Andið eðlilega hlýtur áhorfendaverðlaun í Aþenu og Sydney Stefán Árni Pálsson skrifar 3. október 2018 12:30 Kristín Þóra leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Andið eðlilega. Andið eðlilega í leikstjórn Ísoldar Uggadóttir hlaut áhorfendaverðlaun alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Aþenu um síðastliðna helgi. Viðfangsefni myndarinnar er Grikkjum hugleikið enda sækir mikiil fjöldi flóttamanna til Grikklands á ári hverju, á leið sinni til Evrópu frá miðausturlöndum. Umsækjendur um alþjóðlega vernd eru orðnir yfir milljón talsins þar í landi, og dvelja menn, konur og börn við ærið misjöfn kjör. Andið eðlilega var frumsýnd á Sundance hátíðinni í janúar þar sem hún vann leikstjórnarverðlaun hátíðarinnar. Aðalleikonan vinnur til verðlauna Frá Sundance hefur myndin verið á ferð um allan heim. Nýlega vann hún einnig til áhorfendaverðlauna í Sydney Ástralíu og þá hlaut aðalleikonan, Kristín Þóra Haraldsdóttir verðlaun sem besta leikkonan á kvikmyndahátíð í Lissabon, Portúgal. Andið eðlilega hlaut einnig aðalverðlaun dómnefndar í Færeyjum í síðasta mánuði, á kvikmyndahátíðinni the Faroe Islands Minority Fiim Festival. Verðlaunin í Grikklandi er þau sjöundu sem Andið eðlilega hlýtur. Næst heldur leikstjórinn til Hamptons Í Bandaríkjum þar sem myndin keppir til verðlauna í flokki sem nefnist Conflict and resolution. Framundan eru einnig boð á kvikmyndahátíðir í Rússlandi, Kúrdistan, Indlandi, Hollandi, Þýsklandi og víðar og er hún í almennum sýningum í kvikmyndahúsum Svíþjóðar um þessar mundir. Menning Tengdar fréttir Andið eðlilega: Kraftur og einlægni í náttúrulegum umbúðum Andið eðlilega er fallega sögð saga um fólk sem er á sinn hátt einangrað, með vonina tæpa og þráir betra líf en aðstæður bjóða upp á, þó ekki nema bara skárri morgundag. 15. mars 2018 12:30 Ísold vann til verðlauna á Sundance-kvikmyndahátíðinni Íslenski leikstjórinn hlaut verðlaun sem besti leikstjórinn. 28. janúar 2018 07:50 Andið eðlilega hlýtur alþjóðleg gagnrýnendaverðlaun á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg Í umsögn dómnefndar um Andið eðlilega segir að alþjóðlegu gagnrýnendaverðlaunin hljóti að þessu sinni kvikmynd sem fáist við þann risastóra vanda sem fólksflutningar yfir landamæri í Evrópulöndum og víðar séu. 3. febrúar 2018 22:58 „Það erfiðasta sem ég hef gert“ Leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir fer á kostum í kvikmyndinni Lof mér að falla en þar leikur hún sprautufíkil sem hefur misst öll tök á lífi sínu. 27. september 2018 12:45 Mest lesið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Dagur og Ingunn hætt saman Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Andið eðlilega í leikstjórn Ísoldar Uggadóttir hlaut áhorfendaverðlaun alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Aþenu um síðastliðna helgi. Viðfangsefni myndarinnar er Grikkjum hugleikið enda sækir mikiil fjöldi flóttamanna til Grikklands á ári hverju, á leið sinni til Evrópu frá miðausturlöndum. Umsækjendur um alþjóðlega vernd eru orðnir yfir milljón talsins þar í landi, og dvelja menn, konur og börn við ærið misjöfn kjör. Andið eðlilega var frumsýnd á Sundance hátíðinni í janúar þar sem hún vann leikstjórnarverðlaun hátíðarinnar. Aðalleikonan vinnur til verðlauna Frá Sundance hefur myndin verið á ferð um allan heim. Nýlega vann hún einnig til áhorfendaverðlauna í Sydney Ástralíu og þá hlaut aðalleikonan, Kristín Þóra Haraldsdóttir verðlaun sem besta leikkonan á kvikmyndahátíð í Lissabon, Portúgal. Andið eðlilega hlaut einnig aðalverðlaun dómnefndar í Færeyjum í síðasta mánuði, á kvikmyndahátíðinni the Faroe Islands Minority Fiim Festival. Verðlaunin í Grikklandi er þau sjöundu sem Andið eðlilega hlýtur. Næst heldur leikstjórinn til Hamptons Í Bandaríkjum þar sem myndin keppir til verðlauna í flokki sem nefnist Conflict and resolution. Framundan eru einnig boð á kvikmyndahátíðir í Rússlandi, Kúrdistan, Indlandi, Hollandi, Þýsklandi og víðar og er hún í almennum sýningum í kvikmyndahúsum Svíþjóðar um þessar mundir.
Menning Tengdar fréttir Andið eðlilega: Kraftur og einlægni í náttúrulegum umbúðum Andið eðlilega er fallega sögð saga um fólk sem er á sinn hátt einangrað, með vonina tæpa og þráir betra líf en aðstæður bjóða upp á, þó ekki nema bara skárri morgundag. 15. mars 2018 12:30 Ísold vann til verðlauna á Sundance-kvikmyndahátíðinni Íslenski leikstjórinn hlaut verðlaun sem besti leikstjórinn. 28. janúar 2018 07:50 Andið eðlilega hlýtur alþjóðleg gagnrýnendaverðlaun á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg Í umsögn dómnefndar um Andið eðlilega segir að alþjóðlegu gagnrýnendaverðlaunin hljóti að þessu sinni kvikmynd sem fáist við þann risastóra vanda sem fólksflutningar yfir landamæri í Evrópulöndum og víðar séu. 3. febrúar 2018 22:58 „Það erfiðasta sem ég hef gert“ Leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir fer á kostum í kvikmyndinni Lof mér að falla en þar leikur hún sprautufíkil sem hefur misst öll tök á lífi sínu. 27. september 2018 12:45 Mest lesið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Dagur og Ingunn hætt saman Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Andið eðlilega: Kraftur og einlægni í náttúrulegum umbúðum Andið eðlilega er fallega sögð saga um fólk sem er á sinn hátt einangrað, með vonina tæpa og þráir betra líf en aðstæður bjóða upp á, þó ekki nema bara skárri morgundag. 15. mars 2018 12:30
Ísold vann til verðlauna á Sundance-kvikmyndahátíðinni Íslenski leikstjórinn hlaut verðlaun sem besti leikstjórinn. 28. janúar 2018 07:50
Andið eðlilega hlýtur alþjóðleg gagnrýnendaverðlaun á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg Í umsögn dómnefndar um Andið eðlilega segir að alþjóðlegu gagnrýnendaverðlaunin hljóti að þessu sinni kvikmynd sem fáist við þann risastóra vanda sem fólksflutningar yfir landamæri í Evrópulöndum og víðar séu. 3. febrúar 2018 22:58
„Það erfiðasta sem ég hef gert“ Leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir fer á kostum í kvikmyndinni Lof mér að falla en þar leikur hún sprautufíkil sem hefur misst öll tök á lífi sínu. 27. september 2018 12:45