Notum bara það nýjasta og ferskasta Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. október 2018 10:00 Hjónin Magnús og Ragnheiður, ásamt sonum sínum Guðmundi og Hauki. Öll eru þau samtaka í að gera vel við gesti sína í Tjöruhúsinu, sem þau tóku við árið 2004. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Heimamenn á Ísafirði fara með gesti sína í mat á Tjöruhúsið, túristar lesa lofsamlegar umsagnir um staðinn á netinu og láta ekki hjá líða að gera eigin bragðprufur þegar þeir eiga leið um. Því er Tjöruhúsið tvísett öll kvöld yfir sumartímann. Það er fjölskylda sem rekur Tjöruhúsið. Magnús Hauksson og Ragnheiður Halldórsdóttir tóku þar við rekstri árið 2004, sem þá hafði verið í formi kaffi- og vöfflusölu, og þau bættu hádegismat við en höfðu einungis opið yfir sumarmánuðina fyrstu tvö árin. Nú er opið frá páskum út október og þrjú börn þeirra hjóna, Haukur, Salóme og Guðmundur, hafa tekið við stjórninni. Salóme sér um skipulag og gestamóttökur, Haukur um daglegan rekstur, bókanir og stefnumótun og Guðmundur er innkaupastjóri og kokkur, ásamt föður sínum. Foreldrarnir leggja hönd á plóg líka, enda annríki mikið, einkum yfir sumartímann. „Þetta er fimmtánda sumarið okkar en við erum að eldast,“ segir Magnús. Innanstokks er allt í fornum stíl eins og vera ber. „Við vorum með veitingastað hér við höfnina áður, sem hét Sjómannastofan, það er að vísu langt síðan, 1987 til 1993. Seinna var Maggi beðinn að taka þetta að sér,“ lýsir Ragnheiður. „Þá var þetta bara í mýflugumynd,“ segir Magnús. „Þetta var sumarstaður, það var erfitt að fá fólk til að vinna og Ísafjarðarbær bauð 150 þúsund króna meðgjöf með rekstrinum.“ „Ég sagði nei fyrst,“ segir Ragnheiður. Við áttum þá lítil börn og þetta er svo mikil vinna. En Maggi bað svo fallega, „geerðu það“, þá sagði ég já! Svo voru börnin hlaupandi hér um og þau vaxa ekkert upp úr því.“ Kolapannan með kartöflum og salati komin á borð úti á stétt á milli húsanna fjögurra sem tilheyra Neðstakaupstað. Fiskurinn er aðalhráefnið í matargerðinni að sögn Ragnheiðar. „Ég sagði við Magga að við skyldum bara hafa fisk. Þegar við rákum Sjómannastofuna með alls kyns mat, þá voru 97% allra útlendinga sem völdu fisk.“ Eru fastir réttir? „Nei, það er breytilegt frá degi til dags og fer algerlega eftir því hvað kemur upp úr sjónum. Við notum bara það nýjasta og ferskasta,“ segir Magnús. „Maggi sér um löndun hér og veit alveg hvernig fiskur á að vera. Hann þekkir hvað er best. Keypti til dæmis gríðarlega fallegan kola í gær,“ segir Ragnheiður. „Svo erum við mjög heppin að vera með svona ungan mann í eldhúsinu eins og Guðmund, hann kemur með nýjar hugmyndir að matreiðslu, því maður staðnar með aldrinum. Hann er búinn að þróa ýmsa rétti. Þetta er í raun hlaðborð á kvöldin með sjö til ellefu tegundum, plús meðlæti, og við erum með tvísett í salnum í þrjá mánuði á sumrin.“ Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Heimamenn á Ísafirði fara með gesti sína í mat á Tjöruhúsið, túristar lesa lofsamlegar umsagnir um staðinn á netinu og láta ekki hjá líða að gera eigin bragðprufur þegar þeir eiga leið um. Því er Tjöruhúsið tvísett öll kvöld yfir sumartímann. Það er fjölskylda sem rekur Tjöruhúsið. Magnús Hauksson og Ragnheiður Halldórsdóttir tóku þar við rekstri árið 2004, sem þá hafði verið í formi kaffi- og vöfflusölu, og þau bættu hádegismat við en höfðu einungis opið yfir sumarmánuðina fyrstu tvö árin. Nú er opið frá páskum út október og þrjú börn þeirra hjóna, Haukur, Salóme og Guðmundur, hafa tekið við stjórninni. Salóme sér um skipulag og gestamóttökur, Haukur um daglegan rekstur, bókanir og stefnumótun og Guðmundur er innkaupastjóri og kokkur, ásamt föður sínum. Foreldrarnir leggja hönd á plóg líka, enda annríki mikið, einkum yfir sumartímann. „Þetta er fimmtánda sumarið okkar en við erum að eldast,“ segir Magnús. Innanstokks er allt í fornum stíl eins og vera ber. „Við vorum með veitingastað hér við höfnina áður, sem hét Sjómannastofan, það er að vísu langt síðan, 1987 til 1993. Seinna var Maggi beðinn að taka þetta að sér,“ lýsir Ragnheiður. „Þá var þetta bara í mýflugumynd,“ segir Magnús. „Þetta var sumarstaður, það var erfitt að fá fólk til að vinna og Ísafjarðarbær bauð 150 þúsund króna meðgjöf með rekstrinum.“ „Ég sagði nei fyrst,“ segir Ragnheiður. Við áttum þá lítil börn og þetta er svo mikil vinna. En Maggi bað svo fallega, „geerðu það“, þá sagði ég já! Svo voru börnin hlaupandi hér um og þau vaxa ekkert upp úr því.“ Kolapannan með kartöflum og salati komin á borð úti á stétt á milli húsanna fjögurra sem tilheyra Neðstakaupstað. Fiskurinn er aðalhráefnið í matargerðinni að sögn Ragnheiðar. „Ég sagði við Magga að við skyldum bara hafa fisk. Þegar við rákum Sjómannastofuna með alls kyns mat, þá voru 97% allra útlendinga sem völdu fisk.“ Eru fastir réttir? „Nei, það er breytilegt frá degi til dags og fer algerlega eftir því hvað kemur upp úr sjónum. Við notum bara það nýjasta og ferskasta,“ segir Magnús. „Maggi sér um löndun hér og veit alveg hvernig fiskur á að vera. Hann þekkir hvað er best. Keypti til dæmis gríðarlega fallegan kola í gær,“ segir Ragnheiður. „Svo erum við mjög heppin að vera með svona ungan mann í eldhúsinu eins og Guðmund, hann kemur með nýjar hugmyndir að matreiðslu, því maður staðnar með aldrinum. Hann er búinn að þróa ýmsa rétti. Þetta er í raun hlaðborð á kvöldin með sjö til ellefu tegundum, plús meðlæti, og við erum með tvísett í salnum í þrjá mánuði á sumrin.“
Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“