Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Karl Lúðvíksson skrifar 15. október 2018 08:55 Haustfagnaður SVFR verður haldinn 19.október næstkomandi. Fagnaðurinn fer fram í Lágmúla 4 í Akóges salnum og opnar húsið klukkan 20:00. Eins og fram hefur komið að þá er þessi fagnaður fyrir alla þá sem hafa gaman af veiði og skemmtun, félagsmenn eður ei. Er þvi tilvalið að hengja vöðlurnar upp í geymslurnar, draga fram spariskóna og pússa þá vel fyrir kvöldið, því það verður hlegið og dansað. Veglegir vinningar verða fyrir fyndnustu og bestu veiðimynd ársins ásamt því að Happahylurinn frægi verður á sínum stað troðfullur af flottum vinningum. Margir landsþekktir grínistar, söngvarar, vísindamenn verða næstum því á svæðinu í boði Karls Örvarssonar. Eggert Skúlason fer yfir nýjustu þáttaröð sína af Sporðarköstum og margt, margt fleira.Dagskráin er svohljóðandi:- Formaður SVFR setur hátíðina og kynnir til leiks hátíðarstjórann Karl Örvarsson söngvara og margbreytilegan persónuleika (lesist eftirherma). - Átroðningur kvennadeildar SVFR – rándýrt atriði. - Karl Örvarsson og vinur kynnir til leiks fyndnustu veiðimyndir sumarsins og þá bestu. Einnig verður farið út í hvernig á að taka mynd af laxi… og hvernig á ekki að taka mynd af laxi. - Helstu tölur úr ám SVFR verða skoðaðar og veiðitímabilið gert upp. - Verðlaunaafhending fyrir fyndnustu mynd ársins og þá bestu. - Hinn landskunni fréttamaður Eggert Skúlason fer yfir nýjustu þáttaröð af Sporðaköstum og segir skemmtilegar sögur við gerð hennar. - Farið verður á léttan hátt með hjálp fróðasta manns Íslands um erfðamengi íslenska laxins. - Happahylurinn. - Ball fram á rauða nótt..Takið föstudagskvöldið 19.október frá núna ef þið eruð ekki búin að því!Sendið myndir af ykkar bestu og fyndustu veiðimynd af liðnu sumri á svfr@svfr.is og þið eruð komin í leikinn! Mest lesið Fræðslukvöld SVFR farin í gang Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Andakílsá Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Hrygnir nú í hundraða vís Veiði Veður gerir veiðimönnum erfitt um vik Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði "Tók 50 mínútur að ná þessum risafisk inn" Veiði Rjúnaveiðar aðeins leyfðar frá hádegi Veiði Hressileg maðkaopnun í Ytri Rangá Veiði Haustveiðin að komast í gang í Stóru Laxá Veiði
Haustfagnaður SVFR verður haldinn 19.október næstkomandi. Fagnaðurinn fer fram í Lágmúla 4 í Akóges salnum og opnar húsið klukkan 20:00. Eins og fram hefur komið að þá er þessi fagnaður fyrir alla þá sem hafa gaman af veiði og skemmtun, félagsmenn eður ei. Er þvi tilvalið að hengja vöðlurnar upp í geymslurnar, draga fram spariskóna og pússa þá vel fyrir kvöldið, því það verður hlegið og dansað. Veglegir vinningar verða fyrir fyndnustu og bestu veiðimynd ársins ásamt því að Happahylurinn frægi verður á sínum stað troðfullur af flottum vinningum. Margir landsþekktir grínistar, söngvarar, vísindamenn verða næstum því á svæðinu í boði Karls Örvarssonar. Eggert Skúlason fer yfir nýjustu þáttaröð sína af Sporðarköstum og margt, margt fleira.Dagskráin er svohljóðandi:- Formaður SVFR setur hátíðina og kynnir til leiks hátíðarstjórann Karl Örvarsson söngvara og margbreytilegan persónuleika (lesist eftirherma). - Átroðningur kvennadeildar SVFR – rándýrt atriði. - Karl Örvarsson og vinur kynnir til leiks fyndnustu veiðimyndir sumarsins og þá bestu. Einnig verður farið út í hvernig á að taka mynd af laxi… og hvernig á ekki að taka mynd af laxi. - Helstu tölur úr ám SVFR verða skoðaðar og veiðitímabilið gert upp. - Verðlaunaafhending fyrir fyndnustu mynd ársins og þá bestu. - Hinn landskunni fréttamaður Eggert Skúlason fer yfir nýjustu þáttaröð af Sporðaköstum og segir skemmtilegar sögur við gerð hennar. - Farið verður á léttan hátt með hjálp fróðasta manns Íslands um erfðamengi íslenska laxins. - Happahylurinn. - Ball fram á rauða nótt..Takið föstudagskvöldið 19.október frá núna ef þið eruð ekki búin að því!Sendið myndir af ykkar bestu og fyndustu veiðimynd af liðnu sumri á svfr@svfr.is og þið eruð komin í leikinn!
Mest lesið Fræðslukvöld SVFR farin í gang Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Andakílsá Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Hrygnir nú í hundraða vís Veiði Veður gerir veiðimönnum erfitt um vik Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði "Tók 50 mínútur að ná þessum risafisk inn" Veiði Rjúnaveiðar aðeins leyfðar frá hádegi Veiði Hressileg maðkaopnun í Ytri Rangá Veiði Haustveiðin að komast í gang í Stóru Laxá Veiði