Tilgangsleysi Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 3. október 2018 07:00 Ein af frumþörfum mannsins er að hafa tilgang með lífi sínu. Einn þekktasti maður í Reykjavík á tuttugustu öld var séra Friðrik Friðriksson, stofnandi KFUM/K. Hann þótti allra manna skemmtilegastur og laus við helgislepju, mannþekkjari sem breytti eftir orðum meistarans: Þann, sem til mín kemur, mun ég alls ekki burt reka. Ég rakst á ævisöguþætti frá árinu 1927 sem Friðrik skrifaði í blaðið Vísi. Þar lýsir hann á opinskáan hátt svo að mörgum hlýtur að hafa brugðið hvernig hann hafi sem ungur maður ekki viljað lifa lengur í ljósi vonbrigða sem hann hafi orðið fyrir. Þá hafi hann tekið upp á því að svalla til að drekkja sorgum sínum. „Ég fór niður á Hótel Ísland og pantaði toddý og drakk hvert glasið á fætur öðru. Mér þótti bragðið hræðilega slæmt, en ætlaði mér að verða fullur, og mér tókst það.“ Honum fannst lífið óbærilegt og þráði dauðann: „Ég fann ráð til að stytta lífið án þess að nokkurn renndi í grun að það væri af eigin völdum.“ Hann lagði af stað í upphafi árs, kvaddi vini og kunningja afar vel og spurður út í ferðalagið ansaði hann: Ég ætla lengra en til Vestmannaeyja og styttra en til Færeyja. En atvik kom upp á skipinu sem olli því að Friðrik hvarf frá áformum sínum er hann kynntist öðrum manni sem var í miklum raunum og Friðrik fann innra með sér þá náðargjöf að vera góður hlustandi og gleðina yfir því að verða öðrum að gagni. Fullyrða má að Friðrik hafi fundið tilgang lífsins m.a. með fórnfúsri þjónustu við ungt fólk í Reykjavík sem átti eftir að verða mörgum til góðs, sumum til bjargar. Var sr. Friðrik hamingjusamur? Það veit ég ekki, en hann varð gæfumaður, enda gjöf inn í líf margra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Ein af frumþörfum mannsins er að hafa tilgang með lífi sínu. Einn þekktasti maður í Reykjavík á tuttugustu öld var séra Friðrik Friðriksson, stofnandi KFUM/K. Hann þótti allra manna skemmtilegastur og laus við helgislepju, mannþekkjari sem breytti eftir orðum meistarans: Þann, sem til mín kemur, mun ég alls ekki burt reka. Ég rakst á ævisöguþætti frá árinu 1927 sem Friðrik skrifaði í blaðið Vísi. Þar lýsir hann á opinskáan hátt svo að mörgum hlýtur að hafa brugðið hvernig hann hafi sem ungur maður ekki viljað lifa lengur í ljósi vonbrigða sem hann hafi orðið fyrir. Þá hafi hann tekið upp á því að svalla til að drekkja sorgum sínum. „Ég fór niður á Hótel Ísland og pantaði toddý og drakk hvert glasið á fætur öðru. Mér þótti bragðið hræðilega slæmt, en ætlaði mér að verða fullur, og mér tókst það.“ Honum fannst lífið óbærilegt og þráði dauðann: „Ég fann ráð til að stytta lífið án þess að nokkurn renndi í grun að það væri af eigin völdum.“ Hann lagði af stað í upphafi árs, kvaddi vini og kunningja afar vel og spurður út í ferðalagið ansaði hann: Ég ætla lengra en til Vestmannaeyja og styttra en til Færeyja. En atvik kom upp á skipinu sem olli því að Friðrik hvarf frá áformum sínum er hann kynntist öðrum manni sem var í miklum raunum og Friðrik fann innra með sér þá náðargjöf að vera góður hlustandi og gleðina yfir því að verða öðrum að gagni. Fullyrða má að Friðrik hafi fundið tilgang lífsins m.a. með fórnfúsri þjónustu við ungt fólk í Reykjavík sem átti eftir að verða mörgum til góðs, sumum til bjargar. Var sr. Friðrik hamingjusamur? Það veit ég ekki, en hann varð gæfumaður, enda gjöf inn í líf margra.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun