Áhrifavaldar María Bjarnadóttir skrifar 5. október 2018 07:00 Mínir helstu áhrifavaldar eru foreldrar mínir. Þau töldu mér snemma trú um að ég gæti allt sem ég vildi. Þetta var að vissu leyti villandi. Ég er til dæmis ekki aðalritari Sameinuðu þjóðanna eins og ég óskaði mér að verða þegar ég var 8 ára. Ég hef heldur aldrei verið Fjallkonan á 17. júní þó ég hafi einu sinni hagað mér þannig í veislu sem ég stýrði. En ég kvarta ekki yfir þessum áhrifum, enda svo vel upp alin. Áhrifavaldar í lífi barna eru auðvitað fleiri en foreldrarnir. Sumir snerta líf þeirra með beinum hætti og aðrir eru fyrirmyndir, innblástur eða andhetjur. Foreldrar hafa í margar kynslóðir haft áhyggjur af áhrifamætti dægurmenningarstjarna á börn. Núna hafa bæst við raunveruleikastjörnur, í sjónvarpsþáttum og á samfélagsmiðlum. Ég fylgist oft með áhrifavöldum á samfélagsmiðlum þó ég hafi aldrei þrifið með ediki. Þau eru ekki að veita innsýn í alla þætti lífs síns í hreinu góðgerðarskyni. Þau hafa af því einhvern hag. Í markaðsvæddu nútímasamfélagi er hagurinn oft fjárhagslegur; #kostun, #samstarf, #ad. Það getur bara verið hið besta mál. Það er þó stundum erfitt að horfa upp á umfjöllun áhrifavalda um börnin sín. Það virðist jafnvel gleymast að börn eru ekki framlenging af foreldrum sínum. Þau eru einstaklingar sem eiga sjálfstæðan rétt á friðhelgi. Auðvitað vilja foreldrar deila ýmsu um börnin sín. Áhrifavaldar eins og aðrir foreldrar. Það réttlætir þó ekki að deila öllum smáatriðum í lífi barna með öllum sem hafa áhuga á að sjá, óháð því hvort foreldrarnir, áhrifavaldarnir, hafi fengið kostun á viðburðinn. Áhrifavaldar þurfa að gæta að áhrifum sínum, heima og heiman. Annars er kannski Neytendastofu að mæta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun
Mínir helstu áhrifavaldar eru foreldrar mínir. Þau töldu mér snemma trú um að ég gæti allt sem ég vildi. Þetta var að vissu leyti villandi. Ég er til dæmis ekki aðalritari Sameinuðu þjóðanna eins og ég óskaði mér að verða þegar ég var 8 ára. Ég hef heldur aldrei verið Fjallkonan á 17. júní þó ég hafi einu sinni hagað mér þannig í veislu sem ég stýrði. En ég kvarta ekki yfir þessum áhrifum, enda svo vel upp alin. Áhrifavaldar í lífi barna eru auðvitað fleiri en foreldrarnir. Sumir snerta líf þeirra með beinum hætti og aðrir eru fyrirmyndir, innblástur eða andhetjur. Foreldrar hafa í margar kynslóðir haft áhyggjur af áhrifamætti dægurmenningarstjarna á börn. Núna hafa bæst við raunveruleikastjörnur, í sjónvarpsþáttum og á samfélagsmiðlum. Ég fylgist oft með áhrifavöldum á samfélagsmiðlum þó ég hafi aldrei þrifið með ediki. Þau eru ekki að veita innsýn í alla þætti lífs síns í hreinu góðgerðarskyni. Þau hafa af því einhvern hag. Í markaðsvæddu nútímasamfélagi er hagurinn oft fjárhagslegur; #kostun, #samstarf, #ad. Það getur bara verið hið besta mál. Það er þó stundum erfitt að horfa upp á umfjöllun áhrifavalda um börnin sín. Það virðist jafnvel gleymast að börn eru ekki framlenging af foreldrum sínum. Þau eru einstaklingar sem eiga sjálfstæðan rétt á friðhelgi. Auðvitað vilja foreldrar deila ýmsu um börnin sín. Áhrifavaldar eins og aðrir foreldrar. Það réttlætir þó ekki að deila öllum smáatriðum í lífi barna með öllum sem hafa áhuga á að sjá, óháð því hvort foreldrarnir, áhrifavaldarnir, hafi fengið kostun á viðburðinn. Áhrifavaldar þurfa að gæta að áhrifum sínum, heima og heiman. Annars er kannski Neytendastofu að mæta.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun