Giovinazzi til Sauber á kostnað Ericsson Bragi Þórðarson skrifar 26. september 2018 16:00 Giovinazzi fær sénsinn með Sauber á næsta ári vísir/getty Hinn 24 ára Antonio Giovinazzi mun keyra fyrir lið Sauber í Formúlu 1 á næsta tímabili. Hann mun aka með reynsluboltanum Kimi Raikkonen. Þetta þýðir að Marcus Ericsson mun missa sæti sitt í Formúlu 1 en hann mun verða þriðji ökumaður Sauber liðsins árið 2019. Giovinazzi er í Ferrari akademíunni fyrir unga ökumenn og sannar ráðningin samstarfið milli Ferrari og Sauber, en svissneska liðið hefur notast við Ferrari vélar undanfarin 8 ár. Gengið hefur mun betur hjá Ferrari að gefa sínum ungu ökumönnum sæti í Formúlu 1 heldur en hjá Mercedes. Giovinazzi verður þó ekki að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni á næsta ári. Ítalinn keppti tvær keppnir í Formúlu 1 árið 2017 er hann hljóp í skarðið fyrir Pascal Wehrlein hjá Sauber. „Þetta er algjör heiður,“ hafði Giovinazzi að segja um ráðninguna. Sérstaklega er Ítalinn hrifinn af því að fá tækifæri á að vinna með Kimi Raikkonen. 14 ára aldursmunur er á þessum verðandi liðsfélugum, því verður athyglisvert að fylgjast með Sauber liðinu á næsta tímabili. Formúla Mest lesið Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Hinn 24 ára Antonio Giovinazzi mun keyra fyrir lið Sauber í Formúlu 1 á næsta tímabili. Hann mun aka með reynsluboltanum Kimi Raikkonen. Þetta þýðir að Marcus Ericsson mun missa sæti sitt í Formúlu 1 en hann mun verða þriðji ökumaður Sauber liðsins árið 2019. Giovinazzi er í Ferrari akademíunni fyrir unga ökumenn og sannar ráðningin samstarfið milli Ferrari og Sauber, en svissneska liðið hefur notast við Ferrari vélar undanfarin 8 ár. Gengið hefur mun betur hjá Ferrari að gefa sínum ungu ökumönnum sæti í Formúlu 1 heldur en hjá Mercedes. Giovinazzi verður þó ekki að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni á næsta ári. Ítalinn keppti tvær keppnir í Formúlu 1 árið 2017 er hann hljóp í skarðið fyrir Pascal Wehrlein hjá Sauber. „Þetta er algjör heiður,“ hafði Giovinazzi að segja um ráðninguna. Sérstaklega er Ítalinn hrifinn af því að fá tækifæri á að vinna með Kimi Raikkonen. 14 ára aldursmunur er á þessum verðandi liðsfélugum, því verður athyglisvert að fylgjast með Sauber liðinu á næsta tímabili.
Formúla Mest lesið Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira