaskaupið en heil 76% sögðu Skaupið hafa verið gott en einungis 10% slakt. 26. janúar 2018 15:48 Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
„Það eina sem þessi þjóð þurfti var Daða í skaupið“ Daði Freyr sló í gegn í lokaatriði Áramótaskaupsins. 1. janúar 2018 16:38
Vilt þú gera framúrskarandi Skaup fyrir RÚV? Framleiðandinn hefur úr 32 milljónum króna að spila. 16. apríl 2018 11:27
Mikill meirihluti ánægður með Skaupið Mikil ánægja var á meðal landsmanna með Áramótaskaupið en heil 76% sögðu Skaupið hafa verið gott en einungis 10% slakt. 26. janúar 2018 15:48