Grande tjáir sig um andlát Millers í fyrsta sinn: „Við töluðum um þetta, svo oft“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. september 2018 20:54 Miller og Grande á góðgerðartónleikum í Manchester, stuttu eftir hryðjuverkaárásina sem gerð var á tónleikum hennar þar í borg. Vísir/Getty Söngkonan Ariana Grande tjáði sig í fyrsta sinn um andlát rapparans Macs Millers, sem lést úr ofneyslu eiturlyfja í síðustu viku, á Instagram-reikningi sínum í dag. Grande og Miller voru par í tvö ár áður en þau tilkynntu um sambandsslit sín í maí síðastliðnum. „Ég dýrkaði þig frá því ég hitti þig fyrst þegar ég var nítján ára og ég mun gera það alla tíð. Ég trúi ekki að þú sért ekki hérna lengur. Ég næ ekki utan um það. Við töluðum um þetta. Svo oft,“ skrifar Grande. „Ég er svo reið, ég er svo leið, ég veit ekki hvað ég á að gera. Þú varst dýrmætasti vinur minn. Svo lengi. Ofar öllu öðru. Mér þykir svo fyrir því að ég hafi ekki getað lagað eða fjarlægt sársaukann. Mig langaði virkilega til þess.“ Grande hefur þurft að þola mikið áreiti frá aðdáendum Millers eftir að fregnir bárust af andláti hans. Grande var sökuð um að hafa verið valdur að dauða Millers vegna þess hversu fljótt hún tók saman við grínistann Pete Davidson. Grande og Davidson trúlofuðu sig snemma í sumar, skömmu eftir að Grande tilkynnti um sambandsslit sín og Miller. Grande lýkur svo færslunni með hinstu kveðju til Millers. „Besta, yndislegasta sálin með djöfla sem hann átti aldrei skilið að draga. Ég vona að þér líði vel núna. Hvíldu þig.“ Grande hafði áður brugðist við andláti Millers en hún birti mynd af honum á Instagram-reikningi sínum skömmu eftir að hann lést. Enginn texti fylgdi þó myndinni og er þetta því í fyrsta sinn sem eitthvað er haft eftir Grande vegna andlátsins. View this post on Instagrami adored you from the day i met you when i was nineteen and i always will. i can’t believe you aren’t here anymore. i really can’t wrap my head around it. we talked about this. so many times. i’m so mad, i’m so sad i don’t know what to do. you were my dearest friend. for so long. above anything else. i’m so sorry i couldn’t fix or take your pain away. i really wanted to. the kindest, sweetest soul with demons he never deserved. i hope you’re okay now. rest. A post shared by Ariana Grande (@arianagrande) on Sep 14, 2018 at 12:40pm PDT Tónlist Tengdar fréttir Rapparinn Mac Miller látinn Bandaríski rapparinn Mac Miller, lést í dag á heimili sínu í San Fernando Valley í nágrenni Los Angeles. 7. september 2018 21:18 Sleit sambandinu vegna fíknivandans: Aðdáendur Mac Miller herja á Ariönu Grande eftir dauðsfallið Eftir að fregnir af andláti rapparans Mac Miller bárust í gær hafa aðdáendur rapparans herjað á samfélagsmiðlareikninga söngkonunnar Ariönu Grande og margir sagt hana bera ábyrgð á dauðsfalli hans. 8. september 2018 12:40 Ariana Grande minnist Mac Miller á Instagram Bandaríska poppsöngkonana Ariana Grande setti í dag mynd af rapparanum Mac Miller á Instagram-síðu sína, en hann lést í gær. Talið er að rekja megi andlátið til þess að Miller hafi innbyrt of stóran skammt fíkniefna. 8. september 2018 22:40 Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira
Söngkonan Ariana Grande tjáði sig í fyrsta sinn um andlát rapparans Macs Millers, sem lést úr ofneyslu eiturlyfja í síðustu viku, á Instagram-reikningi sínum í dag. Grande og Miller voru par í tvö ár áður en þau tilkynntu um sambandsslit sín í maí síðastliðnum. „Ég dýrkaði þig frá því ég hitti þig fyrst þegar ég var nítján ára og ég mun gera það alla tíð. Ég trúi ekki að þú sért ekki hérna lengur. Ég næ ekki utan um það. Við töluðum um þetta. Svo oft,“ skrifar Grande. „Ég er svo reið, ég er svo leið, ég veit ekki hvað ég á að gera. Þú varst dýrmætasti vinur minn. Svo lengi. Ofar öllu öðru. Mér þykir svo fyrir því að ég hafi ekki getað lagað eða fjarlægt sársaukann. Mig langaði virkilega til þess.“ Grande hefur þurft að þola mikið áreiti frá aðdáendum Millers eftir að fregnir bárust af andláti hans. Grande var sökuð um að hafa verið valdur að dauða Millers vegna þess hversu fljótt hún tók saman við grínistann Pete Davidson. Grande og Davidson trúlofuðu sig snemma í sumar, skömmu eftir að Grande tilkynnti um sambandsslit sín og Miller. Grande lýkur svo færslunni með hinstu kveðju til Millers. „Besta, yndislegasta sálin með djöfla sem hann átti aldrei skilið að draga. Ég vona að þér líði vel núna. Hvíldu þig.“ Grande hafði áður brugðist við andláti Millers en hún birti mynd af honum á Instagram-reikningi sínum skömmu eftir að hann lést. Enginn texti fylgdi þó myndinni og er þetta því í fyrsta sinn sem eitthvað er haft eftir Grande vegna andlátsins. View this post on Instagrami adored you from the day i met you when i was nineteen and i always will. i can’t believe you aren’t here anymore. i really can’t wrap my head around it. we talked about this. so many times. i’m so mad, i’m so sad i don’t know what to do. you were my dearest friend. for so long. above anything else. i’m so sorry i couldn’t fix or take your pain away. i really wanted to. the kindest, sweetest soul with demons he never deserved. i hope you’re okay now. rest. A post shared by Ariana Grande (@arianagrande) on Sep 14, 2018 at 12:40pm PDT
Tónlist Tengdar fréttir Rapparinn Mac Miller látinn Bandaríski rapparinn Mac Miller, lést í dag á heimili sínu í San Fernando Valley í nágrenni Los Angeles. 7. september 2018 21:18 Sleit sambandinu vegna fíknivandans: Aðdáendur Mac Miller herja á Ariönu Grande eftir dauðsfallið Eftir að fregnir af andláti rapparans Mac Miller bárust í gær hafa aðdáendur rapparans herjað á samfélagsmiðlareikninga söngkonunnar Ariönu Grande og margir sagt hana bera ábyrgð á dauðsfalli hans. 8. september 2018 12:40 Ariana Grande minnist Mac Miller á Instagram Bandaríska poppsöngkonana Ariana Grande setti í dag mynd af rapparanum Mac Miller á Instagram-síðu sína, en hann lést í gær. Talið er að rekja megi andlátið til þess að Miller hafi innbyrt of stóran skammt fíkniefna. 8. september 2018 22:40 Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira
Rapparinn Mac Miller látinn Bandaríski rapparinn Mac Miller, lést í dag á heimili sínu í San Fernando Valley í nágrenni Los Angeles. 7. september 2018 21:18
Sleit sambandinu vegna fíknivandans: Aðdáendur Mac Miller herja á Ariönu Grande eftir dauðsfallið Eftir að fregnir af andláti rapparans Mac Miller bárust í gær hafa aðdáendur rapparans herjað á samfélagsmiðlareikninga söngkonunnar Ariönu Grande og margir sagt hana bera ábyrgð á dauðsfalli hans. 8. september 2018 12:40
Ariana Grande minnist Mac Miller á Instagram Bandaríska poppsöngkonana Ariana Grande setti í dag mynd af rapparanum Mac Miller á Instagram-síðu sína, en hann lést í gær. Talið er að rekja megi andlátið til þess að Miller hafi innbyrt of stóran skammt fíkniefna. 8. september 2018 22:40