Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA 4-3 Grindavík | Markasúpa í kveðjuleik Túfa Arnar Geir Halldórsson á Greifavellinum skrifar 23. september 2018 17:00 Túfa kvaddi Akureyrarvöll með sigri visir/stefán KA fékk Grindavík í heimsókn á Greifavöllinn á Akureyri í dag í 21.umferð Pepsi-deildar karla. Hvorugt liðið hafði að mjög miklu að keppa enda sátu þau saman í 6.-7.sæti deildarinnar með 25 stig þegar kom að leiknum í dag. KA-menn byrjuðu leikinn af miklum krafti á meðan Grindvíkingar voru steinsofandi í upphafi leiks enda var KA komið í þriggja marka forystu eftir aðeins sautján mínútna leik. Hreint ótrúleg byrjun Í kjölfarið rönkuðu Grindvíkingar við sér og Sam Hewson skoraði tvö lagleg mörk á 20. og 30.mínútu. Staðan eftir hálftíma leik 3-2 fyrir KA. Heimamenn náðu þó að auka forystuna fyrir leikhlé því Hallgrímur Mar Steingrímsson gerði annað mark sitt og fjórða mark KA á 33.mínútu. Staðan í leikhléi 4-2. Síðari hálfleikurinn var töluvert rólegri en þó litu fjölmörg góð færi dagsins ljós. Eina mark síðari hálfleiksins var skorað á 74.mínútu þegar Sam Hewson fullkomnaði þrennu sína með marki af vítapunktinum eftir að Archange Nkumu braut á Matthíasi Erni Friðrikssyni innan vítateigs.Af hverju vann KA? Grindvíkingar mættu ekki til leiks fyrr en eftir tæpar 20 mínútur og KA-menn færðu sér það virkilega vel í nyt með því að skora þrjú mörk og koma sér í kjörstöðu í leiknum. Leikurinn var hins vegar galopinn í báða enda stærstan hluta leiksins og hefðu mörkin hæglega getað orðið fleiri.Hverjir stóðu upp úr? Sam Hewson skoraði þrennu og er maður leiksins í mínum bókum. Fyrir utan það að skora þrjú lagleg mörk var þessi öflugi Englendingur áberandi í spili Grindavíkurliðsins. Daníel Hafsteinsson og Hallgrímur Mar Steingrímsson stóðu upp úr í liði KA. Daníel skoraði stórglæsilegt mark auk þess að leggja upp sjálfsmarkið og vinna aukaspyrnuna sem Hallgrímur skoraði úr. Hallgrímur skoraði tvö góð mörk og átti marga góða spretti.Hvað gekk illa? Varnarleikur beggja liða. Stundum er það svo, þegar að litlu er að keppa, að flóðgáttir opnast og það átti svo sannarlega við í dag. Sjö mörk litu dagsins ljós og þau hefðu getað orðið miklu fleiri. Til að mynda áttu markverðir beggja liða ágætan dag þrátt fyrir markaflóðið.Hvað gerist næst? Bæði lið eru að kveðja þjálfarann sinn í lokaumferð mótsins þegar KA heimsækir Breiðablik og Grindavík fær ÍBV í heimsókn. Þeir Óli Stefán Flóventsson (Grindavík) og Srdjan Tufegdzic hafa báðir unnið gott starf á undanförnum árum og eru í miklum metum hjá sínum félögum. Túfa: Furðulegasti leikur síðan ég tók við KA„Þetta er held ég furðulegasti leikur sem ég hef stjórnað síðan ég tók við KA. Ég held að það hafi verið 8-10 dauðafæri á báða bóga. Oft gerist þetta þegar það er ekki mjög mikið undir en samt settum við þetta upp sem úrslitaleik um 6.sætið,“ sagði Túfa í leikslok. Oft er talað um svona markaleiki sem martröð fyrir þjálfara en var þetta ekki bara draumaendir fyrir Túfa hjá KA? „Nákvæmlega. Það eina sem var á hreinu og ég sagði það við strákana að ég ætlaði ekki að kveðja Akureyrarvöll með öðru en sigri og þeir gáfu mér sigur með fullt af mörkum og fullt af færum. Skemmtilegur leikur fyrir áhorfendur,“ sagði Túfa. Hann hefur starfað fyrir KA undanfarin 13 ár og gengið í ýmis störf fyrir félagið á þeim tíma. Hann var því eðlilega kvaddur með virktum í leikslok. „Það eru miklar tilfinningar í gangi. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka stuðningsmönnunum fyrir þennan stuðning. Þeir hafa stutt við liðið og mig líka. Þetta er rosalega erfitt og búin að vera erfið vika fyrir mig. Fótboltinn er þannig að þjálfarataskan þarf alltaf að vera klár og mín er klár svo við sjáum bara til eftir tímabil hvað verður næsta skref hjá mér,“ sagði Túfa. Óvíst er hvað tekur við hjá Túfa en hann hefur meðal annars verið orðaður við andstæðinga KA í dag; Grindavík. Eins eru margir Akureyringar norðan Glerár sem renna skyndilega hýru auga til Túfa þessa dagana en Inkasso-deildarlið Þórs er í þjálfaraleit eftir að Lárus Orri Sigurðsson hætti í Þorpinu á dögunum. Hann fékkst þó ekki til að gefa það upp hvort hann hefði átt í viðræðum við Þór, Grindavík eða önnur félög á undanförnum dögum. „Það er ein vika eftir hér sem ég vil klára. Ég vil klára síðasta leikinn vel; fyrir félagið mitt, mig sjálfan og leikmennina. Svo kemur bara í ljós eftir tímabilið hvað verður,“ segir Túfa. Óli Stefán: Fyrstu 15 mínúturnar voru martröðÓli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur.Vísir/Andri Marínó„Fyrstu 15 mínúturnar voru svo sannarlega martröð fyrir mig. Ef þeir komust nálægt teignum hjá okkur var bara mark. Það er erfitt að vera í svoleiðis aðstöðu. Við náum okkur aðeins til baka og ég var stoltur af því hvernig mitt lið kom til baka,“ sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur. Grindvíkingar fengu á sig 4 mörk í fyrri hálfleik. Hvað fór fram í hálfleiksræðu Óla? „Þemað í hálfleik var damage control. Bara gera það sem þarf að gera til að koma jafnvægi á hlutina. Þetta var mjög sérstakur leikur að því leyti að hér eru skoruð sjö mörk. Bæði þessi lið hafa verið þétt og erfið við að eiga. Bæði lið hefðu auðveldlega getað skorað 3-4 mörk í viðbót.“ Óli Stefán hefur verið orðaður við þjálfarastarfið hjá KA en eftir því sem Vísir kemst næst eru KA-menn komnir langt í viðræðum við næsta þjálfara. Óli Stefán vildi ekki gefa neitt upp þegar hann var spurður að því hvort hann hefði átt í viðræðum við KA. „Ég er með mann í þessu. Ég vil ekkert gefa upp núna. Það eina sem skiptir máli fyrir mig núna er að loka þessu tímabili hjá Grindavík. Af virðingu við félagið mitt vil ég einbeita mér að því að klára það sem við erum að gera.“ „Seinni hluti tímabilsins hefur verið erfiður fyrir okkur. Þetta er búið að vera rosalega mikið stöngin út og við þurfum að enda þetta á góðum nótum,“ sagði Óli Stefán að lokum. Pepsi Max-deild karla
KA fékk Grindavík í heimsókn á Greifavöllinn á Akureyri í dag í 21.umferð Pepsi-deildar karla. Hvorugt liðið hafði að mjög miklu að keppa enda sátu þau saman í 6.-7.sæti deildarinnar með 25 stig þegar kom að leiknum í dag. KA-menn byrjuðu leikinn af miklum krafti á meðan Grindvíkingar voru steinsofandi í upphafi leiks enda var KA komið í þriggja marka forystu eftir aðeins sautján mínútna leik. Hreint ótrúleg byrjun Í kjölfarið rönkuðu Grindvíkingar við sér og Sam Hewson skoraði tvö lagleg mörk á 20. og 30.mínútu. Staðan eftir hálftíma leik 3-2 fyrir KA. Heimamenn náðu þó að auka forystuna fyrir leikhlé því Hallgrímur Mar Steingrímsson gerði annað mark sitt og fjórða mark KA á 33.mínútu. Staðan í leikhléi 4-2. Síðari hálfleikurinn var töluvert rólegri en þó litu fjölmörg góð færi dagsins ljós. Eina mark síðari hálfleiksins var skorað á 74.mínútu þegar Sam Hewson fullkomnaði þrennu sína með marki af vítapunktinum eftir að Archange Nkumu braut á Matthíasi Erni Friðrikssyni innan vítateigs.Af hverju vann KA? Grindvíkingar mættu ekki til leiks fyrr en eftir tæpar 20 mínútur og KA-menn færðu sér það virkilega vel í nyt með því að skora þrjú mörk og koma sér í kjörstöðu í leiknum. Leikurinn var hins vegar galopinn í báða enda stærstan hluta leiksins og hefðu mörkin hæglega getað orðið fleiri.Hverjir stóðu upp úr? Sam Hewson skoraði þrennu og er maður leiksins í mínum bókum. Fyrir utan það að skora þrjú lagleg mörk var þessi öflugi Englendingur áberandi í spili Grindavíkurliðsins. Daníel Hafsteinsson og Hallgrímur Mar Steingrímsson stóðu upp úr í liði KA. Daníel skoraði stórglæsilegt mark auk þess að leggja upp sjálfsmarkið og vinna aukaspyrnuna sem Hallgrímur skoraði úr. Hallgrímur skoraði tvö góð mörk og átti marga góða spretti.Hvað gekk illa? Varnarleikur beggja liða. Stundum er það svo, þegar að litlu er að keppa, að flóðgáttir opnast og það átti svo sannarlega við í dag. Sjö mörk litu dagsins ljós og þau hefðu getað orðið miklu fleiri. Til að mynda áttu markverðir beggja liða ágætan dag þrátt fyrir markaflóðið.Hvað gerist næst? Bæði lið eru að kveðja þjálfarann sinn í lokaumferð mótsins þegar KA heimsækir Breiðablik og Grindavík fær ÍBV í heimsókn. Þeir Óli Stefán Flóventsson (Grindavík) og Srdjan Tufegdzic hafa báðir unnið gott starf á undanförnum árum og eru í miklum metum hjá sínum félögum. Túfa: Furðulegasti leikur síðan ég tók við KA„Þetta er held ég furðulegasti leikur sem ég hef stjórnað síðan ég tók við KA. Ég held að það hafi verið 8-10 dauðafæri á báða bóga. Oft gerist þetta þegar það er ekki mjög mikið undir en samt settum við þetta upp sem úrslitaleik um 6.sætið,“ sagði Túfa í leikslok. Oft er talað um svona markaleiki sem martröð fyrir þjálfara en var þetta ekki bara draumaendir fyrir Túfa hjá KA? „Nákvæmlega. Það eina sem var á hreinu og ég sagði það við strákana að ég ætlaði ekki að kveðja Akureyrarvöll með öðru en sigri og þeir gáfu mér sigur með fullt af mörkum og fullt af færum. Skemmtilegur leikur fyrir áhorfendur,“ sagði Túfa. Hann hefur starfað fyrir KA undanfarin 13 ár og gengið í ýmis störf fyrir félagið á þeim tíma. Hann var því eðlilega kvaddur með virktum í leikslok. „Það eru miklar tilfinningar í gangi. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka stuðningsmönnunum fyrir þennan stuðning. Þeir hafa stutt við liðið og mig líka. Þetta er rosalega erfitt og búin að vera erfið vika fyrir mig. Fótboltinn er þannig að þjálfarataskan þarf alltaf að vera klár og mín er klár svo við sjáum bara til eftir tímabil hvað verður næsta skref hjá mér,“ sagði Túfa. Óvíst er hvað tekur við hjá Túfa en hann hefur meðal annars verið orðaður við andstæðinga KA í dag; Grindavík. Eins eru margir Akureyringar norðan Glerár sem renna skyndilega hýru auga til Túfa þessa dagana en Inkasso-deildarlið Þórs er í þjálfaraleit eftir að Lárus Orri Sigurðsson hætti í Þorpinu á dögunum. Hann fékkst þó ekki til að gefa það upp hvort hann hefði átt í viðræðum við Þór, Grindavík eða önnur félög á undanförnum dögum. „Það er ein vika eftir hér sem ég vil klára. Ég vil klára síðasta leikinn vel; fyrir félagið mitt, mig sjálfan og leikmennina. Svo kemur bara í ljós eftir tímabilið hvað verður,“ segir Túfa. Óli Stefán: Fyrstu 15 mínúturnar voru martröðÓli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur.Vísir/Andri Marínó„Fyrstu 15 mínúturnar voru svo sannarlega martröð fyrir mig. Ef þeir komust nálægt teignum hjá okkur var bara mark. Það er erfitt að vera í svoleiðis aðstöðu. Við náum okkur aðeins til baka og ég var stoltur af því hvernig mitt lið kom til baka,“ sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur. Grindvíkingar fengu á sig 4 mörk í fyrri hálfleik. Hvað fór fram í hálfleiksræðu Óla? „Þemað í hálfleik var damage control. Bara gera það sem þarf að gera til að koma jafnvægi á hlutina. Þetta var mjög sérstakur leikur að því leyti að hér eru skoruð sjö mörk. Bæði þessi lið hafa verið þétt og erfið við að eiga. Bæði lið hefðu auðveldlega getað skorað 3-4 mörk í viðbót.“ Óli Stefán hefur verið orðaður við þjálfarastarfið hjá KA en eftir því sem Vísir kemst næst eru KA-menn komnir langt í viðræðum við næsta þjálfara. Óli Stefán vildi ekki gefa neitt upp þegar hann var spurður að því hvort hann hefði átt í viðræðum við KA. „Ég er með mann í þessu. Ég vil ekkert gefa upp núna. Það eina sem skiptir máli fyrir mig núna er að loka þessu tímabili hjá Grindavík. Af virðingu við félagið mitt vil ég einbeita mér að því að klára það sem við erum að gera.“ „Seinni hluti tímabilsins hefur verið erfiður fyrir okkur. Þetta er búið að vera rosalega mikið stöngin út og við þurfum að enda þetta á góðum nótum,“ sagði Óli Stefán að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti