Yrkir ádrepur af ýmsu tagi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. september 2018 08:00 Helgi yrkir bæði í baði og á hjóli, enda hefur hann ekkert annað að gera á meðan, að eigin sögn. Vísir/Eyþór Þetta eru ádrepur og ádeilur af ýmsum toga, þar á meðal stjórnmálalegum, en þó ekki einungis. Mér finnst dálítið gaman að eiga einhvers staðar í kvæðaformi vissa atburði líðandi stundar sem urðu að dægurþrasi eða dægurflugum og hurfu svo nánast út í vindinn.“ Þannig lýsir Helgi Ingólfsson, sögukennari í MR, efni nýrrar bókar sem var að koma út eftir hann. Kver um kerskni og heimsósóma heitir hún og er í bundnu máli. Hann yrkir undir hefðbundnum bragarháttum. Sléttubönd, hvað þá annað. „Ég er samt ekkert pæla mikið í þeim fræðum. Ef maður lærir eitthvað af lausavísum og kvæðum þá kemur tilfinningin sjálfkrafa. Þetta er bara þjálfun,“ útskýrir hann. Helgi kveðst hafa lært mikið af ljóðum á sínum tíma. „Þegar ég var í barnaskóla og gagnfræðaskóla þurfti ég að læra reiðinnar býsn utanbókar og hef ekki séð eftir því, það hefur nýst mér.“ Ekki kveðst hann fullyrða að hann geri vísu á hverjum degi. „En ef ég fer í bað þá hef ég ekkert annað að gera en yrkja, ég ferðast líka mikið á hjóli og það sama gildir þar.“ Ég hef orð á að eitt ljóðið í bókinni heiti líka Reiðhjólakviða. „Já, hún á ekki síður við um mig en þann sem ort er um þar (Hjálmar). Svo er auðvitað töluvert af þessu pólitískt heimsósómaraus þar sem ég reyni að skjóta á menn í öllum flokkum. Það helgast dálítið af því hverjir hafa setið við stjórnvölinn á síðustu árum. Ég held ég eigi ekki vin í neinum stjórnmálaflokki lengur.“ Þetta er fimmtánda bók Helga frá árinu 1994. Þess má geta að hann hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar er þau voru veitt í fyrsta sinn, það ár. Flestar bækur hans eru skáldsögur. Þetta er ljóðabók númer tvö. „Eins og þú sérð þá nær þessi bók frá 2014 til 2018. Það mætti halda að þar væri verið að minnast hundrað ára afmælis fyrri heimsstyrjaldarinnar sem stóð frá 1914 til 1918. Kannski kemur næsta bók af þessum toga 2039 til 2045, það yrði þá seinni heimsstyrjöldin.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Þetta eru ádrepur og ádeilur af ýmsum toga, þar á meðal stjórnmálalegum, en þó ekki einungis. Mér finnst dálítið gaman að eiga einhvers staðar í kvæðaformi vissa atburði líðandi stundar sem urðu að dægurþrasi eða dægurflugum og hurfu svo nánast út í vindinn.“ Þannig lýsir Helgi Ingólfsson, sögukennari í MR, efni nýrrar bókar sem var að koma út eftir hann. Kver um kerskni og heimsósóma heitir hún og er í bundnu máli. Hann yrkir undir hefðbundnum bragarháttum. Sléttubönd, hvað þá annað. „Ég er samt ekkert pæla mikið í þeim fræðum. Ef maður lærir eitthvað af lausavísum og kvæðum þá kemur tilfinningin sjálfkrafa. Þetta er bara þjálfun,“ útskýrir hann. Helgi kveðst hafa lært mikið af ljóðum á sínum tíma. „Þegar ég var í barnaskóla og gagnfræðaskóla þurfti ég að læra reiðinnar býsn utanbókar og hef ekki séð eftir því, það hefur nýst mér.“ Ekki kveðst hann fullyrða að hann geri vísu á hverjum degi. „En ef ég fer í bað þá hef ég ekkert annað að gera en yrkja, ég ferðast líka mikið á hjóli og það sama gildir þar.“ Ég hef orð á að eitt ljóðið í bókinni heiti líka Reiðhjólakviða. „Já, hún á ekki síður við um mig en þann sem ort er um þar (Hjálmar). Svo er auðvitað töluvert af þessu pólitískt heimsósómaraus þar sem ég reyni að skjóta á menn í öllum flokkum. Það helgast dálítið af því hverjir hafa setið við stjórnvölinn á síðustu árum. Ég held ég eigi ekki vin í neinum stjórnmálaflokki lengur.“ Þetta er fimmtánda bók Helga frá árinu 1994. Þess má geta að hann hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar er þau voru veitt í fyrsta sinn, það ár. Flestar bækur hans eru skáldsögur. Þetta er ljóðabók númer tvö. „Eins og þú sérð þá nær þessi bók frá 2014 til 2018. Það mætti halda að þar væri verið að minnast hundrað ára afmælis fyrri heimsstyrjaldarinnar sem stóð frá 1914 til 1918. Kannski kemur næsta bók af þessum toga 2039 til 2045, það yrði þá seinni heimsstyrjöldin.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira