Íslenski unglingalandsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði Vendsyssel þegar liðið mætti botnliði Hobro í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en Jón Dagur var nýverið lánaður til Danmerkur frá enska úrvalsdeildarliðinu Fulham.
Jón Dagur lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir Andreas Kaltoft á 28.mínútu þar sem heimamenn komust yfir.
Hobro náði hins vegar að jafna metin skömmu fyrir leikhlé og staðan í leikhléi því jöfn.
Jóni var skipt af velli á 82.mínútu en fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og niðurstaðan því jafntefli, 1-1.
Vendsyssel hefur níu stig eftir níu leiki og er í tíunda sæti deildarinnar en fjórtán lið leika í dönsku úrvalsdeildinni.
Jón Dagur lagði upp fyrir Vendsyssel
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið



Lærðu að fagna eins og verðandi feður
Íslenski boltinn

„Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“
Íslenski boltinn

Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi
Íslenski boltinn

KA búið að landa fyrirliða Lyngby
Íslenski boltinn

Dæmd í bann fyrir að klípa í klof
Fótbolti


Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur
Enski boltinn

Fleiri fréttir
