Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KA 4-0 | Blikarnir tóku silfrið Þór Símon Hafþórsson á Kópavogsvelli skrifar 29. september 2018 17:30 vísir/bára Breiðablik nældi í silfrið í Pepsi deild karla í dag eftir 4-0 sigur á KA í lokaumferð deildarinnar. Breiðablik byrjaði af krafti og fékk vítaspyrnu eftir einungis fimm mínútna leik er Hallgrímur Jónasson braut á Gísla Eyjólfssyni og Thomas Mikkelsen steig upp og skoraði af öryggi í hægra hornið. Willum Þór Willumson bætti svo við öðru marki eftir frábæran undirbúning hjá Aroni Bjarnasyni sem komst upp að endamörkum og átti þægilega fyrirgjöf á Willum sem skoraði. Willum var svo aftur á ferðinni stuttu síðar er hann skallaði af stuttu færi knettinum í netið. 3-0 og þannig var staðan í hálfleik. Leikurinn var svo hin rólegasti í seinni hálfleik en Thomas Mikkelsen skoraði eina mark síðari eftir, aftur, frábæran undirbúning hjá Aroni Bjarnasyni. Lokatölur 4-0 og annað sætið staðreynd fyrir Blika en KA hafnar í 7. sæti. Afhverju vann Breiðablik? Breiðablik er auðvitað bara með ruddalega gott lið en KA mætti í dag með mörg forföll sem skilaði sér inn á völlinn. KA vantaði marga lykilmenn og því fengu nokkrir ungir Akureyringar tækifærið og þó svo að framtíðin geti vel verið björt hjá mörgum þeirra var Breiðablik einfaldlega of stór biti í dag. Breiðablik lék á löngum köflum gjörsamlega á alls oddi og úrslitin verðskulduð og rúmlega það. Hverjir stóðu upp úr? Miðju tríóið, Gísli, Oliver og Willum voru frábærir og þá sérstaklega Willum sem skoraði auðvitað 2 mörk í dag. En fyrst og fremst vil ég nefna Aron Bjarnason sem var gjörsamlega magnaður í dag. Hann lagði upp tvö mörk og var stanslaus höfuðverkur fyrir vörn KA sem réð ekkert við hann! Hvað gekk illa? Er ekki frekar klassískt að nefna varnarleik liðs sem tapar 4-0. Hann hefði allavega mátt vera betri þrátt fyrir forföll KA. Hvað gerist næst? T úfa, þjálfari KA, er hættur með félagið þannig það á eftir að koma í ljós hver tekur við þar. Í öðrum fréttum þá rís sólinn upp á morgnana og Gulli Gull ætlar ekki að hætta að spila fótbolta. Túfa: Góðir tímar framundan hjá mér og KA „Þetta var of stór biti fyrir unga liðið mitt í dag. Okkur vantaði um átta leikmenn. Fjórir meiddir og fjórir í banni. Við vissum að þetta yrði erfitt og það voru nokkrir að spila sinn fyrsta Pepsi deildar leik,“ sagði svekktur Túfa eftir tap KA í dag gegn Breiðablik. „Þessi úrslit eru ekkert að fara að eyðileggja sumarið fyrir okkur sem er búið að vera gott . Við erum ánægðir með mjög mikið í sumar,“ sagði Túfa en eins og áður kom fram vantað marga leikmenn í byrjunarlið KA. Þetta var síðasti leikur hans sem stjóri KA en hvað tekur við hjá Túfa? „Það er góð spurning. Það kemur í ljós á næstum dögum eða vikum,“ sagði Túfa og segir framtíðina bjarta á Akureyri. „Minn tími hjá KA er að klárast. Þetta hefur verið skemmtilegur tími og ég held að erfiðasti tími KA sé liðinn. Ég tók við liðinu í 6. sæti í Inkasso og er búinn að koma þeim upp í miðja Pepsi deild,“ sagði Túfa og hélt áfram: „Það eru góðir tímar framundan hjá KA og hjá mér líka.“ Hallgrímur Mar: Sumarið vonbrgiði Hallgrímur Mar, leikmaður KA, var fúll eftir 4-0 tap liðsins gegn Breiðablik í dag. „Við komum hingað til að fá þrjú stig og ætluðum að sækja sigur en þvi miður gerum við tvö mistök, byrjum að hengja haus, og sjáum ekki til sólar eftir það,“ sagði Hallgrímur og sagði seinni hálfleikinn hafa verið eilítið undarlegur. „Við fórum fyrst og fremst í seinni hálfleik til að fá ekki á okkur mark. Þannig við sátum til baka og Breiðablik hafði ekki mikla ástæðu til að sækja af neinum krafti. Leikurinn hefur því verið rólegur og örugglega leiðinlegur líka,“ sagði Hallgrímur og hafði margt til síns máls. En hvernig metur hann sumarið í heild sinni hjá KA? „Vonbrgiði. Við ætluðum að enda ofar þannig ég er svekktur.“ En hver tekur við KA? „Hef heyrt allskonar sögusagnir. Ég ætla ekki að taka mark á neinu fyrr það er orðið staðfest..“ Ágúst Gylfason: Ætluðum að gera okkar „Byrja á að óska Völsurum til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn. Þeir eiga hann fyllilega skilið,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks eftir 4-0 sigurinn á KA. Breiðablik átti smávægilega möguleika á að vinna titilinn í dag en sú von varð að engu þegar Valur komst snemma leiks í þriggja marka forystu gegn Keflavík. „Við ætluðum allavega að klára okkar og við gerðum það. Grasið að fara og frábærir stuðningsmenn. Erum mjög ánægðir með sumarið í heild sinni,“ sagði Ágúst en kemur hann ekki til með að sakna grassins? „Að sjálfsögðu. En á móti kemur fáum við flott gervigras og getum því spilað og æft allan veturinn á vellinum,“ sagði Ágúst sem segir að liðið ætli að stefna á að taka skref fram á við næsta sumar. Þýðir það ekki bara titillinn? „Það væri draumur en við þurfum að stíga til rólega til jarðar. En ég vill meira og þeir vilja meira. Við viljum öll meira.“Gulli Gull ætlar alls ekki að hætta: Fótbolti og fjölskyldan er líf mitt „Fyrstu viðbrögð eru auðvitað að óska Val til hamingju með titilinn. Besta lið landsins og verðskuldað meistarar,“ sagði kátur Gunnleifur Gunnleifsson, eða Gulli Gull, markmaður Breiðabliks eftir 4-0 sigur liðsins á KA í lokaumferð Pepsi deildarinnar. „Það eru alltaf margar tilfinningar í gangi eftir lokaleik sumarsins. Við erum mjög sáttir með tímabilið. Vorum nálægt þessu í báðum keppnum og getum verið stolltir af okkur,“ sagði Gulli en Breiðablik nældi í silfrið bæði í deild og bikar. En ætlar Gulli að halda áfram að standa á milli stangana næsta sumar? „Það er planið,“ sagði Gulli hlægjandi en hann varð 43 ára núna í júlí og hækkar meðalaldur deildarinnar vægast sagt. En er þá ekki kominn tími til að hætta þessu bara? „Veistu hvað þetta er gaman? Þetta er líf mitt. Fótbolti og fjölskyldan. Ég elska þetta og mun halda áfram eins lengi og ég get,“ sagði Gulli en þrátt fyrir háan aldur er hann að margra mati besti markvörður deildarinnar. Á dögunum missti hann af sínum fyrsta leik síðan 2012 í Pepsi deildinni vegna leikbanns. Ætlar hann þá að spila til fimmtugs til að ná upp slíkri röð leikja aftur? „Ég er ennþá að pirra mig á því [að missa út leik]. Fyrir rautt spjald líka. Við þurfum að sjá til en byrjum bara á næsta sumri,“ sagði hin síungi Gulli. Pepsi Max-deild karla
Breiðablik nældi í silfrið í Pepsi deild karla í dag eftir 4-0 sigur á KA í lokaumferð deildarinnar. Breiðablik byrjaði af krafti og fékk vítaspyrnu eftir einungis fimm mínútna leik er Hallgrímur Jónasson braut á Gísla Eyjólfssyni og Thomas Mikkelsen steig upp og skoraði af öryggi í hægra hornið. Willum Þór Willumson bætti svo við öðru marki eftir frábæran undirbúning hjá Aroni Bjarnasyni sem komst upp að endamörkum og átti þægilega fyrirgjöf á Willum sem skoraði. Willum var svo aftur á ferðinni stuttu síðar er hann skallaði af stuttu færi knettinum í netið. 3-0 og þannig var staðan í hálfleik. Leikurinn var svo hin rólegasti í seinni hálfleik en Thomas Mikkelsen skoraði eina mark síðari eftir, aftur, frábæran undirbúning hjá Aroni Bjarnasyni. Lokatölur 4-0 og annað sætið staðreynd fyrir Blika en KA hafnar í 7. sæti. Afhverju vann Breiðablik? Breiðablik er auðvitað bara með ruddalega gott lið en KA mætti í dag með mörg forföll sem skilaði sér inn á völlinn. KA vantaði marga lykilmenn og því fengu nokkrir ungir Akureyringar tækifærið og þó svo að framtíðin geti vel verið björt hjá mörgum þeirra var Breiðablik einfaldlega of stór biti í dag. Breiðablik lék á löngum köflum gjörsamlega á alls oddi og úrslitin verðskulduð og rúmlega það. Hverjir stóðu upp úr? Miðju tríóið, Gísli, Oliver og Willum voru frábærir og þá sérstaklega Willum sem skoraði auðvitað 2 mörk í dag. En fyrst og fremst vil ég nefna Aron Bjarnason sem var gjörsamlega magnaður í dag. Hann lagði upp tvö mörk og var stanslaus höfuðverkur fyrir vörn KA sem réð ekkert við hann! Hvað gekk illa? Er ekki frekar klassískt að nefna varnarleik liðs sem tapar 4-0. Hann hefði allavega mátt vera betri þrátt fyrir forföll KA. Hvað gerist næst? T úfa, þjálfari KA, er hættur með félagið þannig það á eftir að koma í ljós hver tekur við þar. Í öðrum fréttum þá rís sólinn upp á morgnana og Gulli Gull ætlar ekki að hætta að spila fótbolta. Túfa: Góðir tímar framundan hjá mér og KA „Þetta var of stór biti fyrir unga liðið mitt í dag. Okkur vantaði um átta leikmenn. Fjórir meiddir og fjórir í banni. Við vissum að þetta yrði erfitt og það voru nokkrir að spila sinn fyrsta Pepsi deildar leik,“ sagði svekktur Túfa eftir tap KA í dag gegn Breiðablik. „Þessi úrslit eru ekkert að fara að eyðileggja sumarið fyrir okkur sem er búið að vera gott . Við erum ánægðir með mjög mikið í sumar,“ sagði Túfa en eins og áður kom fram vantað marga leikmenn í byrjunarlið KA. Þetta var síðasti leikur hans sem stjóri KA en hvað tekur við hjá Túfa? „Það er góð spurning. Það kemur í ljós á næstum dögum eða vikum,“ sagði Túfa og segir framtíðina bjarta á Akureyri. „Minn tími hjá KA er að klárast. Þetta hefur verið skemmtilegur tími og ég held að erfiðasti tími KA sé liðinn. Ég tók við liðinu í 6. sæti í Inkasso og er búinn að koma þeim upp í miðja Pepsi deild,“ sagði Túfa og hélt áfram: „Það eru góðir tímar framundan hjá KA og hjá mér líka.“ Hallgrímur Mar: Sumarið vonbrgiði Hallgrímur Mar, leikmaður KA, var fúll eftir 4-0 tap liðsins gegn Breiðablik í dag. „Við komum hingað til að fá þrjú stig og ætluðum að sækja sigur en þvi miður gerum við tvö mistök, byrjum að hengja haus, og sjáum ekki til sólar eftir það,“ sagði Hallgrímur og sagði seinni hálfleikinn hafa verið eilítið undarlegur. „Við fórum fyrst og fremst í seinni hálfleik til að fá ekki á okkur mark. Þannig við sátum til baka og Breiðablik hafði ekki mikla ástæðu til að sækja af neinum krafti. Leikurinn hefur því verið rólegur og örugglega leiðinlegur líka,“ sagði Hallgrímur og hafði margt til síns máls. En hvernig metur hann sumarið í heild sinni hjá KA? „Vonbrgiði. Við ætluðum að enda ofar þannig ég er svekktur.“ En hver tekur við KA? „Hef heyrt allskonar sögusagnir. Ég ætla ekki að taka mark á neinu fyrr það er orðið staðfest..“ Ágúst Gylfason: Ætluðum að gera okkar „Byrja á að óska Völsurum til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn. Þeir eiga hann fyllilega skilið,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks eftir 4-0 sigurinn á KA. Breiðablik átti smávægilega möguleika á að vinna titilinn í dag en sú von varð að engu þegar Valur komst snemma leiks í þriggja marka forystu gegn Keflavík. „Við ætluðum allavega að klára okkar og við gerðum það. Grasið að fara og frábærir stuðningsmenn. Erum mjög ánægðir með sumarið í heild sinni,“ sagði Ágúst en kemur hann ekki til með að sakna grassins? „Að sjálfsögðu. En á móti kemur fáum við flott gervigras og getum því spilað og æft allan veturinn á vellinum,“ sagði Ágúst sem segir að liðið ætli að stefna á að taka skref fram á við næsta sumar. Þýðir það ekki bara titillinn? „Það væri draumur en við þurfum að stíga til rólega til jarðar. En ég vill meira og þeir vilja meira. Við viljum öll meira.“Gulli Gull ætlar alls ekki að hætta: Fótbolti og fjölskyldan er líf mitt „Fyrstu viðbrögð eru auðvitað að óska Val til hamingju með titilinn. Besta lið landsins og verðskuldað meistarar,“ sagði kátur Gunnleifur Gunnleifsson, eða Gulli Gull, markmaður Breiðabliks eftir 4-0 sigur liðsins á KA í lokaumferð Pepsi deildarinnar. „Það eru alltaf margar tilfinningar í gangi eftir lokaleik sumarsins. Við erum mjög sáttir með tímabilið. Vorum nálægt þessu í báðum keppnum og getum verið stolltir af okkur,“ sagði Gulli en Breiðablik nældi í silfrið bæði í deild og bikar. En ætlar Gulli að halda áfram að standa á milli stangana næsta sumar? „Það er planið,“ sagði Gulli hlægjandi en hann varð 43 ára núna í júlí og hækkar meðalaldur deildarinnar vægast sagt. En er þá ekki kominn tími til að hætta þessu bara? „Veistu hvað þetta er gaman? Þetta er líf mitt. Fótbolti og fjölskyldan. Ég elska þetta og mun halda áfram eins lengi og ég get,“ sagði Gulli en þrátt fyrir háan aldur er hann að margra mati besti markvörður deildarinnar. Á dögunum missti hann af sínum fyrsta leik síðan 2012 í Pepsi deildinni vegna leikbanns. Ætlar hann þá að spila til fimmtugs til að ná upp slíkri röð leikja aftur? „Ég er ennþá að pirra mig á því [að missa út leik]. Fyrir rautt spjald líka. Við þurfum að sjá til en byrjum bara á næsta sumri,“ sagði hin síungi Gulli.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti