Aukatónleikarnir verða því daginn eftir fyrri tónleikana sem seldist upp á á einungis um tveimur og hálfum tímum.
Á þeim tíma seldust tæplega þrjátíu þúsund miðar á tónleika Bretans sem fara fram 10. ágúst. Þegar uppselt var á þá tónleika þurfti Sena Live að vísa frá um 18 þúsund manns úr stafrænni röð og því var sterkur grundvöllur fyrir aukatónleikum.
Miðasalan á aukatónleikana hefst klukkan níu á föstudagsmorgun og fer hún aftur fram inni á vefsíðunni Tix.is/ED.
Í boði eru fjögur verðsvæði:
- Standandi: 15.990 kr. (stæði)
- Sitjandi C: 19.990 kr. (græn hólf á mynd)
- Sitjandi B: 24.990 kr. (blá hólf á mynd)
- Sitjandi A: 29.990 kr. (rauð hólf á mynd)
Sjá mynd af svæðinu hér að neðan:

Ed Sheeran er fæddur árið 1991 í Halifax í Bretlandi. Hann vakti fyrst athygli árið 2011 þegar hann gaf út plötuna No. 5 og eftir það þá fór ferillinn hans á flug.
Sheeran hefur selt yfir 26 milljónir platna en tónleikar hans eru í raun það sem hann er hvað þekktastur fyrir.
Fyrr í sumar gaf hann út myndband af tónleikum sínum á Wembley í London þar sem myndaðist mögnuð stemning. Hér að neðan má sjá myndbandið en í því stígur hann á stokk með Ítalanum Andrea Bocelli.