Bjartur Clinton María Rún Bjarnadóttir skrifar 21. september 2018 08:00 Eins og flestir stúdentar á Íslandi las ég Sjálfstætt fólk í menntaskóla. Þó að bókmenntafræðin lýsi mikilvægi Bjarts í Sumarhúsum, þá eru það gjörðir hans gagnvart Ástu Sóllilju í kaupstaðarferðinni sem hafa markað mína sýn á persónuna. Í skólaritgerðinni fjallaði ég því um fúlmennið sem bæri sko ekki nafn með rentu, en ekkert um lífsbaráttuna, stoltið eða sjálfstæðið. Þegar ég sá heimspekinginn Kate Manne fjalla um Bjart í magnaðri nýrri bók um kvenfyrirlitningu hélt ég að hann yrði nú afhjúpaður alþjóðlega sem kynferðisbrotamaður frekar en tákngervingur frelsisbaráttu. Það var því óvænt að sjá höfundinn líkja Bjarti við Hillary Clinton. Samskipti hans við maddömuna þar sem hann kríaði út mjólk fyrir ungbarnið taldi hún dæmi um stolta manneskju sem undirgangist hlutverk fórnarlambsins í erfiðum aðstæðum og nýti það til að spyrna við í betri átt. Rétt eins og Hillary, með því að takast á við hlutverk svikinnar eiginkonu og þannig undirbúa sviðið fyrir stjórnmálaferilinn. Nú má vel vera að Manne hafi ekki lesið alla kaflana í Sjálfstæðu fólki og viti bara ekki um kaupstaðarferðina. Það má líka vera að í þessu felist áminning um að það er ekki gagnlegt að nálgast kynferðisbrotamenn sem einvíðar persónur. Þeir eru alls konar fólk sem gegnir alls konar hlutverkum. Kotbændur og forstjórar. Þeir eru margir góðir menn. Það sem hefur breyst er að nú er almennt ákall eftir því að ofbeldið og áreitnin sem þeir hafa beitt sé í forgrunni, en ekki sussað niður og vandræðast með á meðan öllu því jákvæða er hampað. Hitt er svo hversu mikil áhrif þessi breytta nálgun mun hafa á framvindu næstu kafla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun
Eins og flestir stúdentar á Íslandi las ég Sjálfstætt fólk í menntaskóla. Þó að bókmenntafræðin lýsi mikilvægi Bjarts í Sumarhúsum, þá eru það gjörðir hans gagnvart Ástu Sóllilju í kaupstaðarferðinni sem hafa markað mína sýn á persónuna. Í skólaritgerðinni fjallaði ég því um fúlmennið sem bæri sko ekki nafn með rentu, en ekkert um lífsbaráttuna, stoltið eða sjálfstæðið. Þegar ég sá heimspekinginn Kate Manne fjalla um Bjart í magnaðri nýrri bók um kvenfyrirlitningu hélt ég að hann yrði nú afhjúpaður alþjóðlega sem kynferðisbrotamaður frekar en tákngervingur frelsisbaráttu. Það var því óvænt að sjá höfundinn líkja Bjarti við Hillary Clinton. Samskipti hans við maddömuna þar sem hann kríaði út mjólk fyrir ungbarnið taldi hún dæmi um stolta manneskju sem undirgangist hlutverk fórnarlambsins í erfiðum aðstæðum og nýti það til að spyrna við í betri átt. Rétt eins og Hillary, með því að takast á við hlutverk svikinnar eiginkonu og þannig undirbúa sviðið fyrir stjórnmálaferilinn. Nú má vel vera að Manne hafi ekki lesið alla kaflana í Sjálfstæðu fólki og viti bara ekki um kaupstaðarferðina. Það má líka vera að í þessu felist áminning um að það er ekki gagnlegt að nálgast kynferðisbrotamenn sem einvíðar persónur. Þeir eru alls konar fólk sem gegnir alls konar hlutverkum. Kotbændur og forstjórar. Þeir eru margir góðir menn. Það sem hefur breyst er að nú er almennt ákall eftir því að ofbeldið og áreitnin sem þeir hafa beitt sé í forgrunni, en ekki sussað niður og vandræðast með á meðan öllu því jákvæða er hampað. Hitt er svo hversu mikil áhrif þessi breytta nálgun mun hafa á framvindu næstu kafla.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun