Hér áður fyrr voru keppnirnar þrjár, Evrópukeppni meistaraliða, Evrópukeppni bikarhafa og UEFA-bikarinn og nú styttist í það að þær verði þrjár á ný. BBC segir frá.
Andrea Agnelli, yfirmaður mótmála hjá UEFA, segir að ný keppni hafi fengið grænt ljós en nú sé aðeins beðið eftir því að ákvörðunin fari í gegnum kerfið.
Andrea Agnelli sagði frá þessu á fundi samtaka evrópska félagsliða í Króatíu. Nýja keppnin á að vera sett á laggirnar árið 2021.
European federation UEFA has indirectly acknowledged the sporting imbalance generated by so-called ‘financial doping’ by opening an informal consideration of a third continental club competition. #BambaSportpic.twitter.com/d2hTdaLXLn
— Bamba Sport (@BambaSports) September 3, 2018
UEFA-bikarinn var stofnaður 1971 en hann varð seinna af Evrópudeildinni. Árið 1999 var Evrópukeppni bikarhafa lögð niður og sameinuð UEFA-bikarnum.
Það voru þrjár Evrópukeppnir í 28 ár en hafa nú verið aðeins tvær í nítján ár. Það mun væntanlega breytast aftur frá og með árinu 2021.