Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Víkingur 0-4 | Stórsigur Víkinga í Keflavík Gabríel Sighvatsson á Nettóvellinum í Keflavík skrifar 23. september 2018 16:45 Keflavík hefur ekki fagnað mörgum mörkum í sumar. vísir/bára Keflavík og Víkingur mættust í Pepsídeild karla í dag. Næstsíðasta umferðin fór fram í dag og Víkingur átti ekki í erfiðleikum með að taka þrjú stig. Staðan í hálfleik vr 0-0 og leikurinn frekar bragðdaufur í fyrri hálfleik. Snemma í seinni hálfleik setti Víkingur mark og eftir það var ekki spurt að leikslokum. Gestirnir áttu eftir að bæta við þremur mörkum áður en dómarinn flautaði til leiksloka. Eftir að Keflavík fékk mark á sig, gaf liðið sig og þrjú mörk fylgdu í kjölfarið. Vörn Víkinga hélt einnig vel og aftur hreint búr hjá þeim.Af hverju vann Víkingur? Þegar Víkingur skoraði fyrsta mark sitt varð allt auðveldara fyrir þá þó svo að síðustu mörkin hafi öll komið á síðasta korteri leiksins. Vörnin hefur verið öflug hjá þeim í sumar og hélt aftur hreinu í dag.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Keflavík var ekki góður. Þau skot sem rötuðu á markið enduðu í fanginu hjá Larsen. Varnarleikurinn ekki góður heldur. 4 mörkin tala sínu máli þar. Það var barátta í liðinu í fyrri hálfleik en í seinni leik áttu þeir í miklum erfiðleikum með andstæðinginn og niðurstaðan eftir því.Hverjir stóðu upp úr? Geoffrey Castillion var maður leiksins í Keflavík. Fiskað víti, stoðsending og tvö mörk. Hann fékk að leika lausum hala í dag og þá er hann virkilega öflugur. Alex Freyr Hilmarsson stóð sig einnig vel og hélt uppi spili. Átti nokkrar lykilsendingar sem opnuðu vörn Keflvíkinga.Hvað gerist næst? Keflavík heimsækir Val á Hlíðarenda í lokaumferðinni og má telja líklegt að Valur lyftir titlinum þar. Víkingur spilar við KR sem er í bullandi Evrópubaráttu.vísir/ernirLogi: Frábær seinni hálfleikur Logi Ólafsson var ánægður með 3 stig sem þýddu að lið hans sleppur við fall. „Þetta var frábær seinni hálfleikur af okkar hálfu. Keflvíkingarnir voru mjög grimmir í fyrri hálfleik en ég er sérstaklega ánægður með það hvernig við spiluðum í seinni hálfleik. Við vinnum 4-0 og tryggjum stöðu okkar í deildinni, þetta var yfirvinna og svo var ákveðið stress í gangi vegna stöðu okkar og svo framvegis þannig að þetta var frábært.“ Víkingur hefur verið gott varnarlið í sumar en markaskorun hefur ekki verið eins mikil hjá liðinu en í dag skoruðu þeir 4 mörk. „Það er mjög sjaldan (sem við skorum 4 mörk) ég er ekki síst ánægður með það. Það hefur gerst nokkrum sinnum í sumar (að við höldum hreinu) en ekki nógu oft. Undanfarið höfum við verið að bæta varnarleikinn, fengið kannski á okkur eitt eða tvö mörk. En það eru alveg dæmi um það að við höfum fengið á okkur 4 mörk í sumar.“ „Það er mikilvægast í þessu að vera í deildinni. Við höfum orðið fyrir miklum skakkaföllum í sumar, hver sirkusinn ofan á annan hefur riðið yfir okkur. Við erum ánægðir með stöðuna eins og hún er og viljum enda mótið vel.“ Víkingur á KR í síðasta mótsleik sumarsins. „Þetta eru jafnir möguleikar, við áttum ágætis leik á móti KR á KR-vellinum og við teljum að við getum gert slíkt hið sama á heimavelli.“ Logi vildi ekkert gefa upp um það hvort hann verði áfram með liðið. „Það hefur ekki verið rætt, við höfum ákveðið að halda okkur til hlés í þeim efnum þangað til mótið er búið.Castillion í leik með Víking síðasta sumar.vísir/AntonCastillion: Á eitt ár eftir hjá FH þannig við sjáum til Geoffrey Castillion, sóknarmaður Víkings, var maður leiksins í Keflavík og var að vonum ánægður eftir að liðið tryggði veru sína í Pepsí-deildinni. „Þetta var mjög mikilvægur leikur fyrir okkur. Við vissum að við þyrftum að vinna leikinn. Við spiluðum vel í fyrri hálfleik, við erum aðeins óheppnir að klára ekki færin okkar. Í seinni hálfleik vorum við mjög góðir, við skoruðum fjórum sinnum og ég er mjög ánægður.“ „Það er langt síðan við unnum leik þannig að ég er ennþá ánægðari með að halda hreinu, mörkin 4 og sigurinn að sjálfsögðu.“ Síðustu mörk Víkinga komu á færibandi undir lok leiksins. „Við settum smá pressu á Keflavík þar sem það getur verið erfitt að skora annað mark. Við skoruðum fyrsta markið, við vorum rólegir í spilinu og hin mörkin komu í kjölfarið.“ Úrslit dagsins eru ljós og það eru Fjölnismenn sem hljóta þau örlög að falla úr Pepsí-deildinni. „Fjölnir voru nálægt og við náðum nokkrum jafnteflum í lokin sem voru mikilvæg og nú erum við öruggir.“ Castillion veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir hann. „Ég hef ekki hugmynd, ég á eitt ár í viðbót hjá FH þannig að við munum sjá til.“ Pepsi Max-deild karla
Keflavík og Víkingur mættust í Pepsídeild karla í dag. Næstsíðasta umferðin fór fram í dag og Víkingur átti ekki í erfiðleikum með að taka þrjú stig. Staðan í hálfleik vr 0-0 og leikurinn frekar bragðdaufur í fyrri hálfleik. Snemma í seinni hálfleik setti Víkingur mark og eftir það var ekki spurt að leikslokum. Gestirnir áttu eftir að bæta við þremur mörkum áður en dómarinn flautaði til leiksloka. Eftir að Keflavík fékk mark á sig, gaf liðið sig og þrjú mörk fylgdu í kjölfarið. Vörn Víkinga hélt einnig vel og aftur hreint búr hjá þeim.Af hverju vann Víkingur? Þegar Víkingur skoraði fyrsta mark sitt varð allt auðveldara fyrir þá þó svo að síðustu mörkin hafi öll komið á síðasta korteri leiksins. Vörnin hefur verið öflug hjá þeim í sumar og hélt aftur hreinu í dag.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Keflavík var ekki góður. Þau skot sem rötuðu á markið enduðu í fanginu hjá Larsen. Varnarleikurinn ekki góður heldur. 4 mörkin tala sínu máli þar. Það var barátta í liðinu í fyrri hálfleik en í seinni leik áttu þeir í miklum erfiðleikum með andstæðinginn og niðurstaðan eftir því.Hverjir stóðu upp úr? Geoffrey Castillion var maður leiksins í Keflavík. Fiskað víti, stoðsending og tvö mörk. Hann fékk að leika lausum hala í dag og þá er hann virkilega öflugur. Alex Freyr Hilmarsson stóð sig einnig vel og hélt uppi spili. Átti nokkrar lykilsendingar sem opnuðu vörn Keflvíkinga.Hvað gerist næst? Keflavík heimsækir Val á Hlíðarenda í lokaumferðinni og má telja líklegt að Valur lyftir titlinum þar. Víkingur spilar við KR sem er í bullandi Evrópubaráttu.vísir/ernirLogi: Frábær seinni hálfleikur Logi Ólafsson var ánægður með 3 stig sem þýddu að lið hans sleppur við fall. „Þetta var frábær seinni hálfleikur af okkar hálfu. Keflvíkingarnir voru mjög grimmir í fyrri hálfleik en ég er sérstaklega ánægður með það hvernig við spiluðum í seinni hálfleik. Við vinnum 4-0 og tryggjum stöðu okkar í deildinni, þetta var yfirvinna og svo var ákveðið stress í gangi vegna stöðu okkar og svo framvegis þannig að þetta var frábært.“ Víkingur hefur verið gott varnarlið í sumar en markaskorun hefur ekki verið eins mikil hjá liðinu en í dag skoruðu þeir 4 mörk. „Það er mjög sjaldan (sem við skorum 4 mörk) ég er ekki síst ánægður með það. Það hefur gerst nokkrum sinnum í sumar (að við höldum hreinu) en ekki nógu oft. Undanfarið höfum við verið að bæta varnarleikinn, fengið kannski á okkur eitt eða tvö mörk. En það eru alveg dæmi um það að við höfum fengið á okkur 4 mörk í sumar.“ „Það er mikilvægast í þessu að vera í deildinni. Við höfum orðið fyrir miklum skakkaföllum í sumar, hver sirkusinn ofan á annan hefur riðið yfir okkur. Við erum ánægðir með stöðuna eins og hún er og viljum enda mótið vel.“ Víkingur á KR í síðasta mótsleik sumarsins. „Þetta eru jafnir möguleikar, við áttum ágætis leik á móti KR á KR-vellinum og við teljum að við getum gert slíkt hið sama á heimavelli.“ Logi vildi ekkert gefa upp um það hvort hann verði áfram með liðið. „Það hefur ekki verið rætt, við höfum ákveðið að halda okkur til hlés í þeim efnum þangað til mótið er búið.Castillion í leik með Víking síðasta sumar.vísir/AntonCastillion: Á eitt ár eftir hjá FH þannig við sjáum til Geoffrey Castillion, sóknarmaður Víkings, var maður leiksins í Keflavík og var að vonum ánægður eftir að liðið tryggði veru sína í Pepsí-deildinni. „Þetta var mjög mikilvægur leikur fyrir okkur. Við vissum að við þyrftum að vinna leikinn. Við spiluðum vel í fyrri hálfleik, við erum aðeins óheppnir að klára ekki færin okkar. Í seinni hálfleik vorum við mjög góðir, við skoruðum fjórum sinnum og ég er mjög ánægður.“ „Það er langt síðan við unnum leik þannig að ég er ennþá ánægðari með að halda hreinu, mörkin 4 og sigurinn að sjálfsögðu.“ Síðustu mörk Víkinga komu á færibandi undir lok leiksins. „Við settum smá pressu á Keflavík þar sem það getur verið erfitt að skora annað mark. Við skoruðum fyrsta markið, við vorum rólegir í spilinu og hin mörkin komu í kjölfarið.“ Úrslit dagsins eru ljós og það eru Fjölnismenn sem hljóta þau örlög að falla úr Pepsí-deildinni. „Fjölnir voru nálægt og við náðum nokkrum jafnteflum í lokin sem voru mikilvæg og nú erum við öruggir.“ Castillion veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir hann. „Ég hef ekki hugmynd, ég á eitt ár í viðbót hjá FH þannig að við munum sjá til.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti