Rosengård, með Glódísi Perlu Viggósdóttur í hjarta varnarinnar, eru í vandræðum eftir fyrri leikinn gegn Slavia Prag í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Rosengård tapaði heimaleiknum í kvöld 3-2 en Glódís Perla spilaði allan leikinn í vörn Rosengård. Leikið var í Malmö.
Slavia komst yfir á fjórtándu mínútu áður en hin norska Lisa-Marie Utland jafnaði átta mínútum síðar.
Aftur komust getsirnir yfir fyrir hlé en í upphafi síðari hálfeliks jafnaði hin magnaða Anja Mittag metin.
Gestirnir frá Prag skoruðu þó sigurmarkið á 57. mínútu og lokatölur 3-2 sigur Slavia. Erfitt verkefni bíður Rosengård í síðari leiknum.
Erfið staða hjá Glódísi
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho
Enski boltinn

Eddie Jordan látinn
Formúla 1



Sjö leikmenn Íslands á hálum ís
Fótbolti


