Samstarfssjóður við atvinnulífið um Heimsmarkmiðin settur á laggirnar Heimsljós kynnir 15. október 2018 15:00 Frá Úganda gunnisal Utanríkisráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að nýjum reglum um styrkveitingar ráðuneytisins úr Samstarfssjóði við atvinnulífið um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Samstarfssjóðurinn er nýtt verkefni innan alþjóðlegrar þróunarsamvinnu Íslands þar sem aðilar úr atvinnulífinu geta sótt um styrki til samstarfsverkefna með það að markmiði að draga úr fátækt og styðja við atvinnusköpun og sjálfbæran vöxt í fátækum ríkjum. Samkvæmt drögum að reglunum eiga verkefni ávallt vera til hagsbóta og skapa verðmæti í þróunarlöndum og hafa skýra tengingu við eitt eða fleiri þeirra Heimsmarkmiða SÞ sem Ísland leggur sérstaka áherslu á í þróunarsamvinnu. Samstarf við atvinnulíf á vettvangi þróunarsamvinnu er í samræmi við áherslur utanríkisráðuneytisins um að virkja í auknum mæli þátttöku, þekkingu og frumkvæði atvinnulífs í þróunarsamstarfi. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur lagt áherslu á samstarf við atvinnulífið í framkvæmd nýrrar þróunarsamvinnustefnu næstu árin. Hann hefur sagt mikilvægt að búa svo um hnútana að íslensk sérþekking og reynsla, til dæmis hvað varðar nýtingu á jarðvarma og sjálfbærum sjávarútvegi, geti nýst í þágu fátækra þjóða. Síðastliðið haust var sett á fót ný deild Svæðasamstarfs og samstarfs við atvinnulífið innan þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Í tengslum við aukið samstarf við atvinnulífið í þróunarsamvinnu var þá hafin skoðun og undirbúningur á Samstarfssjóði við atvinnulífið sem meðal annars er ætlað að virkja samstarf við einkageirann til þátttöku í verkefnum sem tengjast Heimsmarkmiðunum. Helstu verkefni deildarinnar eru umsjón með svæðasamstarfi og samstarfi við atvinnulífið og starfi skóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Vinnuhópur hefur verið að störfum með það hlutverk að kortleggja möguleika Íslands og áhuga íslensks atvinnulífs hvað varðar sjálfbæra þróun og uppbyggingu í þróunarlöndum. Í vinnuhópnum eru fulltrúar þróunarsamvinnuskrifstofu, viðskiptaskrifstofu og Íslandsstofu.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent
Utanríkisráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að nýjum reglum um styrkveitingar ráðuneytisins úr Samstarfssjóði við atvinnulífið um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Samstarfssjóðurinn er nýtt verkefni innan alþjóðlegrar þróunarsamvinnu Íslands þar sem aðilar úr atvinnulífinu geta sótt um styrki til samstarfsverkefna með það að markmiði að draga úr fátækt og styðja við atvinnusköpun og sjálfbæran vöxt í fátækum ríkjum. Samkvæmt drögum að reglunum eiga verkefni ávallt vera til hagsbóta og skapa verðmæti í þróunarlöndum og hafa skýra tengingu við eitt eða fleiri þeirra Heimsmarkmiða SÞ sem Ísland leggur sérstaka áherslu á í þróunarsamvinnu. Samstarf við atvinnulíf á vettvangi þróunarsamvinnu er í samræmi við áherslur utanríkisráðuneytisins um að virkja í auknum mæli þátttöku, þekkingu og frumkvæði atvinnulífs í þróunarsamstarfi. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur lagt áherslu á samstarf við atvinnulífið í framkvæmd nýrrar þróunarsamvinnustefnu næstu árin. Hann hefur sagt mikilvægt að búa svo um hnútana að íslensk sérþekking og reynsla, til dæmis hvað varðar nýtingu á jarðvarma og sjálfbærum sjávarútvegi, geti nýst í þágu fátækra þjóða. Síðastliðið haust var sett á fót ný deild Svæðasamstarfs og samstarfs við atvinnulífið innan þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Í tengslum við aukið samstarf við atvinnulífið í þróunarsamvinnu var þá hafin skoðun og undirbúningur á Samstarfssjóði við atvinnulífið sem meðal annars er ætlað að virkja samstarf við einkageirann til þátttöku í verkefnum sem tengjast Heimsmarkmiðunum. Helstu verkefni deildarinnar eru umsjón með svæðasamstarfi og samstarfi við atvinnulífið og starfi skóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Vinnuhópur hefur verið að störfum með það hlutverk að kortleggja möguleika Íslands og áhuga íslensks atvinnulífs hvað varðar sjálfbæra þróun og uppbyggingu í þróunarlöndum. Í vinnuhópnum eru fulltrúar þróunarsamvinnuskrifstofu, viðskiptaskrifstofu og Íslandsstofu.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent