Lífið

Landsliðs­strákar skemmtu sér á Miami eftir lands­leik

Benedikt Bóas Hinriksson skrifar
Rúrik Gíslason kíkti út á lífið með Guðlaugi Victori Pálssyni og Kolbeini Sigþórssyni.
Rúrik Gíslason kíkti út á lífið með Guðlaugi Victori Pálssyni og Kolbeini Sigþórssyni. Vísir/Vilhelm
Landsliðsmennirnir Rúrik Gíslason, Kolbeinn Sigþórsson og Guðlaugur Victor Pálsson skelltu sér í miðbæjarferð eftir að landsliðsskyldum þeirra var lokið. Félagarnir fóru meðal annars á Miami, hinn stórskemmtilega skemmtistað á Hverfisgötu, þar sem þeir hittu Sölva Geir Ottesen, fyrrverandi landsliðshetju.

Var kátt á hjalla hjá þeim fjórmenningum þrátt fyrir úrslitin fyrr um kvöldið. Ísland tapaði fyrir Sviss 1:2 og kom Rúrik inn á í leiknum en Kolbeinn var ónotaður varamaður. Guðlaugur Victor var fjarverandi vegna meiðsla. Sátu þeir í sófunum þægilegu sem þar eru inni og spjölluðu saman. Tóku ekki leik á borðtennisborðinu sem er niðri enda þreyttir eftir landsliðstörnina.

Staðurinn er afar litríkur, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Á neðri hæðinni er bleikur dúkur á gólfum en á þeirri efri er teppalagt.Vísir/Vilhelm
Sölvi Geir Ottesen spilaði 28 landsleiki á ferli sínum en hann kom heim í Víking fyrir tímabilið eftir mörg ár í atvinnumennsku. Hann hitti þremenningana og fór vel á með boltadrengjunum.

Rúrik átti hörkuskot í leiknum sem fór rétt fram hjá en hann flaug til síns heima í Þýskalandi í gær. Lið hans Sandhausen þarf á öllum hans kröftum að halda í annarri deildinni en liðið situr í næstneðsta sæti með einn sigurleik í fyrstu níu leikjunum.

Guðlaugur Victor er fyrirliði FC Zürich sem er í öðru sæti í svissnesku deildinni og saga Kolbeins með Nantes ætti að vera öllum kunn en hann hefur ekki spilað deildarleik í rúm tvö ár.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×