Sjáðu Joaquin Phoenix í trúðagervi Jókersins Birgir Olgeirsson skrifar 21. september 2018 17:55 Joaquin Phoenix sem Arthur Fleck. Leikstjórinn Todd Phillips birti í dag myndband af leikaranum Joaquin Phoenix í trúðagervi vegna myndarinnar Joker. Myndin er væntanleg í kvikmyndahús í október á næsta ári en hún mun segja frá því hvernig grínistinn Arthur Fleck verður að illmenninu Jóker, sem er erkióvinur Leðurblökumannsins.Þeir sem ekki vilja lesa getgátur um mögulegan söguþráð myndarinnar ættu að hætta lestri.via GIPHYBirt var mynd af Joaquin Phoenix án trúðagervisins fyrr í vikunni en nú hefur verið bætt úr því. Phillips setti myndband á Twitter sem var sagt myndavélapróf fyrir myndina. Þar sést Phoenix fremur venjulegur í útliti en eftir því sem lengra líður á myndbandið sést hann í gervi Jókersins.Repost from #toddphillips1:Camera test (w/ sound). Joker. pic.twitter.com/R9W2QqKwNS— Warner Bros. Pictures (@wbpictures) September 21, 2018 Lagið Laughing með hljómsveitinni The Guess Who heyrist á meðan.Lítið er vitað um söguþráð myndarinnar en því er haldið fram að Phoenix eigi að leika grínista sem er að reyna að koma sér á framfæri í Gotham-borg. Hann stendur fremur höllum fæti í þeim bransa og er sagður fara yfir um eftir að spjallþáttastjórnandi, sem Robert De Niro er sagður eiga að leika, gerir lítið úr honum. Er talið að myndin sæki innblástur í aðra mynd sem Robert De Niro lék í, The King of Comedy.Aðrir vilja meina að myndin muni byggja á myndasögunni The Killing Joke, sem segir frá uppruna Jókersins. Í þeirri sögu er maðurinn sem verður að Jókernum sagður eiga erfitt uppdráttar sem grínisti. Konan hans fer að lokum frá honum og afmyndast hann í andliti í misheppnuðu ráni.Joaquin Phoenix í trúðagervinu.Twitter Tengdar fréttir Nýjasta Jókermyndin virðist afar dularfull og vekur fjölda spurninga hjá netverjum Virðist eiga eftir að verða afar óhefðbundin. 18. september 2018 20:31 Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Leikstjórinn Todd Phillips birti í dag myndband af leikaranum Joaquin Phoenix í trúðagervi vegna myndarinnar Joker. Myndin er væntanleg í kvikmyndahús í október á næsta ári en hún mun segja frá því hvernig grínistinn Arthur Fleck verður að illmenninu Jóker, sem er erkióvinur Leðurblökumannsins.Þeir sem ekki vilja lesa getgátur um mögulegan söguþráð myndarinnar ættu að hætta lestri.via GIPHYBirt var mynd af Joaquin Phoenix án trúðagervisins fyrr í vikunni en nú hefur verið bætt úr því. Phillips setti myndband á Twitter sem var sagt myndavélapróf fyrir myndina. Þar sést Phoenix fremur venjulegur í útliti en eftir því sem lengra líður á myndbandið sést hann í gervi Jókersins.Repost from #toddphillips1:Camera test (w/ sound). Joker. pic.twitter.com/R9W2QqKwNS— Warner Bros. Pictures (@wbpictures) September 21, 2018 Lagið Laughing með hljómsveitinni The Guess Who heyrist á meðan.Lítið er vitað um söguþráð myndarinnar en því er haldið fram að Phoenix eigi að leika grínista sem er að reyna að koma sér á framfæri í Gotham-borg. Hann stendur fremur höllum fæti í þeim bransa og er sagður fara yfir um eftir að spjallþáttastjórnandi, sem Robert De Niro er sagður eiga að leika, gerir lítið úr honum. Er talið að myndin sæki innblástur í aðra mynd sem Robert De Niro lék í, The King of Comedy.Aðrir vilja meina að myndin muni byggja á myndasögunni The Killing Joke, sem segir frá uppruna Jókersins. Í þeirri sögu er maðurinn sem verður að Jókernum sagður eiga erfitt uppdráttar sem grínisti. Konan hans fer að lokum frá honum og afmyndast hann í andliti í misheppnuðu ráni.Joaquin Phoenix í trúðagervinu.Twitter
Tengdar fréttir Nýjasta Jókermyndin virðist afar dularfull og vekur fjölda spurninga hjá netverjum Virðist eiga eftir að verða afar óhefðbundin. 18. september 2018 20:31 Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Nýjasta Jókermyndin virðist afar dularfull og vekur fjölda spurninga hjá netverjum Virðist eiga eftir að verða afar óhefðbundin. 18. september 2018 20:31