Upphitun: Hamilton getur tryggt sér titilinn Bragi Þórðarson skrifar 17. október 2018 18:00 Verður Hamilton meistari um helgina? vísir/getty Lewis Hamilton verður fimmfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 takist honum að vinna keppnina um helgina ef Sebastian Vettel verður ekki annar á eftir honum. Hamilton þarf þó ekki endilega að vinna kappaksturinn til að tryggja sér titilinn, hann þarf bara að ná átta stigum meira en Vettel. Keppnin fer fram í Texas fylki í Bandaríkjunum á Circuit of the Americas. Brautin, sem staðsett er í Austin, er afar teknísk og bíður upp á marga staði til framúraksturs. Kappaksturinn verður sá sjöundi á brautinni sem var fyrst tekin í notkun árið 2012. Af þeim sex keppnum sem fram hafa farið á brautinni hefur Lewis unnið fimm þeirra. Það má því með sanni seigja að brautin er í miklu uppáhaldi hjá Bretanum.Það verður erfitt að stoppa Mercedes Mercedes hefur verið á miklu skriði að undanförnu og hefur liðið klárað síðustu tvær keppnir með bíla sína í fyrsta og öðru sæti. „Verkið virðist ómögulegt en stundum er okkar verkefni að sigrast á hinu ómögulega,” sagði Maurizio Arrivabene , stjóri Ferrari í vikunni. Að sama skapi var Toto Wolff, stjóri Mercedes, handviss um að verkinu væri ekki lokið fyrr en titlarnir eru öruggir. „Mercedes liðið mun gefa allt sem það á um helgina.” Rétt eins og í fyrra virtist Ferrari liðið algjörlega brotna undan álagi á lokakafla tímabilsins. Erfitt er að útskýra af hverju en liðið hafði gott forskot á Mercedes í sumar. Mercedes og Hamilton hafa nýtt sér lélegt form Ferrari liðsins til hins ítrasta og stefnir Bretinn á tíunda sigur sinn á tímabilinu um helgina. Kappaksturinn byrjar klukkan sex á sunnudagskvöldið og verður í beinni á Stöð 2 Sport 2 ásamt tímatökum og æfingu á laugardaginn. Formúla Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Lewis Hamilton verður fimmfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 takist honum að vinna keppnina um helgina ef Sebastian Vettel verður ekki annar á eftir honum. Hamilton þarf þó ekki endilega að vinna kappaksturinn til að tryggja sér titilinn, hann þarf bara að ná átta stigum meira en Vettel. Keppnin fer fram í Texas fylki í Bandaríkjunum á Circuit of the Americas. Brautin, sem staðsett er í Austin, er afar teknísk og bíður upp á marga staði til framúraksturs. Kappaksturinn verður sá sjöundi á brautinni sem var fyrst tekin í notkun árið 2012. Af þeim sex keppnum sem fram hafa farið á brautinni hefur Lewis unnið fimm þeirra. Það má því með sanni seigja að brautin er í miklu uppáhaldi hjá Bretanum.Það verður erfitt að stoppa Mercedes Mercedes hefur verið á miklu skriði að undanförnu og hefur liðið klárað síðustu tvær keppnir með bíla sína í fyrsta og öðru sæti. „Verkið virðist ómögulegt en stundum er okkar verkefni að sigrast á hinu ómögulega,” sagði Maurizio Arrivabene , stjóri Ferrari í vikunni. Að sama skapi var Toto Wolff, stjóri Mercedes, handviss um að verkinu væri ekki lokið fyrr en titlarnir eru öruggir. „Mercedes liðið mun gefa allt sem það á um helgina.” Rétt eins og í fyrra virtist Ferrari liðið algjörlega brotna undan álagi á lokakafla tímabilsins. Erfitt er að útskýra af hverju en liðið hafði gott forskot á Mercedes í sumar. Mercedes og Hamilton hafa nýtt sér lélegt form Ferrari liðsins til hins ítrasta og stefnir Bretinn á tíunda sigur sinn á tímabilinu um helgina. Kappaksturinn byrjar klukkan sex á sunnudagskvöldið og verður í beinni á Stöð 2 Sport 2 ásamt tímatökum og æfingu á laugardaginn.
Formúla Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira