Lífið

Þrjár kynslóðir fengu sér tattú saman: "Langamman var auðvitað mesti töffarinn“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Falleg tattú á fallegu fólki.
Falleg tattú á fallegu fólki. Mynd/Nína Dögg Filippusdóttir
„Þetta tók mjög stuttan tíma. Langamman var auðvitað mesti töffarinn,“ segir Þórunn Erna Clausen söng- og leikkona um tattú sem hún og stjúpdóttir hennar, Kristín María Brink fengu sér ásamt Nínu Dögg Filippusdóttir, leikkonu sem er föðursystir stjúpdóttur Þórunnar Ernu. Með í för var amma Nínu og langamma Kristínar, Sólveig Guðlaugsdóttir.

„3 kynslóðir fengu sér tattoo saman í dag,“ skrifar Nína Dögg á Facebook þar sem hún birtir mynd af tattúunum sem þær fengu sér, lítil hjörtu. Aðspurð um hvert tilefnið hafi verið segir Þórunn að það hafi eiginlega ekki verið neitt.

„Þetta var bara hugmynd sem kom upp þegar við fórum í stelpnaferð,“ segir Þórunn. „Þetta er eitt lítið hjarta sem tengir okkur saman.“










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.