Upphitun: Pressan öll á Vettel Bragi Þórðarson skrifar 28. september 2018 22:45 Sebestian Vettel er með auga á titilbaráttunni vísir/getty Sextánda umferðin í Formúlu 1 fer fram í Sochi í Rússlandi um helgina. 40 stig skilja að þá Lewis Hamilton og Sebastian Vettel í keppni ökuþóra þegar sex keppnir eru eftir. Brautin í Sochi er í raun götubraut, þar sem ekið er á götum Ólympíuþorpsins sem smíðað var fyrir Vetrarólympíuleikanna árið 2014. Fyrsti kappaksturinn á brautinni var einmitt í október það ár og hefur verið keppt í Rússlandi síðan. Þegar horft er á kort af brautinni er ekki annað hægt en að horfa á þriðju beygju. Vinstri beygjan er í raun fullkominn hálfhringur með 750 metra radíus. Því reynir sérstaklega á hægri dekk bílanna í kappakstrinum.Útsýnið á brautinni í Rússlandi er ágættvísir/gettyEinvígi á toppnumLjóst er að einungis Hamilton og Vettel eiga möguleika á titli ökumanna og lið þeirra, Mercedes og Ferrari berjast um titil bílasmiða. Takist Lewis að auka forskot sitt í Rússlandi gæti það gert út um sigurvonir Vettel, þó að Sebastian muni þó eiga stærðfræðilega möguleika á titli. Ekki er öll nótt úti hjá Ferrari ökumanninum. Klári hann allar þær sex keppnir sem eftir eru á undan keppinaut sýnum verður hann að öllum líkindum heimsmeistari. Því er öll pressan á Vettel um helgina og má því búast við algjörri flugeldasýningu frá Þjóðverjanum. Bílarnir verða ræstir af stað í kappakstrinum klukkan 11 á sunnudaginn. Að sjálfsögðu verður keppnin í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport ásamt tímatökum og æfingum. Formúla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sextánda umferðin í Formúlu 1 fer fram í Sochi í Rússlandi um helgina. 40 stig skilja að þá Lewis Hamilton og Sebastian Vettel í keppni ökuþóra þegar sex keppnir eru eftir. Brautin í Sochi er í raun götubraut, þar sem ekið er á götum Ólympíuþorpsins sem smíðað var fyrir Vetrarólympíuleikanna árið 2014. Fyrsti kappaksturinn á brautinni var einmitt í október það ár og hefur verið keppt í Rússlandi síðan. Þegar horft er á kort af brautinni er ekki annað hægt en að horfa á þriðju beygju. Vinstri beygjan er í raun fullkominn hálfhringur með 750 metra radíus. Því reynir sérstaklega á hægri dekk bílanna í kappakstrinum.Útsýnið á brautinni í Rússlandi er ágættvísir/gettyEinvígi á toppnumLjóst er að einungis Hamilton og Vettel eiga möguleika á titli ökumanna og lið þeirra, Mercedes og Ferrari berjast um titil bílasmiða. Takist Lewis að auka forskot sitt í Rússlandi gæti það gert út um sigurvonir Vettel, þó að Sebastian muni þó eiga stærðfræðilega möguleika á titli. Ekki er öll nótt úti hjá Ferrari ökumanninum. Klári hann allar þær sex keppnir sem eftir eru á undan keppinaut sýnum verður hann að öllum líkindum heimsmeistari. Því er öll pressan á Vettel um helgina og má því búast við algjörri flugeldasýningu frá Þjóðverjanum. Bílarnir verða ræstir af stað í kappakstrinum klukkan 11 á sunnudaginn. Að sjálfsögðu verður keppnin í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport ásamt tímatökum og æfingum.
Formúla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira