Lýsa yfir efasemdum vegna breytinga á Söngvakeppninni Birgir Olgeirsson skrifar 30. september 2018 08:47 Heimilistónar á sviði en hljómsveitin flutti lagið Kúst og fæjó sem komst í úrslit Söngvakeppninnar. Vísir/Andri Marinó Fjallað er um breytingar á Söngvakeppni Sjónvarpsins á Eurovision-vefnum ESCXTRA þar sem rætt er við þrjá álitsgjafa. Þeir eru heilt yfir nokkuð jákvæðir fyrir breytingunum en lýsa þó yfir nokkrum efasemdum. Breytingarnar á Söngvakeppni eru þær að lögunum hefur verið fækkað. Tíu lög verða valin inn í Söngvakeppnina í þetta skiptið, en voru áður tólf, og skiptast þau niður á tvö undankvöld. Aðeins tvö lög munu komast upp úr hverju undankvöldi og keppa til úrslita í Laugardalshöll 2. mars næstkomandi. Lögin gætu þó orðið fimm ef sérstök dómnefnd ákveður að fleyta einhverju lagi, sem ekki komst upp úr undankvöldunum, áfram í úrslitin.Hópurinn Fókus-hópurinn komst í úrslit Söngvakeppninnar í ár þar sem hann flutti lagið Battleline með miklum tilþrifum.Vísir/Andri MarinóLagahöfundar hafa frest til 22. október næstkomandi til að skila inn lagi. Ríkisútvarpið heldur Söngvakeppnina en það mun leita til reyndra og vinsælla lagahöfunda og biðja þá um að semja lög sérstaklega fyrir keppnina, ásamt því að velja úr innsendum lögum. ESCXTRA ræðir við Arnar Jónsson, sem tók þátt í Söngvakeppninni árið 2017 ásamt Rakel Pálsdóttur, Júlí Heiðar Halldórsson, sem átti lagið Í stormi sem hafnaði í öðru sæti í síðustu Söngvakeppni, og Eurovision-fræðinginn Laufey Helgu Guðmundsdóttur.Spenntur fyrir reyndum höfundum Arnar er þeirrar skoðunar að ákvörðun RÚV um að bjóða reyndum lagahöfundum að semja lög fyrir keppnina muni aðeins koma til með að bæta hana. „Svo lengi sem lögin þeirra þurfa að fara í gegnum sömu síu og lög annarra höfunda sem eru send inn í keppnina. Ég er spenntur fyrir því.“ Hann er ekki eins ánægður með ákvörðun RÚV að fækka lögunum í úrslitunum. „Ég veit það ekki. Ég er ekki sammála því, en kannski eru þau með eitthvað stórt upp í erminni.“Rakel Pálsdóttir og Arnar Jónsson fluttu lagið Til mín í Söngvakeppninni árið 2017.RUVVill breyta einvíginu Júlí Heiðar lýsir yfir nokkrum efasemdum með breytingarnar. „En vonandi breytist skoðun mín þegar við heyrum lögin. Þessar breytingar munu hafa áhrif á keppnina. Það eina sem ég myndi breyta þegar kemur að Söngvakeppninni er fyrirkomulag einvígisins,“ segir Júlí Heiðar. RÚV hefur haft þann háttinn á keppninni að á úrslitakvöldinu ráða stig áhorfenda og dómnefndar röðun laga. Þau tvö lög sem hljóta flestu samanlögðu stigin komast áfram í svokallað einvígi þar sem úrslitin ráðast í hreinni símakosningu. Í síðustu Söngvakeppni var mikil dramatík í einvíginu. Lag Júlí Heiðars var í efsta sæti fyrir einvígið, hafði hlotið flest samanlögð stig frá dómnefnd og áhorfendum. Lagið varð þó ekki framlag Íslendinga því Ari Ólafsson hafði betur í einvíginu með lagið Our Choice. „Ég er þeirrar skoðunar að atkvæðin í einvíginu eigi að bætast við stigin sem lögin fengu frá áhorfendum og dómnefndum fyrir einvígið. Ég ætla ekki að taka þátt í ár og mun ábyggilega taka mér frí frá Söngvakeppninni í einhvern tíma,“ segir Júlí Heiðar.Júlí Heiðar Halldórsson, lagahöfundur.Efins um fækkun laga Laufey Helga er einlægur aðdáandi Söngvakeppninnar en hún segist ánægð með að sjá viðleitini RÚV til að reyna að bæta keppnina. Hún segist ánægð með að leitað sé til reyndra lagahöfunda en er með efasemdir um ákvörðun RÚV að fækka lögum í úrslitunum. Hún ætlar þó að nálgast þá breytingu með jákvæðu hugarfari. Bæði Arnar og Laufey eru sammála um að breyta þurfi reglum keppninnar þegar kemur að því á hvaða tungumáli lögin eru flutt á undankvöldunum. Hingað til hefur reglan verið sú að lögin skulu flutt á íslensku á undankvöldunum en höfundar ráða tungumálinu á úrslitakvöldinu. Arnar bendir á að það sé afar erfitt að þýða texta á íslensku yfir á ensku þannig að boðskapurinn haldist sá sami. Laufey er sammála og segir þetta gera lagahöfundum og keppendum erfitt fyrir við að kynna lögin sín. Þeir þurfi fyrst að kynna þau fyrir hlustendum á íslensku en komist þeir í úrslitin þurfi nánast að byrja upp á nýtt.Laufey Helga Guðmundsdóttir, Eurovision-fræðingur.Finnst Íslendingar einblína of á flytjendur Hún vill einnig sjá breytingar þegar kemur að reglum um þjóðerni lagahöfundanna því það sé auðveldlega hægt að komast í kringum þær. „Það væri betra að hafa fullt gagnsæi,“ segir Laufey. Ef hún mætti breyta einum hlut í Söngvakeppninni segist hún óska þess að Íslendingar myndu hætta að einblína á flytjendur þegar þeir velja framlag Íslands í Eurovision. Hún segir að Íslendingar ættu frekar að huga að því hvernig lagið sjálft er. „Það væri kannski þess virði að láta einhvern einn flytja öll lögin eða skipta keppninni upp í tvo hluta þar sem flytjandinn er fyrst valinn og síðan er lagið valið fyrir þennan flytjanda.“ Eyðimerkurganga síðustu ár Íslendingar hafa ekki átt mikilli velgengni að fagna í Eurovision undanfarin ár. Frá árinu 2015 hafa fulltrúar Íslendinga ekki komist upp úr undanriðlum sínum. Fyrst María Ólafsdóttir með lagið Unbroken árið 2015. Svo Greta Salome með lagið Hear Them Calling árið 2016. Svala komst ekki áfram með lagið Paper árið 2017. Og í ár komst Ari Ólafsson ekki upp úr sínum riðli með lagið Our Choice. Á vef ESCEXTRA er á það bent að á næsta ári verði tíu ár frá því Jóhanna Guðrún náði öðru sæti í Moskvu með lagið Is it True? og Selma Björnsdóttir náði öðru sæti í Jerúsalem árið 1999 með lagið All Out of Luck. Hvort Íslendingar nái jafn góðum árangri árið 2019 mun svo koma í ljós. Ísraelar munu halda Eurovision í borginni Tel Aviv í maí næstkomandi. Eurovision Tengdar fréttir Nýtt fyrirkomulag á vali laga í Söngvakeppnina Frá og með deginum í dag er hægt að senda inn lög í Söngvakeppnina 2019 en þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. 20. september 2018 11:30 RÚV tekur þátt í Eurovision í Tel Aviv RÚV hefur ákveðið að taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á næsta ári en keppnin fer fram í Tel Aviv í Ísrael. 13. september 2018 11:29 Eurovision verður í Tel Aviv 64. söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva verður haldin í Tel Aviv í Ísrael á næsta ári. 13. september 2018 10:15 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira
Fjallað er um breytingar á Söngvakeppni Sjónvarpsins á Eurovision-vefnum ESCXTRA þar sem rætt er við þrjá álitsgjafa. Þeir eru heilt yfir nokkuð jákvæðir fyrir breytingunum en lýsa þó yfir nokkrum efasemdum. Breytingarnar á Söngvakeppni eru þær að lögunum hefur verið fækkað. Tíu lög verða valin inn í Söngvakeppnina í þetta skiptið, en voru áður tólf, og skiptast þau niður á tvö undankvöld. Aðeins tvö lög munu komast upp úr hverju undankvöldi og keppa til úrslita í Laugardalshöll 2. mars næstkomandi. Lögin gætu þó orðið fimm ef sérstök dómnefnd ákveður að fleyta einhverju lagi, sem ekki komst upp úr undankvöldunum, áfram í úrslitin.Hópurinn Fókus-hópurinn komst í úrslit Söngvakeppninnar í ár þar sem hann flutti lagið Battleline með miklum tilþrifum.Vísir/Andri MarinóLagahöfundar hafa frest til 22. október næstkomandi til að skila inn lagi. Ríkisútvarpið heldur Söngvakeppnina en það mun leita til reyndra og vinsælla lagahöfunda og biðja þá um að semja lög sérstaklega fyrir keppnina, ásamt því að velja úr innsendum lögum. ESCXTRA ræðir við Arnar Jónsson, sem tók þátt í Söngvakeppninni árið 2017 ásamt Rakel Pálsdóttur, Júlí Heiðar Halldórsson, sem átti lagið Í stormi sem hafnaði í öðru sæti í síðustu Söngvakeppni, og Eurovision-fræðinginn Laufey Helgu Guðmundsdóttur.Spenntur fyrir reyndum höfundum Arnar er þeirrar skoðunar að ákvörðun RÚV um að bjóða reyndum lagahöfundum að semja lög fyrir keppnina muni aðeins koma til með að bæta hana. „Svo lengi sem lögin þeirra þurfa að fara í gegnum sömu síu og lög annarra höfunda sem eru send inn í keppnina. Ég er spenntur fyrir því.“ Hann er ekki eins ánægður með ákvörðun RÚV að fækka lögunum í úrslitunum. „Ég veit það ekki. Ég er ekki sammála því, en kannski eru þau með eitthvað stórt upp í erminni.“Rakel Pálsdóttir og Arnar Jónsson fluttu lagið Til mín í Söngvakeppninni árið 2017.RUVVill breyta einvíginu Júlí Heiðar lýsir yfir nokkrum efasemdum með breytingarnar. „En vonandi breytist skoðun mín þegar við heyrum lögin. Þessar breytingar munu hafa áhrif á keppnina. Það eina sem ég myndi breyta þegar kemur að Söngvakeppninni er fyrirkomulag einvígisins,“ segir Júlí Heiðar. RÚV hefur haft þann háttinn á keppninni að á úrslitakvöldinu ráða stig áhorfenda og dómnefndar röðun laga. Þau tvö lög sem hljóta flestu samanlögðu stigin komast áfram í svokallað einvígi þar sem úrslitin ráðast í hreinni símakosningu. Í síðustu Söngvakeppni var mikil dramatík í einvíginu. Lag Júlí Heiðars var í efsta sæti fyrir einvígið, hafði hlotið flest samanlögð stig frá dómnefnd og áhorfendum. Lagið varð þó ekki framlag Íslendinga því Ari Ólafsson hafði betur í einvíginu með lagið Our Choice. „Ég er þeirrar skoðunar að atkvæðin í einvíginu eigi að bætast við stigin sem lögin fengu frá áhorfendum og dómnefndum fyrir einvígið. Ég ætla ekki að taka þátt í ár og mun ábyggilega taka mér frí frá Söngvakeppninni í einhvern tíma,“ segir Júlí Heiðar.Júlí Heiðar Halldórsson, lagahöfundur.Efins um fækkun laga Laufey Helga er einlægur aðdáandi Söngvakeppninnar en hún segist ánægð með að sjá viðleitini RÚV til að reyna að bæta keppnina. Hún segist ánægð með að leitað sé til reyndra lagahöfunda en er með efasemdir um ákvörðun RÚV að fækka lögum í úrslitunum. Hún ætlar þó að nálgast þá breytingu með jákvæðu hugarfari. Bæði Arnar og Laufey eru sammála um að breyta þurfi reglum keppninnar þegar kemur að því á hvaða tungumáli lögin eru flutt á undankvöldunum. Hingað til hefur reglan verið sú að lögin skulu flutt á íslensku á undankvöldunum en höfundar ráða tungumálinu á úrslitakvöldinu. Arnar bendir á að það sé afar erfitt að þýða texta á íslensku yfir á ensku þannig að boðskapurinn haldist sá sami. Laufey er sammála og segir þetta gera lagahöfundum og keppendum erfitt fyrir við að kynna lögin sín. Þeir þurfi fyrst að kynna þau fyrir hlustendum á íslensku en komist þeir í úrslitin þurfi nánast að byrja upp á nýtt.Laufey Helga Guðmundsdóttir, Eurovision-fræðingur.Finnst Íslendingar einblína of á flytjendur Hún vill einnig sjá breytingar þegar kemur að reglum um þjóðerni lagahöfundanna því það sé auðveldlega hægt að komast í kringum þær. „Það væri betra að hafa fullt gagnsæi,“ segir Laufey. Ef hún mætti breyta einum hlut í Söngvakeppninni segist hún óska þess að Íslendingar myndu hætta að einblína á flytjendur þegar þeir velja framlag Íslands í Eurovision. Hún segir að Íslendingar ættu frekar að huga að því hvernig lagið sjálft er. „Það væri kannski þess virði að láta einhvern einn flytja öll lögin eða skipta keppninni upp í tvo hluta þar sem flytjandinn er fyrst valinn og síðan er lagið valið fyrir þennan flytjanda.“ Eyðimerkurganga síðustu ár Íslendingar hafa ekki átt mikilli velgengni að fagna í Eurovision undanfarin ár. Frá árinu 2015 hafa fulltrúar Íslendinga ekki komist upp úr undanriðlum sínum. Fyrst María Ólafsdóttir með lagið Unbroken árið 2015. Svo Greta Salome með lagið Hear Them Calling árið 2016. Svala komst ekki áfram með lagið Paper árið 2017. Og í ár komst Ari Ólafsson ekki upp úr sínum riðli með lagið Our Choice. Á vef ESCEXTRA er á það bent að á næsta ári verði tíu ár frá því Jóhanna Guðrún náði öðru sæti í Moskvu með lagið Is it True? og Selma Björnsdóttir náði öðru sæti í Jerúsalem árið 1999 með lagið All Out of Luck. Hvort Íslendingar nái jafn góðum árangri árið 2019 mun svo koma í ljós. Ísraelar munu halda Eurovision í borginni Tel Aviv í maí næstkomandi.
Eurovision Tengdar fréttir Nýtt fyrirkomulag á vali laga í Söngvakeppnina Frá og með deginum í dag er hægt að senda inn lög í Söngvakeppnina 2019 en þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. 20. september 2018 11:30 RÚV tekur þátt í Eurovision í Tel Aviv RÚV hefur ákveðið að taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á næsta ári en keppnin fer fram í Tel Aviv í Ísrael. 13. september 2018 11:29 Eurovision verður í Tel Aviv 64. söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva verður haldin í Tel Aviv í Ísrael á næsta ári. 13. september 2018 10:15 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira
Nýtt fyrirkomulag á vali laga í Söngvakeppnina Frá og með deginum í dag er hægt að senda inn lög í Söngvakeppnina 2019 en þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. 20. september 2018 11:30
RÚV tekur þátt í Eurovision í Tel Aviv RÚV hefur ákveðið að taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á næsta ári en keppnin fer fram í Tel Aviv í Ísrael. 13. september 2018 11:29
Eurovision verður í Tel Aviv 64. söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva verður haldin í Tel Aviv í Ísrael á næsta ári. 13. september 2018 10:15