Vinsælli en Sigur Rós á Spotify Stefán Þór Hjartarson skrifar 18. október 2018 11:28 Tónlist mt. fujitive er líklegast vinsælasta íslenska tónlistin á streymisveitum. Mt. fujitive nefnist vinsæll listamaður á Spotify og er flokkaður undir svokallað Lo-fi, þægilega og lágstemmda instrúmental tónlist. Hann er með milljón hlustendur á mánuði og er á nokkrum stórum lagalistum streymisveitunnar. Hann er líka Íslendingur og heitir Magnús Valur Willemsson Verheul. „Ég og félagar mínir sem erum að gera svipaða tónlist köllum þetta lyftutónlist. Maður getur bara slappað af – hangið í sófanum, lært, lesið, gert eitthvað heima hjá sér í algjörri afslöppun. Þetta er mjög hlutlaus tónlist, þetta er ekki flókið né eru neinar raddir þarna sem pirra mann – þetta er bara taktur með flottu undirlagi,“ segir Magnús beðinn að lýsa þessari tónlist sem hittir svona í mark hjá hlustendum. Magnús segist hafa byrjað að gera þessa tegund af músík sirka árið 2014, en raunar alltaf verið í kringum tónlist frá blautu barnsbeini, spilað á bassa og verið í hljómsveitum í skóla. „Ég byrjaði að fikta með tónlistarforrit í kringum 2014 og byrjaði að hlusta á þá sem kynntu mig þessa senu fyrir mér. Ég datt inn á svona músík á Soundcloud og hugsaði bara: „Holy shit, þetta er nice.“ Ég fór mjög mikið að hlusta á mismunandi svona listamenn og reyndi að melta hvaðan þessi hljóð koma. Það tók mig alveg sirka tvö góð ár af stöðugri vinnu að fá rétta „sándið“: hvaða sömpl ætti að nota og hvernig trommur. Þannig að það tók mig alveg svolítinn tíma að koma mér upp þessum hljómi sem ég er með núna.“ Árið 2016 kom út fyrsta smáskífan frá mt. fujitive og fljótlega eftir það fóru hlutirnir að gerast. „Einn daginn fæ ég skilaboð á Facebook frá einhverjum Þjóðverja sem býður mér að skrifa undir samning um stafræna dreifingu á efninu mínu – Spotify, iTunes og allt það. Ég segi náttúrulega: „Já, auðvitað,“ og þaðan fer snjóboltinn að rúlla og hefur stækkað rosa mikið á stuttum tíma.“ Tónlist eftir hann er sú íslenska tónlist sem flestir hafa streymt, að minnsta kosti á Spotify, þar sem hann er með fleiri mánaðarlega hlustendur en sjálf Sigur Rós og vinsælasta lagið hans hefur verið spilað um 10 milljón sinnum. „Já, það er mesta ruglið – ég klóra mér bara í hausnum þegar ég sé þetta,“ segir Magnús hlæjandi þegar blaðamaður nefnir þessar geysilega háu tölur við hann. „Ég er á nokkrum svona „official“ Spotify lagalistum sem eru tileinkaðir svipaðri tónlist og ég er að gera. Það er auðvitað alveg ruglað – það er einn svona lagalisti með 900 þúsund hlustendur, þannig að þetta springur bara í loft upp. Að vera settur inn á svona lista er partur af samningnum mínum – plötufyrirtækið mitt er í sambandi við Spotify og sendir lög eftir mig inn á svona lista. En það er gífurlegur heiður fyrir mig að vera þarna.“ Og þessi mikla spilun gerir það að verkum að hann getur lagt listina fyrir sig. „Ég er það heppinn að geta gert þetta að vinnu – þetta er skemmtilegasta vinna sem hægt er að vinna.“ Í febrúar kom út platan ventures og segist Magnús vera hægt og rólega vera að vinna að þeirri næstu. Í kvöld kemur hann svo fram á sínum fyrstu tónleikum hérlendis – þeir fara fram klukkan 22 á Prikinu. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Sjá meira
Mt. fujitive nefnist vinsæll listamaður á Spotify og er flokkaður undir svokallað Lo-fi, þægilega og lágstemmda instrúmental tónlist. Hann er með milljón hlustendur á mánuði og er á nokkrum stórum lagalistum streymisveitunnar. Hann er líka Íslendingur og heitir Magnús Valur Willemsson Verheul. „Ég og félagar mínir sem erum að gera svipaða tónlist köllum þetta lyftutónlist. Maður getur bara slappað af – hangið í sófanum, lært, lesið, gert eitthvað heima hjá sér í algjörri afslöppun. Þetta er mjög hlutlaus tónlist, þetta er ekki flókið né eru neinar raddir þarna sem pirra mann – þetta er bara taktur með flottu undirlagi,“ segir Magnús beðinn að lýsa þessari tónlist sem hittir svona í mark hjá hlustendum. Magnús segist hafa byrjað að gera þessa tegund af músík sirka árið 2014, en raunar alltaf verið í kringum tónlist frá blautu barnsbeini, spilað á bassa og verið í hljómsveitum í skóla. „Ég byrjaði að fikta með tónlistarforrit í kringum 2014 og byrjaði að hlusta á þá sem kynntu mig þessa senu fyrir mér. Ég datt inn á svona músík á Soundcloud og hugsaði bara: „Holy shit, þetta er nice.“ Ég fór mjög mikið að hlusta á mismunandi svona listamenn og reyndi að melta hvaðan þessi hljóð koma. Það tók mig alveg sirka tvö góð ár af stöðugri vinnu að fá rétta „sándið“: hvaða sömpl ætti að nota og hvernig trommur. Þannig að það tók mig alveg svolítinn tíma að koma mér upp þessum hljómi sem ég er með núna.“ Árið 2016 kom út fyrsta smáskífan frá mt. fujitive og fljótlega eftir það fóru hlutirnir að gerast. „Einn daginn fæ ég skilaboð á Facebook frá einhverjum Þjóðverja sem býður mér að skrifa undir samning um stafræna dreifingu á efninu mínu – Spotify, iTunes og allt það. Ég segi náttúrulega: „Já, auðvitað,“ og þaðan fer snjóboltinn að rúlla og hefur stækkað rosa mikið á stuttum tíma.“ Tónlist eftir hann er sú íslenska tónlist sem flestir hafa streymt, að minnsta kosti á Spotify, þar sem hann er með fleiri mánaðarlega hlustendur en sjálf Sigur Rós og vinsælasta lagið hans hefur verið spilað um 10 milljón sinnum. „Já, það er mesta ruglið – ég klóra mér bara í hausnum þegar ég sé þetta,“ segir Magnús hlæjandi þegar blaðamaður nefnir þessar geysilega háu tölur við hann. „Ég er á nokkrum svona „official“ Spotify lagalistum sem eru tileinkaðir svipaðri tónlist og ég er að gera. Það er auðvitað alveg ruglað – það er einn svona lagalisti með 900 þúsund hlustendur, þannig að þetta springur bara í loft upp. Að vera settur inn á svona lista er partur af samningnum mínum – plötufyrirtækið mitt er í sambandi við Spotify og sendir lög eftir mig inn á svona lista. En það er gífurlegur heiður fyrir mig að vera þarna.“ Og þessi mikla spilun gerir það að verkum að hann getur lagt listina fyrir sig. „Ég er það heppinn að geta gert þetta að vinnu – þetta er skemmtilegasta vinna sem hægt er að vinna.“ Í febrúar kom út platan ventures og segist Magnús vera hægt og rólega vera að vinna að þeirri næstu. Í kvöld kemur hann svo fram á sínum fyrstu tónleikum hérlendis – þeir fara fram klukkan 22 á Prikinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Sjá meira