Af oföldum ketti og dauðanum í Bónus Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 15. september 2018 08:00 Viltu verða betri manneskja eða bitrari? Spyr Charlotte sem veltir fyrir sér dauðleikanum. Vísir/Eyþór Listakonan Charlotte Bøving er Íslendingum að góðu kunn. Hún hefur búið á Íslandi samanlagt í fimmtán ár með eiginmanni sínum, Benedikt Erlingssyni leikstjóra. Hún átti að baki glæstan feril í dönsku leikhúsi þegar hún flutti fyrst hingað til lands árið 1999. Hún og Benedikt bjuggu í nokkur ár í Kaupmannahöfn stuttu eftir aldamótin. Þau fluttu alfarið hingað heim árið 2007 og búa nú í Mosfellsbæ. Það er ekkert einfalt mál fyrir leikara að byggja upp nýjan feril, á nýju tungumáli. Að verða allt í einu innflytjandi. Charlotte hefur aldreið látið það stöðva sig og notað hindranir í veginum og líf sitt sem efnivið. Hún var tilnefnd til Grímunnar fyrir einleik sinn Hina smyrjandi jómfrú árið 2003. Í einleiknum byggði hún á reynslu sinni af því að flytjast til Íslands. Í öðru verki frá árinu 2010, kabarettinum Þetta er lífið – og nu er kaffen klar heldur hún áfram að nota lífshlaupið sem efnivið. Verkið er nokkurs konar óður til lífsins og Charlotte hlaut Grímutilnefningu 2011 fyrir besta sönginn. „Ég dey“ er þriðji einleikur Charlotte og blaðamaður fær tækifæri til þess að skyggnast inn í sköpunarferlið. Einleikurinn verður fluttur í janúar á næsta ári og Charlotte ætlar að takast á við dauðann sjálfan frá sjónarhóli lífsins.Í stellingum vísindamanns Charlotte segist setja sig í stellingar vísindamanns þegar hún semur leikverk og undanfarin ár hefur hún skoðað allt mögulegt með augum dauðans. Hversdagslegar Bónusferðir og hversu mikið heimiliskötturinn fær að éta snýst upp í hugleiðingar um dauðann. „Ég var nýorðin 50 ára þegar þeirri hugsun laust niður að ég myndi deyja. Hvers vegna í ósköpunum hafði ég ekki hugleitt áður að ég myndi deyja?“ segir Charlotte sem býður blaðamanni í aðsetur sitt í miðborginni, Skemmtihúsið á Laufásvegi 22A. Hús sem hjónin Brynja Benediktsdóttir og Erlingur Gíslason byggðu sér sem vinnustofu, stúdíó, gallerí og athvarf fyrir leiklistarstarfsemi. Eftir að þau féllu bæði frá er húsið enn að miklu leyti notað í þágu leiklistarinnar. Charlotte semur og æfir í húsinu. „Hér get ég æft mig og skrifað. Leikhúshópurinn sem ég vinn með, Ratatam, æfir hér. Ég ætla líka að halda námskeið hér,“ segir Charlotte sem hefur starfað sem markþjálfi frá árinu 2010. „Hér er ég alla daga að hugsa um dauðann,“ segir hún og starir á blaðamann og skellir svo upp úr. Hún hefur einstakt lag á því að nota minnstu svipbrigði til að kalla fram það broslega.Hélt ég myndi ekki vinna aftur „Ég átti stórafmæli fyrir fjórum árum og varð þá svo hissa á því að fortíðin var orðin lengri en framtíðin. Ég hafði farið í gegnum lífið hratt, eiginlega á handahlaupum. En þarna stansaði ég og hugsaði: Hei! Hvers vegna er ég eiginlega að þessu? Hvers vegna hef ég ekki horfst í augu við það fyrr að ég þarf að deyja? Að ég þurfi að fara héðan,“ segir Charlotte um kveikjuna að leikverkinu. Dauðinn fór að smeygja sér inn í allar hugsanir og snúa öllu á haus. „Ef við horfumst í augu við dauða okkar, myndi það breyta einhverju um það hvernig okkur langar að lifa? Þetta fannst mér svo spennandi tilhugsun. Nokkru áður fylltist ég ótta. Ég fór að sækja um stjórnunarstöður hér og þar. Komst oft áfram, fékk viðtal en fékk svo ekki starfið. Ég hélt ég myndi ekki vinna aftur. Nú væri ég bara orðin of gömul. Ég þyrfti að drífa mig að finna vinnu. Fastráða mig,“ segir Charlotte. „Það var auðvitað engin skynsemi í þessar panikk hjá mér. Með óttanum fylgdi ákveðin uppgjöf. Ég gafst svolítið upp. Fannst ég eins og Sýsifos, rúllandi hnullungi upp sama fjallið,“ segir hún. „Þetta var ekki algjör uppgjöf, þetta var smá tilvistarkrísa. En krísan tók fljótt enda þegar ég varð hugfangin af dauðanum,“ segir Charlotte.Rannsakar dauðann „Einn daginn kom þessi hugmynd sterkt til mín: Þú verður að gera sýningu um dauðann. Ég fór strax að rannsaka dauðann. Lesa mér til. Skoða allt í lífinu með augum dauðans. Hann var nefnilega ekki mjög nálægt mér. Stærsti missir minn var þegar Brynja, móðir Benedikts, dó. Andi hennar svífur einmitt hér yfir í Skemmtihúsinu. Hún dó árið 2008, þá var ég kasólétt að tvíburum. Hún náði því miður aldrei að hitta tvíburana. Eitt lagið í kabarettinum Þetta er lífið var tileinkað henni Brynju,“ rifjar Charlotte upp. „Ég fann mig í stiganum á leið niður. Það var Carl Jung sem setti fram myndlíkinguna um æviskeiðið sem gang upp og niður stiga. Við klifrum upp þar til æviskeiðið er hálfnað, svo höldum við niður. Næsta stopp dauðinn! Og hvernig líður manni á leið niður stigann? Hvernig getur manni liðið? Ég er að hugleiða um þetta, mér finnst að einmitt á þessu æviskeiði þurfi maður ekki að þóknast neinum öðrum en sjálfum sér. Ég þarf auðvitað að lifa, vinna mér inn tekjur. Að skapa og miðla eru líka grunnþarfir hjá mér. Ég get hins vegar valið mér allt annað og meira frelsandi viðhorf en áður. Og svo þarf maður að læra að sleppa! Það er ein af stóru lexíum þessa lífs,“ segir Charlotte.Betri eða bitrari? „Við höfum hvort sem er ekki val. Við þurfum að sleppa. Við missum vini og ættingja. Ég missti vinkonu mína úr krabbameini. Við þurfum að sleppa börnunum okkar. Og í lokin þurfum við auðvitað að sleppa tökunum á lífinu sjálfu. En kannski þurfum við líka að sleppa hugmyndum um heiminn og okkur sjálf,“ nefnir Charlotte og segist finna það sjálf að hún þurfi að sleppa ýmsu sem hún vilji ekki burðast með. „Það er svo margt sem þjónar engum tilgangi að draga með sér,“ bendir hún réttilega á. „Vinkona mín sem ég missti var ákaflega gjafmild. Ég ákvað að taka þann eiginleika og láta hana lifa í gegnum hann. En sumu verðum við að sleppa. Til að verða frjáls. Viltu verða betri manneskja eða bitrari? Eftir fimmtugt þá þurfum við að taka margt í okkar fari alvarlega ef við höfum ekki þurft þess áður. Viltu verða eins og þú varst þegar þú varst níu ára gömul? Frjáls, með vængi? Já, ég vil vera lifandi manneskja. Ég ætla að lifa lífinu lifandi þangað til ég verð tekin í burtu,“ segir Charlotte.Charlotte BovingBónus – hús dauðans „Ég er auðvitað ekki að leysa lífsgátuna. Mig langar bara að gefa fólki möguleika á því að uppgötva eitthvað nýtt. Finna sín eigin svör. Og þetta hefur verið skemmtilegt rannsóknarefni, ég spegla mínar eigin uppgötvanir og það sem ég hef lesið mér til um. Tökum hversdagslegt dæmi. Bónus! Bónus er hús dauðans. Allt inni í Bónus er annaðhvort dautt eða deyjandi. Allt grænmetið er deyjandi. Kjötið dautt. Maður horfir í kringum sig, allt innpakkað í plast. Ef ég kaupi það ekki þá rotnar það og allt er til einskis. Þetta er rosaleg ábyrgð að fara í Bónus! Öll þessi dýr sem þurftu að deyja, allt þetta grænmeti. Mér finnst ég oft horfa beint inn í tilgangsleysið í Bónus. Endalaus hringrás dauðans!“ Heimiliskötturinn Kókus er líka tilefni til heimspekilegra vangaveltna um dauða og ábyrgð. „Við eigum kött og hann er rosalega feitur. Þegar fólk kom í heimsókn var það oft að minnast á að hann væri jú dálítið stór. Og þá fékk ég hnút í magann. Jú, það eru nú mömmurnar sem bera ábyrgð á því ef einhver á heimilinu er ofalinn. Það er nú ekki almennt viðurkennt. Það talar enginn um það. En þannig er það. Ég horfi á Kókus og hugsa, ég verð að grenna hann. Það er á mína ábyrgð. Ég sagði fjölskyldunni að aðeins ég mætti gefa honum að borða. Aðeins tveimur mánuðum seinna var hann orðinn miklu penni. En um leið fór ég að finna dauða fugla. Þetta var í júnímánuði og ég fann þá hauslausa á víð og dreif í íbúðinni. Ég fór að hugsa um alla litlu ungana sem voru nú móðurlausir og deyjandi. Jæja, hvort átti ég að velja. Góða ímynd mína sem kattauppalanda eða líf lítilla móðurlausra unga í hreiðri? Þarna fyllti ég á skálina og hægði á dauðanum allt um kring,“ segir Charlotte um gríðarleg völd sín yfir lífi og dauða í sínu næsta nágrenni.Ávaxtastund í kirkjugarðinum „Þá er það spurningin, hvað deyr og hvað deyr ekki? Hvað lifir áfram? Mamma mín er alltaf að flytja í Danmörku og í hvert skipti sem hún flytur þá finnur hún sér fallegan stað þar sem hún vill láta jarðsetja sig. Hún er mjög góð í því að finna sér fallega staði og sýnir mér þá og segir mér hvernig hún vill hafa þetta allt saman. Hér vil ég láta jarða mig og svo á að planta kirsuberjatré ofan á gröfina, segir hún. Svo við getum borðað hana. Mömmulegt ekki satt?“ segir Charlotte og leikur ferð í kirkjugarðinn með fjölskyldunni. „Komið þið krakkar, við erum að fara í kirkjugarðinn í ávaxtastund. Við erum að fara að borða smá ömmu. Kooomið þið! Og svo erum við líka með sérstakar hugmyndir um það hver má deyja og hver má ekki deyja. Mús – hún má vel deyja. En ekki hamsturinn. Svín – þau mega deyja. En hundurinn okkar, nei alls ekki, þá fyllumst við sorg,“ segir Charlotte. Leiksýning Charlotte mun án efa vera mikil skemmtun en á sama tíma krefjandi. Hún er menntaður markþjálfi og viðfangsefni hennar í kennslu eiga ýmislegt sameiginlegt með vinnu hennar við leikverkið um dauðann. Það er að segja, núið. „Ég byrjaði með námskeið fyrir tveimur árum síðan, ég kenni núvitund og seiglu, sem felst í að ráðleggja fólki um hvernig það getur nýtt sér ákveðin tæki og tól.“Fórnarlambsvælið „Í markþjálfun eru einmitt góð tæki og tól til að læra að sleppa. Maður getur til dæmis greint mynstur í eigin hegðun og ákveðið að sleppa því. Við getum tekið sem dæmi fórnarlambið í okkur. Mitt fórnarlamb vælir: Hvers vegna er þetta svona erfitt? Hvers vegna þarf ég alltaf að skrifa allt á dönsku fyrst? Hvers vegna bý ég á Íslandi? Hvers vegna gefur maðurinn minn mér aldrei blóm?“ þylur Charlotte upp í vælutón. „Á bak við fórnarlambsvælið liggja ákveðnar hugsanir og væntingar sem við höfum um okkur sjálf og aðra í kringum okkur. Ef við getum greint það og reynt að stilla þær betur af, átta okkur betur á því hvað við þurfum og hvernig við getum veitt okkur það sjálf, þá verður lífið betra. Þetta er ekki sálfræði. Mér finnst hún ekkert spennandi, þetta eru bara hversdagsleg tæki sem við getum notað. En blessað fórnarlambið, það er sko meira en að segja það að láta það flakka,“ segir hún og kímir.Þetta er ekki búið „En það má vinna í því. Í að verða betri í stað þess að verða bitrari. Ég hef tekið nokkrar stórar ákvarðanir. Ég ákvað að hætta að kvarta yfir tungumálinu og yfir veðrinu fyrir mörgum árum síðan. Þegar ég var lítil þá ákvað ég að horfast í augu við fólk. Ég var nefnilega svo feimin. Fyrst starði ég auðvitað í augun á fólki svo því hreinlega brá. En svo kom þetta. Ef þú gerir aðeins einn hlut á dag sem þú hefur aldrei gert áður þá breytist allt. Og í þetta skipti, í þessari leiksýningu þá ætla ég að gera fimm hluti á sviði sem ég hef aldrei gert áður. Ég ætla að gera eitthvað alveg nýtt. Af því að svona er lífið. Og um leið segi ég: Þetta er ekki búið! Þótt ég sé deyjandi. Það verður að vera gaman. Lífið er of stutt til að hafa ekki gaman. Hleypum inn gleðinni. Ég á ekki við að við eigum að sleppa því að horfast í augu við erfiðleika. Og auðvitað er lífið oft sorglegt. Og stundum verðum við reið. Við getum viðurkennt allar þessar tilfinningar en samt haft gaman.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Fleiri fréttir Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Sjá meira
Listakonan Charlotte Bøving er Íslendingum að góðu kunn. Hún hefur búið á Íslandi samanlagt í fimmtán ár með eiginmanni sínum, Benedikt Erlingssyni leikstjóra. Hún átti að baki glæstan feril í dönsku leikhúsi þegar hún flutti fyrst hingað til lands árið 1999. Hún og Benedikt bjuggu í nokkur ár í Kaupmannahöfn stuttu eftir aldamótin. Þau fluttu alfarið hingað heim árið 2007 og búa nú í Mosfellsbæ. Það er ekkert einfalt mál fyrir leikara að byggja upp nýjan feril, á nýju tungumáli. Að verða allt í einu innflytjandi. Charlotte hefur aldreið látið það stöðva sig og notað hindranir í veginum og líf sitt sem efnivið. Hún var tilnefnd til Grímunnar fyrir einleik sinn Hina smyrjandi jómfrú árið 2003. Í einleiknum byggði hún á reynslu sinni af því að flytjast til Íslands. Í öðru verki frá árinu 2010, kabarettinum Þetta er lífið – og nu er kaffen klar heldur hún áfram að nota lífshlaupið sem efnivið. Verkið er nokkurs konar óður til lífsins og Charlotte hlaut Grímutilnefningu 2011 fyrir besta sönginn. „Ég dey“ er þriðji einleikur Charlotte og blaðamaður fær tækifæri til þess að skyggnast inn í sköpunarferlið. Einleikurinn verður fluttur í janúar á næsta ári og Charlotte ætlar að takast á við dauðann sjálfan frá sjónarhóli lífsins.Í stellingum vísindamanns Charlotte segist setja sig í stellingar vísindamanns þegar hún semur leikverk og undanfarin ár hefur hún skoðað allt mögulegt með augum dauðans. Hversdagslegar Bónusferðir og hversu mikið heimiliskötturinn fær að éta snýst upp í hugleiðingar um dauðann. „Ég var nýorðin 50 ára þegar þeirri hugsun laust niður að ég myndi deyja. Hvers vegna í ósköpunum hafði ég ekki hugleitt áður að ég myndi deyja?“ segir Charlotte sem býður blaðamanni í aðsetur sitt í miðborginni, Skemmtihúsið á Laufásvegi 22A. Hús sem hjónin Brynja Benediktsdóttir og Erlingur Gíslason byggðu sér sem vinnustofu, stúdíó, gallerí og athvarf fyrir leiklistarstarfsemi. Eftir að þau féllu bæði frá er húsið enn að miklu leyti notað í þágu leiklistarinnar. Charlotte semur og æfir í húsinu. „Hér get ég æft mig og skrifað. Leikhúshópurinn sem ég vinn með, Ratatam, æfir hér. Ég ætla líka að halda námskeið hér,“ segir Charlotte sem hefur starfað sem markþjálfi frá árinu 2010. „Hér er ég alla daga að hugsa um dauðann,“ segir hún og starir á blaðamann og skellir svo upp úr. Hún hefur einstakt lag á því að nota minnstu svipbrigði til að kalla fram það broslega.Hélt ég myndi ekki vinna aftur „Ég átti stórafmæli fyrir fjórum árum og varð þá svo hissa á því að fortíðin var orðin lengri en framtíðin. Ég hafði farið í gegnum lífið hratt, eiginlega á handahlaupum. En þarna stansaði ég og hugsaði: Hei! Hvers vegna er ég eiginlega að þessu? Hvers vegna hef ég ekki horfst í augu við það fyrr að ég þarf að deyja? Að ég þurfi að fara héðan,“ segir Charlotte um kveikjuna að leikverkinu. Dauðinn fór að smeygja sér inn í allar hugsanir og snúa öllu á haus. „Ef við horfumst í augu við dauða okkar, myndi það breyta einhverju um það hvernig okkur langar að lifa? Þetta fannst mér svo spennandi tilhugsun. Nokkru áður fylltist ég ótta. Ég fór að sækja um stjórnunarstöður hér og þar. Komst oft áfram, fékk viðtal en fékk svo ekki starfið. Ég hélt ég myndi ekki vinna aftur. Nú væri ég bara orðin of gömul. Ég þyrfti að drífa mig að finna vinnu. Fastráða mig,“ segir Charlotte. „Það var auðvitað engin skynsemi í þessar panikk hjá mér. Með óttanum fylgdi ákveðin uppgjöf. Ég gafst svolítið upp. Fannst ég eins og Sýsifos, rúllandi hnullungi upp sama fjallið,“ segir hún. „Þetta var ekki algjör uppgjöf, þetta var smá tilvistarkrísa. En krísan tók fljótt enda þegar ég varð hugfangin af dauðanum,“ segir Charlotte.Rannsakar dauðann „Einn daginn kom þessi hugmynd sterkt til mín: Þú verður að gera sýningu um dauðann. Ég fór strax að rannsaka dauðann. Lesa mér til. Skoða allt í lífinu með augum dauðans. Hann var nefnilega ekki mjög nálægt mér. Stærsti missir minn var þegar Brynja, móðir Benedikts, dó. Andi hennar svífur einmitt hér yfir í Skemmtihúsinu. Hún dó árið 2008, þá var ég kasólétt að tvíburum. Hún náði því miður aldrei að hitta tvíburana. Eitt lagið í kabarettinum Þetta er lífið var tileinkað henni Brynju,“ rifjar Charlotte upp. „Ég fann mig í stiganum á leið niður. Það var Carl Jung sem setti fram myndlíkinguna um æviskeiðið sem gang upp og niður stiga. Við klifrum upp þar til æviskeiðið er hálfnað, svo höldum við niður. Næsta stopp dauðinn! Og hvernig líður manni á leið niður stigann? Hvernig getur manni liðið? Ég er að hugleiða um þetta, mér finnst að einmitt á þessu æviskeiði þurfi maður ekki að þóknast neinum öðrum en sjálfum sér. Ég þarf auðvitað að lifa, vinna mér inn tekjur. Að skapa og miðla eru líka grunnþarfir hjá mér. Ég get hins vegar valið mér allt annað og meira frelsandi viðhorf en áður. Og svo þarf maður að læra að sleppa! Það er ein af stóru lexíum þessa lífs,“ segir Charlotte.Betri eða bitrari? „Við höfum hvort sem er ekki val. Við þurfum að sleppa. Við missum vini og ættingja. Ég missti vinkonu mína úr krabbameini. Við þurfum að sleppa börnunum okkar. Og í lokin þurfum við auðvitað að sleppa tökunum á lífinu sjálfu. En kannski þurfum við líka að sleppa hugmyndum um heiminn og okkur sjálf,“ nefnir Charlotte og segist finna það sjálf að hún þurfi að sleppa ýmsu sem hún vilji ekki burðast með. „Það er svo margt sem þjónar engum tilgangi að draga með sér,“ bendir hún réttilega á. „Vinkona mín sem ég missti var ákaflega gjafmild. Ég ákvað að taka þann eiginleika og láta hana lifa í gegnum hann. En sumu verðum við að sleppa. Til að verða frjáls. Viltu verða betri manneskja eða bitrari? Eftir fimmtugt þá þurfum við að taka margt í okkar fari alvarlega ef við höfum ekki þurft þess áður. Viltu verða eins og þú varst þegar þú varst níu ára gömul? Frjáls, með vængi? Já, ég vil vera lifandi manneskja. Ég ætla að lifa lífinu lifandi þangað til ég verð tekin í burtu,“ segir Charlotte.Charlotte BovingBónus – hús dauðans „Ég er auðvitað ekki að leysa lífsgátuna. Mig langar bara að gefa fólki möguleika á því að uppgötva eitthvað nýtt. Finna sín eigin svör. Og þetta hefur verið skemmtilegt rannsóknarefni, ég spegla mínar eigin uppgötvanir og það sem ég hef lesið mér til um. Tökum hversdagslegt dæmi. Bónus! Bónus er hús dauðans. Allt inni í Bónus er annaðhvort dautt eða deyjandi. Allt grænmetið er deyjandi. Kjötið dautt. Maður horfir í kringum sig, allt innpakkað í plast. Ef ég kaupi það ekki þá rotnar það og allt er til einskis. Þetta er rosaleg ábyrgð að fara í Bónus! Öll þessi dýr sem þurftu að deyja, allt þetta grænmeti. Mér finnst ég oft horfa beint inn í tilgangsleysið í Bónus. Endalaus hringrás dauðans!“ Heimiliskötturinn Kókus er líka tilefni til heimspekilegra vangaveltna um dauða og ábyrgð. „Við eigum kött og hann er rosalega feitur. Þegar fólk kom í heimsókn var það oft að minnast á að hann væri jú dálítið stór. Og þá fékk ég hnút í magann. Jú, það eru nú mömmurnar sem bera ábyrgð á því ef einhver á heimilinu er ofalinn. Það er nú ekki almennt viðurkennt. Það talar enginn um það. En þannig er það. Ég horfi á Kókus og hugsa, ég verð að grenna hann. Það er á mína ábyrgð. Ég sagði fjölskyldunni að aðeins ég mætti gefa honum að borða. Aðeins tveimur mánuðum seinna var hann orðinn miklu penni. En um leið fór ég að finna dauða fugla. Þetta var í júnímánuði og ég fann þá hauslausa á víð og dreif í íbúðinni. Ég fór að hugsa um alla litlu ungana sem voru nú móðurlausir og deyjandi. Jæja, hvort átti ég að velja. Góða ímynd mína sem kattauppalanda eða líf lítilla móðurlausra unga í hreiðri? Þarna fyllti ég á skálina og hægði á dauðanum allt um kring,“ segir Charlotte um gríðarleg völd sín yfir lífi og dauða í sínu næsta nágrenni.Ávaxtastund í kirkjugarðinum „Þá er það spurningin, hvað deyr og hvað deyr ekki? Hvað lifir áfram? Mamma mín er alltaf að flytja í Danmörku og í hvert skipti sem hún flytur þá finnur hún sér fallegan stað þar sem hún vill láta jarðsetja sig. Hún er mjög góð í því að finna sér fallega staði og sýnir mér þá og segir mér hvernig hún vill hafa þetta allt saman. Hér vil ég láta jarða mig og svo á að planta kirsuberjatré ofan á gröfina, segir hún. Svo við getum borðað hana. Mömmulegt ekki satt?“ segir Charlotte og leikur ferð í kirkjugarðinn með fjölskyldunni. „Komið þið krakkar, við erum að fara í kirkjugarðinn í ávaxtastund. Við erum að fara að borða smá ömmu. Kooomið þið! Og svo erum við líka með sérstakar hugmyndir um það hver má deyja og hver má ekki deyja. Mús – hún má vel deyja. En ekki hamsturinn. Svín – þau mega deyja. En hundurinn okkar, nei alls ekki, þá fyllumst við sorg,“ segir Charlotte. Leiksýning Charlotte mun án efa vera mikil skemmtun en á sama tíma krefjandi. Hún er menntaður markþjálfi og viðfangsefni hennar í kennslu eiga ýmislegt sameiginlegt með vinnu hennar við leikverkið um dauðann. Það er að segja, núið. „Ég byrjaði með námskeið fyrir tveimur árum síðan, ég kenni núvitund og seiglu, sem felst í að ráðleggja fólki um hvernig það getur nýtt sér ákveðin tæki og tól.“Fórnarlambsvælið „Í markþjálfun eru einmitt góð tæki og tól til að læra að sleppa. Maður getur til dæmis greint mynstur í eigin hegðun og ákveðið að sleppa því. Við getum tekið sem dæmi fórnarlambið í okkur. Mitt fórnarlamb vælir: Hvers vegna er þetta svona erfitt? Hvers vegna þarf ég alltaf að skrifa allt á dönsku fyrst? Hvers vegna bý ég á Íslandi? Hvers vegna gefur maðurinn minn mér aldrei blóm?“ þylur Charlotte upp í vælutón. „Á bak við fórnarlambsvælið liggja ákveðnar hugsanir og væntingar sem við höfum um okkur sjálf og aðra í kringum okkur. Ef við getum greint það og reynt að stilla þær betur af, átta okkur betur á því hvað við þurfum og hvernig við getum veitt okkur það sjálf, þá verður lífið betra. Þetta er ekki sálfræði. Mér finnst hún ekkert spennandi, þetta eru bara hversdagsleg tæki sem við getum notað. En blessað fórnarlambið, það er sko meira en að segja það að láta það flakka,“ segir hún og kímir.Þetta er ekki búið „En það má vinna í því. Í að verða betri í stað þess að verða bitrari. Ég hef tekið nokkrar stórar ákvarðanir. Ég ákvað að hætta að kvarta yfir tungumálinu og yfir veðrinu fyrir mörgum árum síðan. Þegar ég var lítil þá ákvað ég að horfast í augu við fólk. Ég var nefnilega svo feimin. Fyrst starði ég auðvitað í augun á fólki svo því hreinlega brá. En svo kom þetta. Ef þú gerir aðeins einn hlut á dag sem þú hefur aldrei gert áður þá breytist allt. Og í þetta skipti, í þessari leiksýningu þá ætla ég að gera fimm hluti á sviði sem ég hef aldrei gert áður. Ég ætla að gera eitthvað alveg nýtt. Af því að svona er lífið. Og um leið segi ég: Þetta er ekki búið! Þótt ég sé deyjandi. Það verður að vera gaman. Lífið er of stutt til að hafa ekki gaman. Hleypum inn gleðinni. Ég á ekki við að við eigum að sleppa því að horfast í augu við erfiðleika. Og auðvitað er lífið oft sorglegt. Og stundum verðum við reið. Við getum viðurkennt allar þessar tilfinningar en samt haft gaman.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Fleiri fréttir Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Sjá meira