Ingileif og María Rut gengu í það heilaga í sumar og var brúðkaupið haldið á Flateyri.
Um er að ræða mikið endurnýjaða þriggja herbergja íbúð með útgengt á 28 fermetra verönd til suðurs.
Húsið var byggt árið 1970 og er íbúðin sjálf um sjötíu fermetrar að stærð. Fasteignamat hennar er rúmlega fjörutíu milljónir.
Eldhús og baðherbergi voru endurnýjuð árið 2011 og 2012 en hér að neðan má sjá myndir af eigninni.







