Mál að linni Haukur Örn Birgisson skrifar 18. september 2018 07:00 Nú sér loks fyrir endann á einu sorglegasta dómsmáli Íslandssögunnar, en málið var endurflutt í Hæstarétti í síðustu viku, 38 árum eftir að það var flutt þar fyrst. Áratugalangri bið og baráttu sakborninga fyrir endurupptöku málsins og mannorðshreinsun er að ljúka. Mikilvægan lærdóm má draga af Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Það kennir okkur mikilvægi reglunnar um að sakborningar séu saklausir uns sekt þeirra er sönnuð og að ekki megi víkja frá leikreglum sakamálaréttarfars um fulla sönnun sektar að lögum. Ljóst er að strangar sönnunarkröfur munu í einhverjum tilvikum leiða til þess að sekir menn verða sýknaðir og ganga lausir en það er betri kostur en að saklausir menn verði dæmdir í fangelsi. Slík valdbeiting er ófyrirgefanleg og jafnvel óafturkræf, eins og sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu þekkja af eigin raun. Það er nauðsynlegt fyrir alla að fá endalok í þetta mál. Í endalokunum felst að sakborningarnir verða sýknaðir. Það kom því nokkuð á óvart að heyra kröfu eins verjanda í málinu þar sem hann gerði kröfu um að Hæstiréttur ætti ekki aðeins að sýkna skjólstæðing sinn, heldur jafnframt lýsa sérstaklega yfir sakleysi hans. Ekki veit ég hvers vegna slík krafa er sett fram, því hún gefur því undir fótinn að málinu sé ekki lokið ef ekki verður fallist á kröfu verjandans. Enn eigi eftir að staðfesta sakleysið. Þetta stenst auðvitað ekki. Fyrir liggur að sá sem er sýknaður telst saklaus samkvæmt reglunni um sakleysi uns sekt er sönnuð. Einsýnt er að Hæstiréttur mun ekki fallast á kröfu verjandans en sýknudómurinn felur engu að síður í sér að nú er málinu lokið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Hver vill verða öryrki? Grétar Pétur Geirsson Skoðun
Nú sér loks fyrir endann á einu sorglegasta dómsmáli Íslandssögunnar, en málið var endurflutt í Hæstarétti í síðustu viku, 38 árum eftir að það var flutt þar fyrst. Áratugalangri bið og baráttu sakborninga fyrir endurupptöku málsins og mannorðshreinsun er að ljúka. Mikilvægan lærdóm má draga af Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Það kennir okkur mikilvægi reglunnar um að sakborningar séu saklausir uns sekt þeirra er sönnuð og að ekki megi víkja frá leikreglum sakamálaréttarfars um fulla sönnun sektar að lögum. Ljóst er að strangar sönnunarkröfur munu í einhverjum tilvikum leiða til þess að sekir menn verða sýknaðir og ganga lausir en það er betri kostur en að saklausir menn verði dæmdir í fangelsi. Slík valdbeiting er ófyrirgefanleg og jafnvel óafturkræf, eins og sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu þekkja af eigin raun. Það er nauðsynlegt fyrir alla að fá endalok í þetta mál. Í endalokunum felst að sakborningarnir verða sýknaðir. Það kom því nokkuð á óvart að heyra kröfu eins verjanda í málinu þar sem hann gerði kröfu um að Hæstiréttur ætti ekki aðeins að sýkna skjólstæðing sinn, heldur jafnframt lýsa sérstaklega yfir sakleysi hans. Ekki veit ég hvers vegna slík krafa er sett fram, því hún gefur því undir fótinn að málinu sé ekki lokið ef ekki verður fallist á kröfu verjandans. Enn eigi eftir að staðfesta sakleysið. Þetta stenst auðvitað ekki. Fyrir liggur að sá sem er sýknaður telst saklaus samkvæmt reglunni um sakleysi uns sekt er sönnuð. Einsýnt er að Hæstiréttur mun ekki fallast á kröfu verjandans en sýknudómurinn felur engu að síður í sér að nú er málinu lokið.