Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - FH 1-1 | Agalausir FH-ingar gerðu jafntefli í Víkinni Gabríel Sighvatsson skrifar 16. september 2018 17:30 Ólafur Kristjánsson er þjálfari FH. vísir/bára Víkingur og FH skildu jöfn er liðin mættust í Pepsi-deild karla í Víkinni í dag. Fyrir leikinn voru Hafnfirðingar í mikill Evrópubaráttu og þurftu því á stigunum þremur að halda. Víkingur mátti heldur ekki við því að misstíga sig enda munar ekki miklu á liðunum í fallsæti fyrir neðan. Leikurinn var afar bragðdaufur fyrstu 60 mínúturnar eða svo, þar sem hvorugt liðið náði að brjóta vörn andstæðingsins. Besta færi fyrri hálfleiksins kom undir lokin þegar skot FH-manna fór í varnarmann og rétt framhjá markinu. Í seinni hálfleik komu FH-ingar sterkari til leiks á meðan Víkingar héldu áfram að reyna að halda þeim í skefjum og beita skyndisóknum. Það var þvert gegn gangi leiksins sem heimamenn komust yfir með marki Gunnlaugs Fannars Guðmundssonar en hann átti fínan leik í dag. Hjörtur Logi átti þá skot í slá og út og fimm mínútum seinna var staðan orðin jöfn þegar Jákup Thomsen jafnaði metin eftir flotta sendingu Robbie Crawford sem var maður leiksins í dag. Í millitíðinni hafði Pétur Viðarsson fengið rautt spjald af bekknum og stuttu seinna lét Steven Lennon nokkur vel valin orð falla og var fyrir vikið vísað af velli með beint rautt spjald. Ekki var meira skorað í þessum leik og bæði lið fúl að þurfa að deila stigunum.Hvers vegna var jafntefli? Leikurinn var mjög bragðdaufur framan af og voru ekki mörg dauðafæri. Mikil barátta og nokkur rauð spjöld fóru á loft og jafntefli líklega sanngjörn niðurstaða.Hvað gekk illa? FH-ingar náðu ekki að brjóta vörn Víkinga á bak aftur og vantaði ákefð í liðið. Um leið og Víkingar komust yfir duttu þeir of neðarlega og restina af leiknum voru þeir í vandræðum í vörninni.Hverjir stóðu upp úr? Í svona leik er ekki marga hægt að taka út sem stóðu upp úr. Robert Crawford fær titilinn maður leiksins, spilaði vel og lagði upp mark FH-inga. Steven Lennon var líflegur en fékk rautt spjald undir lok leiksins. Gunnlaugur Fannar var bestur í liði heimamanna og skoraði markið sem tryggði Víkingum eitt stig í leiknum.Hvað gerist næst? Brekkan er orðin brött fyrir FH sem þarf að treysta á önnur úrslit til að ná 4. sæti. Þá á FH erfiðan leik framundan gegn Val. Víkingur fer suður með sjó og sækir Keflvíkinga heim og þurfa sigur þar til að forðast falldrauginn.Ólafur: Örlögin grípa í taumana „Ég er svekktur með jafntefli, en spilamennskan var ekki að leiða til einhvers meira. Það er ekki fyrr en Víkingur skorar að við setjum í gírinn. Þetta voru hárugar fyrstu 60-70 mínútur og úrslitin eru eftir því og afleiðingar af því sem við gerum í þessum leik og „súmmerar“ okkar sumar nokkuð vel.“ Óli gerði nokkrar taktískar breytingar undir lok leiks til að reyna að sækja sigurinn. „Við skiptum Pétri út af því hann var á síðasta séns með að fá gult og þar með rautt spjald, þannig að það var þvingað og fúl skipting. Svo vildi ég fá meiri sóknarþunga og þriðja senterinn upp og sjá hvort við gætum herjað í annað mark. Við vorum að reyna að sækja sigurinn ekki að hanga á einhverju jafntefli og við vorum nálægt því.“ „Það má deila um hvort skotið í þverslánna og niður hafi verið mark eða ekki og þegar við tökum aukaspyrnu sem fer í síðuna á leikmanni Víkings sem stakk aðeins út.“ Það var mikill hasar undir lokin þegar tveir leikmenn FH fengu að líta rauða spjaldið í bæði skiptin eftir orðaskipti við dómara leiksins. „Ég get útskýrt þetta frá mínum bæjardyrum, það verða örugglega deildar meiningar um það líka. Það fyrra var þegar Pétur var með eitthvað orðbragð þegar boltinn fór í þverslánna og hann vildi meina að hann hefði verið inni.“ „Seinna var þegar Steven Lennon segir „It‘s a fucking joke!“ og þar af leiðandi blótsyrðið „fucking.“ Mér skildist að aðstoðardómarinn hafi tekið því þannig að hann hafði verið að segja við aðstoðardómarann að hann væri (djók). „It‘s, you“, munurinn á því hefði ekki alveg borist rétt yfir.“ „Auðvitað er það súrt og fúlt að fá rautt spjald og það þýðir að þessir leikmenn eru í banni og við megum illa við því. En það er svona þegar örlögin grípa í taumana með þessum hætti. Þetta er svona „lost in translation“ þýðingin á orðunum hún mistókst aðeins þarna.“ sagði Óli. Hjörtur Logi Valgarðsson átti í seinni hálfleik skot í þverslánna og niður en var boltinn inni eða ekki? „Ef þú spyrð Loga Ólafs (þjálfara Víkings) þá vill hann örugglega meina að hann hafi ekki verið inni. Maður sér þetta oft með þeim augum þeim megin sem maður er. Mér fannst einhverjar líkur á að hann hafi verið inni en ef þetta hefði verið okkar mark, þá hefði mér aldrei þótt að hann væri inni, það er ómögulegt að skera úr um það og við vonum að aðstoðardómarinn hafi séð þetta mjög vel.“ Logi: Ekki spurt um sanngirni í fótbolta síðan á döugm Jóns „Það var leiðinlegt að við skyldum fá á okkur þetta jöfnunarmark eftir að við náðum að halda þeim í núllinu mjög lengi. Við erum svekktir að því leyti að fá á okkur þetta mark en hinsvegar hefur varnarleikurinn gengið mjög vel, þeir hafa verið að spila með 3-ja manna vörn og vængbakverði, þeir gerðu vel á móti KR með það og við vissum að þeir myndu reyna það hér.“ sagði Logi sem var nokkuð ánægður með spilamennsku liðsins. „Það virtist ekki ganga nógu vel, því þeir breyta svo í 4-4-2 þannig að eitthvað hefur gengið vel hjá okkur og varnarleikurinn var góður heilt yfir og við vorm í færum. Maður býst ekki við að fá mörg færi á móti FH en okkur tókst að fá nokkur og gera eitt mark. Við erum pínu svekktir að hafa misst af tveimur stigum.“ Kannski voru jafntefli sanngjörn úrslit en með smá heppni hefðu Víkingar getað fengið stigin þrjú. „Það hefur ekki verið spurt um sanngirni í fótbolta síðan á dögum Jóns Hreggviðssonar. Við viljum einhvern tímann vera heppnir sem hefur ekki fylgt okkur í sumar.“ Eitt stig hjálpar Víkingi ekki mikið á fallbaráttunni sem er framundan. „Það er ekki alveg svo gott, því að Fjölnir vinnur sinn leik og nú eru bara 3 stig á milli okkar eða minna. Við eigum erfiða leiki eftir, við eigum eftir að fara til Keflavíkur og fáum KR í heimsókn sem er í baráttu um að fara í Evrópukeppni þannig að það er ekkert gefið í þessu og þetta er ekki búið.“ Logi vildi ekki tjá sig mikið um lætin í lokin þegar rauð spjöld fóru á loft. „Ég var meira upptekinn af spilamennsku liðsins heldur en hvað var að gerast. Það voru einhver rauð spjöld þegar FH-ingar voru ekki sáttir við dómarann.“ Pepsi Max-deild karla
Víkingur og FH skildu jöfn er liðin mættust í Pepsi-deild karla í Víkinni í dag. Fyrir leikinn voru Hafnfirðingar í mikill Evrópubaráttu og þurftu því á stigunum þremur að halda. Víkingur mátti heldur ekki við því að misstíga sig enda munar ekki miklu á liðunum í fallsæti fyrir neðan. Leikurinn var afar bragðdaufur fyrstu 60 mínúturnar eða svo, þar sem hvorugt liðið náði að brjóta vörn andstæðingsins. Besta færi fyrri hálfleiksins kom undir lokin þegar skot FH-manna fór í varnarmann og rétt framhjá markinu. Í seinni hálfleik komu FH-ingar sterkari til leiks á meðan Víkingar héldu áfram að reyna að halda þeim í skefjum og beita skyndisóknum. Það var þvert gegn gangi leiksins sem heimamenn komust yfir með marki Gunnlaugs Fannars Guðmundssonar en hann átti fínan leik í dag. Hjörtur Logi átti þá skot í slá og út og fimm mínútum seinna var staðan orðin jöfn þegar Jákup Thomsen jafnaði metin eftir flotta sendingu Robbie Crawford sem var maður leiksins í dag. Í millitíðinni hafði Pétur Viðarsson fengið rautt spjald af bekknum og stuttu seinna lét Steven Lennon nokkur vel valin orð falla og var fyrir vikið vísað af velli með beint rautt spjald. Ekki var meira skorað í þessum leik og bæði lið fúl að þurfa að deila stigunum.Hvers vegna var jafntefli? Leikurinn var mjög bragðdaufur framan af og voru ekki mörg dauðafæri. Mikil barátta og nokkur rauð spjöld fóru á loft og jafntefli líklega sanngjörn niðurstaða.Hvað gekk illa? FH-ingar náðu ekki að brjóta vörn Víkinga á bak aftur og vantaði ákefð í liðið. Um leið og Víkingar komust yfir duttu þeir of neðarlega og restina af leiknum voru þeir í vandræðum í vörninni.Hverjir stóðu upp úr? Í svona leik er ekki marga hægt að taka út sem stóðu upp úr. Robert Crawford fær titilinn maður leiksins, spilaði vel og lagði upp mark FH-inga. Steven Lennon var líflegur en fékk rautt spjald undir lok leiksins. Gunnlaugur Fannar var bestur í liði heimamanna og skoraði markið sem tryggði Víkingum eitt stig í leiknum.Hvað gerist næst? Brekkan er orðin brött fyrir FH sem þarf að treysta á önnur úrslit til að ná 4. sæti. Þá á FH erfiðan leik framundan gegn Val. Víkingur fer suður með sjó og sækir Keflvíkinga heim og þurfa sigur þar til að forðast falldrauginn.Ólafur: Örlögin grípa í taumana „Ég er svekktur með jafntefli, en spilamennskan var ekki að leiða til einhvers meira. Það er ekki fyrr en Víkingur skorar að við setjum í gírinn. Þetta voru hárugar fyrstu 60-70 mínútur og úrslitin eru eftir því og afleiðingar af því sem við gerum í þessum leik og „súmmerar“ okkar sumar nokkuð vel.“ Óli gerði nokkrar taktískar breytingar undir lok leiks til að reyna að sækja sigurinn. „Við skiptum Pétri út af því hann var á síðasta séns með að fá gult og þar með rautt spjald, þannig að það var þvingað og fúl skipting. Svo vildi ég fá meiri sóknarþunga og þriðja senterinn upp og sjá hvort við gætum herjað í annað mark. Við vorum að reyna að sækja sigurinn ekki að hanga á einhverju jafntefli og við vorum nálægt því.“ „Það má deila um hvort skotið í þverslánna og niður hafi verið mark eða ekki og þegar við tökum aukaspyrnu sem fer í síðuna á leikmanni Víkings sem stakk aðeins út.“ Það var mikill hasar undir lokin þegar tveir leikmenn FH fengu að líta rauða spjaldið í bæði skiptin eftir orðaskipti við dómara leiksins. „Ég get útskýrt þetta frá mínum bæjardyrum, það verða örugglega deildar meiningar um það líka. Það fyrra var þegar Pétur var með eitthvað orðbragð þegar boltinn fór í þverslánna og hann vildi meina að hann hefði verið inni.“ „Seinna var þegar Steven Lennon segir „It‘s a fucking joke!“ og þar af leiðandi blótsyrðið „fucking.“ Mér skildist að aðstoðardómarinn hafi tekið því þannig að hann hafði verið að segja við aðstoðardómarann að hann væri (djók). „It‘s, you“, munurinn á því hefði ekki alveg borist rétt yfir.“ „Auðvitað er það súrt og fúlt að fá rautt spjald og það þýðir að þessir leikmenn eru í banni og við megum illa við því. En það er svona þegar örlögin grípa í taumana með þessum hætti. Þetta er svona „lost in translation“ þýðingin á orðunum hún mistókst aðeins þarna.“ sagði Óli. Hjörtur Logi Valgarðsson átti í seinni hálfleik skot í þverslánna og niður en var boltinn inni eða ekki? „Ef þú spyrð Loga Ólafs (þjálfara Víkings) þá vill hann örugglega meina að hann hafi ekki verið inni. Maður sér þetta oft með þeim augum þeim megin sem maður er. Mér fannst einhverjar líkur á að hann hafi verið inni en ef þetta hefði verið okkar mark, þá hefði mér aldrei þótt að hann væri inni, það er ómögulegt að skera úr um það og við vonum að aðstoðardómarinn hafi séð þetta mjög vel.“ Logi: Ekki spurt um sanngirni í fótbolta síðan á döugm Jóns „Það var leiðinlegt að við skyldum fá á okkur þetta jöfnunarmark eftir að við náðum að halda þeim í núllinu mjög lengi. Við erum svekktir að því leyti að fá á okkur þetta mark en hinsvegar hefur varnarleikurinn gengið mjög vel, þeir hafa verið að spila með 3-ja manna vörn og vængbakverði, þeir gerðu vel á móti KR með það og við vissum að þeir myndu reyna það hér.“ sagði Logi sem var nokkuð ánægður með spilamennsku liðsins. „Það virtist ekki ganga nógu vel, því þeir breyta svo í 4-4-2 þannig að eitthvað hefur gengið vel hjá okkur og varnarleikurinn var góður heilt yfir og við vorm í færum. Maður býst ekki við að fá mörg færi á móti FH en okkur tókst að fá nokkur og gera eitt mark. Við erum pínu svekktir að hafa misst af tveimur stigum.“ Kannski voru jafntefli sanngjörn úrslit en með smá heppni hefðu Víkingar getað fengið stigin þrjú. „Það hefur ekki verið spurt um sanngirni í fótbolta síðan á dögum Jóns Hreggviðssonar. Við viljum einhvern tímann vera heppnir sem hefur ekki fylgt okkur í sumar.“ Eitt stig hjálpar Víkingi ekki mikið á fallbaráttunni sem er framundan. „Það er ekki alveg svo gott, því að Fjölnir vinnur sinn leik og nú eru bara 3 stig á milli okkar eða minna. Við eigum erfiða leiki eftir, við eigum eftir að fara til Keflavíkur og fáum KR í heimsókn sem er í baráttu um að fara í Evrópukeppni þannig að það er ekkert gefið í þessu og þetta er ekki búið.“ Logi vildi ekki tjá sig mikið um lætin í lokin þegar rauð spjöld fóru á loft. „Ég var meira upptekinn af spilamennsku liðsins heldur en hvað var að gerast. Það voru einhver rauð spjöld þegar FH-ingar voru ekki sáttir við dómarann.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti