Bara fluga leyfð í Soginu 2019 Karl Lúðvíksson skrifar 2. október 2018 10:29 Mynd: SVFR Sogið á sér marga unnendur og er eitt af þeim veiðisvæðum sem hafa verið nokkuð á milli tannana á veiðimönnum þetta tímabilið. Það hefur verið nokkðu fjallað um atvik þar sem veiðimenn sem voru við veiðar Bíldsfellsmeginn óðu langt út í ána og veiddu veiðistaðinn Frúarstein sem tilheyrir Ásgarði. Ekki nóg með að um augljóst brot á veiðireglum sé um að ræða heldur var verið að spúna en Ásgarður er eins og veiðimenn þekkja aðeins veitt með flugu. Stjórn SVFR hefur greinilega tekið á málinu því eftirfarandi tilkynningu er að finna á vef félagsins."Á stjórnarfundi Stangaveiðifélags Reykjavíkur síðastliðinn miðvikudag var samþykkt einróma að spúnn yrði bannaður í Soginu frá og með sumrinu 2019.Vegna lélegrar veiði í Soginu 2017, var tekin sú ákvörðun að bannað yrði að veiða á maðk og að öllum laxi skildi sleppt, frá og með sumrinu 2019 verður skrefið tekið að fullu og spúnninn tekinn upp líka. Núverandi stjórn félagsins hefur ekki látið sitt eftir liggja í aðgerðum sem viðkoma veiðisvæðum í Soginu og meðal annars var tekið fyrir vorveiði í Soginu í ár, og var það gert meðal annars til þess að vernda hrygningastöðvar í ánni. Einnig var farið í aðgerðir með Landsvirkjun um að jafna rennsli Sogsins til að sporna við rennslisveiflum.Í kjölfarið á því að spúnn verður bannaður í Bíldsfelli verður farið í það sérstaklega að ná sátt um vaðleiðir í Soginu sem hafa verið mikið til umfjöllunar síðastliðna daga og vikur, en einhver venja virðist hafa skapast í áranna rás um það hvernig menn veiða Sogið, en nú verður tekið það skref að ná sátt með veiðirétthöfum um hvar megi og hvar megi ekki vaða í Soginu til þess að veiða ákveðna staði.Það er þó að frétta úr Bíldsfelli að fínasta veiði var þar í sumar og náðust um 150 laxar á land, þó svo að það séu ekki staðfestar tölur. Einnig stefnir í það að netin fari ekkert niður næsta sumar og ætti því enn að bætast í göngur upp í allt veiðisvæði Sogsins." Mest lesið Lax eða sjóbirtingur? Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Fékk 20 laxa á einum degi þar af fjóra yfir 20 pund Veiði Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði Vesturröst kynnir nýja línu í veiðivörum frá Airflo Veiði Mikið rætt um verðhækkanir veiðileyfa Veiði 110 sm lax úr Laxá í Aðaldal í morgun Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði
Sogið á sér marga unnendur og er eitt af þeim veiðisvæðum sem hafa verið nokkuð á milli tannana á veiðimönnum þetta tímabilið. Það hefur verið nokkðu fjallað um atvik þar sem veiðimenn sem voru við veiðar Bíldsfellsmeginn óðu langt út í ána og veiddu veiðistaðinn Frúarstein sem tilheyrir Ásgarði. Ekki nóg með að um augljóst brot á veiðireglum sé um að ræða heldur var verið að spúna en Ásgarður er eins og veiðimenn þekkja aðeins veitt með flugu. Stjórn SVFR hefur greinilega tekið á málinu því eftirfarandi tilkynningu er að finna á vef félagsins."Á stjórnarfundi Stangaveiðifélags Reykjavíkur síðastliðinn miðvikudag var samþykkt einróma að spúnn yrði bannaður í Soginu frá og með sumrinu 2019.Vegna lélegrar veiði í Soginu 2017, var tekin sú ákvörðun að bannað yrði að veiða á maðk og að öllum laxi skildi sleppt, frá og með sumrinu 2019 verður skrefið tekið að fullu og spúnninn tekinn upp líka. Núverandi stjórn félagsins hefur ekki látið sitt eftir liggja í aðgerðum sem viðkoma veiðisvæðum í Soginu og meðal annars var tekið fyrir vorveiði í Soginu í ár, og var það gert meðal annars til þess að vernda hrygningastöðvar í ánni. Einnig var farið í aðgerðir með Landsvirkjun um að jafna rennsli Sogsins til að sporna við rennslisveiflum.Í kjölfarið á því að spúnn verður bannaður í Bíldsfelli verður farið í það sérstaklega að ná sátt um vaðleiðir í Soginu sem hafa verið mikið til umfjöllunar síðastliðna daga og vikur, en einhver venja virðist hafa skapast í áranna rás um það hvernig menn veiða Sogið, en nú verður tekið það skref að ná sátt með veiðirétthöfum um hvar megi og hvar megi ekki vaða í Soginu til þess að veiða ákveðna staði.Það er þó að frétta úr Bíldsfelli að fínasta veiði var þar í sumar og náðust um 150 laxar á land, þó svo að það séu ekki staðfestar tölur. Einnig stefnir í það að netin fari ekkert niður næsta sumar og ætti því enn að bætast í göngur upp í allt veiðisvæði Sogsins."
Mest lesið Lax eða sjóbirtingur? Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Fékk 20 laxa á einum degi þar af fjóra yfir 20 pund Veiði Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði Vesturröst kynnir nýja línu í veiðivörum frá Airflo Veiði Mikið rætt um verðhækkanir veiðileyfa Veiði 110 sm lax úr Laxá í Aðaldal í morgun Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði