Nýtt fyrirkomulag á vali laga í Söngvakeppnina Stefán Árni Pálsson skrifar 20. september 2018 11:30 Ari Ólafsson söng sig inn í hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar í Söngvakeppni sjónvarpsins. RÚV Frá og með deginum í dag er hægt að senda inn lög í Söngvakeppnina 2019 en þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. Keppnin verður haldin í febrúar og mars á næsta ári. Sigurlagið verður fulltrúi Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Tel Aviv í Ísrael, 14.-18. maí 2019. Um tvö hundruð milljónir manna fylgdust með Eurovision í fyrra. Úrslit Söngvakeppninnar 2019 verða í Laugardalshöll, líkt og undanfarin ár. Síðustu ár hafa 12 lög verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni úr innsendum lögum. Sérstök dómnefnd, skipuð fulltrúum frá FTT, FÍH og RÚV, hefur farið yfir lögin og mælt með lögum í keppnina.Leitað til höfunda Tíu lög verða í Söngvakeppninni 2019 og hefur fyrirkomulaginu við valið á þeim verið breytt. Reyndir og vinsælir lagahöfundar verða ráðnir til að semja hluta laganna en auk þess verður valið úr innsendum lögum líkt síðustu ár. Þar til viðbótar verður staðið fyrir sérstakri söngsmiðju fyrir upptökustjóra, höfunda og flytjendur sem Félag tónskálda og textahöfunda (FTT) hefur veg og vanda af í samstarfi við RÚV. Til greina kemur að nýta afrakstur þeirrar vinnu við val á lögum í keppnina.Lee Proudlistrænn stjórnandi Í tilkynningunni segir að RÚV hafi ráðið breska danshöfundinn Lee Proud sem listrænan stjórnanda og danshöfund keppninnar. Hann er danshöfundur í þekktum söngleikjum um allan heim og hefur undanfarin ár stýrt nokkrum af stærstu söngleikjunum hér á landi eins og Mary Poppins, Billy Elliot og Mamma mía. Samúel J. Samúelsson verðurtónlistarstjóri líkt og í fyrra. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir aðstoðardagskrárstjóri RÚV, sem situr í framkvæmdastjórn keppninnar, segist binda vonir við að með nýju fyrirkomulagi verði lögin í keppninni fjölbreyttari og sterkari. „Keppnin stækkar frá ári til árs og við höfum verið gríðarlega ánægð með þróun hennar. Í ár ákváðum við að breyta fyrirkomulaginu og við teljum að það skili fjölbreyttari, skemmtilegri og enn betri lögum,” segir Ragnhildur Steinunn í tilkynningunni. Hún bætir við að það sé mikill fengur í Lee Proud.Úrslitin í Laugardalshöll Undankeppnir verða í Háskólabíói 9. og 16. febrúar og úrslitakeppnin verður svo haldin með pomp og prakt í Laugardalshöll 2. mars. Síðustu ár hafa erlendar stórstjörnur úr Eurovision komið fram í Höllinni, m.a. Robin Bengtsson, Emily deForest, Alexander Rybak, Loreen og Måns Zelmerlöw. Til stendur að halda áfram á þessari braut og bjóða enn einni stjörnunni á úrslitakvöldið í mars. Lagahöfundar geta sent lög í Söngvakeppnina 2019 á vefinn, songvakeppnin.is. Umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 22. október. Í byrjun janúar verður tilkynnt hvaða lög taka þátt. Ný innsendingargátt hefur verið tekin í notkun og þarf rafræn skilríki til að komast inn á hana. Er þetta gert til að gæta fyllsta öryggis í meðferð persónuupplýsinga. Eurovision Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira
Frá og með deginum í dag er hægt að senda inn lög í Söngvakeppnina 2019 en þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. Keppnin verður haldin í febrúar og mars á næsta ári. Sigurlagið verður fulltrúi Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Tel Aviv í Ísrael, 14.-18. maí 2019. Um tvö hundruð milljónir manna fylgdust með Eurovision í fyrra. Úrslit Söngvakeppninnar 2019 verða í Laugardalshöll, líkt og undanfarin ár. Síðustu ár hafa 12 lög verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni úr innsendum lögum. Sérstök dómnefnd, skipuð fulltrúum frá FTT, FÍH og RÚV, hefur farið yfir lögin og mælt með lögum í keppnina.Leitað til höfunda Tíu lög verða í Söngvakeppninni 2019 og hefur fyrirkomulaginu við valið á þeim verið breytt. Reyndir og vinsælir lagahöfundar verða ráðnir til að semja hluta laganna en auk þess verður valið úr innsendum lögum líkt síðustu ár. Þar til viðbótar verður staðið fyrir sérstakri söngsmiðju fyrir upptökustjóra, höfunda og flytjendur sem Félag tónskálda og textahöfunda (FTT) hefur veg og vanda af í samstarfi við RÚV. Til greina kemur að nýta afrakstur þeirrar vinnu við val á lögum í keppnina.Lee Proudlistrænn stjórnandi Í tilkynningunni segir að RÚV hafi ráðið breska danshöfundinn Lee Proud sem listrænan stjórnanda og danshöfund keppninnar. Hann er danshöfundur í þekktum söngleikjum um allan heim og hefur undanfarin ár stýrt nokkrum af stærstu söngleikjunum hér á landi eins og Mary Poppins, Billy Elliot og Mamma mía. Samúel J. Samúelsson verðurtónlistarstjóri líkt og í fyrra. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir aðstoðardagskrárstjóri RÚV, sem situr í framkvæmdastjórn keppninnar, segist binda vonir við að með nýju fyrirkomulagi verði lögin í keppninni fjölbreyttari og sterkari. „Keppnin stækkar frá ári til árs og við höfum verið gríðarlega ánægð með þróun hennar. Í ár ákváðum við að breyta fyrirkomulaginu og við teljum að það skili fjölbreyttari, skemmtilegri og enn betri lögum,” segir Ragnhildur Steinunn í tilkynningunni. Hún bætir við að það sé mikill fengur í Lee Proud.Úrslitin í Laugardalshöll Undankeppnir verða í Háskólabíói 9. og 16. febrúar og úrslitakeppnin verður svo haldin með pomp og prakt í Laugardalshöll 2. mars. Síðustu ár hafa erlendar stórstjörnur úr Eurovision komið fram í Höllinni, m.a. Robin Bengtsson, Emily deForest, Alexander Rybak, Loreen og Måns Zelmerlöw. Til stendur að halda áfram á þessari braut og bjóða enn einni stjörnunni á úrslitakvöldið í mars. Lagahöfundar geta sent lög í Söngvakeppnina 2019 á vefinn, songvakeppnin.is. Umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 22. október. Í byrjun janúar verður tilkynnt hvaða lög taka þátt. Ný innsendingargátt hefur verið tekin í notkun og þarf rafræn skilríki til að komast inn á hana. Er þetta gert til að gæta fyllsta öryggis í meðferð persónuupplýsinga.
Eurovision Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira