Sónar Reykjavík kynnir tuttugu fyrstu listamenn hátíðarinnar Stefán Árni Pálsson skrifar 5. október 2018 12:30 Sjöunda Sónar Reykjavík tónlistarhátíðin verður í apríl. Breska rappvalkyrjan Little Simz er á leiðinni til Íslands mun ásamt Jon Hopkins, sem er á hátindi ferils síns eftir útgáfu breiðskífunnar Singularity, einu stærsta nafni teknó tónlistarinnar fyrr og síðar, Richie Hawtin, og sómalsk-sænsku r&b prinsessunni Cherrie, sem er springa út í Skandinavíu og víðar í Evrópu, koma fram á sjöundu Sónar tónlistarhátíðinni í Reykjavík - dagana 25.-27. apríl í Hörpu en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sónar Reykjavík. Einum aukadegi hefur verið bætt við hátíðina og verður hún því þriggja daga hátíð í stað tveggja daga. Alls er nú tilkynnt um tuttugu listamenn og hljómsveitir sem koma munu fram á Sónar Reykjavík 2019. Í tilkynningunni segir að boðið verði upp á það nýjasta og mest spennandi sem sé að gerast í íslensku tónlistarlífi á hátíðinni en JDFR, Exos, GDRN, ClubDub, SiGRÚN, DJ Margeir, kef LAVIK, Sólveig Matthildur og Þorgerður Jóhanna verða á meðal þeirra innlendu listamanna sem þar koma fram. Aðrir listamenn sem nú eru kynntir til leiks er tónlistarkonan og plötusnúður Fatima Al Qadiri frá Kuwait sem verður með „live show” á hátíðinni, Objekt frá Berlín sem kemur fram sem plötusnúður í bílakjallara Hörpu, dúóið Sinjin Hawke & Zora Jones sem gefa kyngimagnaða popptónlist sína út hjá hinu virta plötumerki Warp Records, sviss-nepalska tónlistarkonanan Aïsha Devi og experimental meistarinn Yves Tumor sem koma mun fram á Red Bull Music sviði hátíðarinnar í Norðurljósarsal Hörpu. Gert er ráð fyrir að alls muni rúmlega fimmtíu hljómsveitir og listamenn koma fram á Sónar Reykjavík 2019 á fjórum sviðum í Hörpu. Auk þess sem áfram verður boðið upp á SónarSpil, sérstaka dagskrá tengda upplifun, nýsköpun og tækni, ásamt fyrirlestrum og pallborðsumræðum samhliða tónlistardagskránni. Kynntar verða nýjar og spennandi viðbætur við dagskrá hátíðarinnar á næstu vikum og mánuðum. Miðasala á hátíðina er hafin á sonarreykjavik.com Listamenn sem nú eru kynntir til leiks: Jon Hopkins (UK) Richie Hawtin (CA) Little Simz (UK) Yves Tumor (US) Fatima Al Qadiri Live (KW) Cherrie (SE) Sinjin Hawke & Zora Jones Live AV (CA/AT) Objekt (DE) Aïsha Devi (CH) JDFR, GDRN, Exos, ClubDub, DJ Margeir, kef LAVIK, SiGRÚN, Sólveig, Matthildur Thorgerdur, Johanna. Sónar Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira
Breska rappvalkyrjan Little Simz er á leiðinni til Íslands mun ásamt Jon Hopkins, sem er á hátindi ferils síns eftir útgáfu breiðskífunnar Singularity, einu stærsta nafni teknó tónlistarinnar fyrr og síðar, Richie Hawtin, og sómalsk-sænsku r&b prinsessunni Cherrie, sem er springa út í Skandinavíu og víðar í Evrópu, koma fram á sjöundu Sónar tónlistarhátíðinni í Reykjavík - dagana 25.-27. apríl í Hörpu en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sónar Reykjavík. Einum aukadegi hefur verið bætt við hátíðina og verður hún því þriggja daga hátíð í stað tveggja daga. Alls er nú tilkynnt um tuttugu listamenn og hljómsveitir sem koma munu fram á Sónar Reykjavík 2019. Í tilkynningunni segir að boðið verði upp á það nýjasta og mest spennandi sem sé að gerast í íslensku tónlistarlífi á hátíðinni en JDFR, Exos, GDRN, ClubDub, SiGRÚN, DJ Margeir, kef LAVIK, Sólveig Matthildur og Þorgerður Jóhanna verða á meðal þeirra innlendu listamanna sem þar koma fram. Aðrir listamenn sem nú eru kynntir til leiks er tónlistarkonan og plötusnúður Fatima Al Qadiri frá Kuwait sem verður með „live show” á hátíðinni, Objekt frá Berlín sem kemur fram sem plötusnúður í bílakjallara Hörpu, dúóið Sinjin Hawke & Zora Jones sem gefa kyngimagnaða popptónlist sína út hjá hinu virta plötumerki Warp Records, sviss-nepalska tónlistarkonanan Aïsha Devi og experimental meistarinn Yves Tumor sem koma mun fram á Red Bull Music sviði hátíðarinnar í Norðurljósarsal Hörpu. Gert er ráð fyrir að alls muni rúmlega fimmtíu hljómsveitir og listamenn koma fram á Sónar Reykjavík 2019 á fjórum sviðum í Hörpu. Auk þess sem áfram verður boðið upp á SónarSpil, sérstaka dagskrá tengda upplifun, nýsköpun og tækni, ásamt fyrirlestrum og pallborðsumræðum samhliða tónlistardagskránni. Kynntar verða nýjar og spennandi viðbætur við dagskrá hátíðarinnar á næstu vikum og mánuðum. Miðasala á hátíðina er hafin á sonarreykjavik.com Listamenn sem nú eru kynntir til leiks: Jon Hopkins (UK) Richie Hawtin (CA) Little Simz (UK) Yves Tumor (US) Fatima Al Qadiri Live (KW) Cherrie (SE) Sinjin Hawke & Zora Jones Live AV (CA/AT) Objekt (DE) Aïsha Devi (CH) JDFR, GDRN, Exos, ClubDub, DJ Margeir, kef LAVIK, SiGRÚN, Sólveig, Matthildur Thorgerdur, Johanna.
Sónar Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira