Keli er hinn upprunalegi Harry Potter Stefán Þór Hjartarson skrifar 18. september 2018 09:00 Keli í Agent Fresco var módelið fyrir teikninguna af Harry Potter í fyrstu útgáfu bókarinnar á íslensku. Ég get ekki sagt að þetta hafi haft mikil áhrif á líf mitt. Þetta er aðallega bara ógeðslega fyndið. Það samt trúir mér aldrei neinn!“ segir Hrafnkell Örn Guðjónsson, eða Keli eins og hann er alltaf kallaður, þegar blaðamaður spyr hann hvernig tilfinningin sé að það sé orðið opinbert að hann sé fyrirmynd Harry Potter á kápu fyrstu bókarinnar um galdrastrákinn sem gefin var út hér á landi. Þeir sem þekkja Kela vita að hann er mikill brandarakall og eiga því erfitt með að trúa sumu af því sem hann segir og er sagan af honum sem fyrirmynd Harry Potter engin undantekning. Borgarbókasafnið skellti þessum fróðleik þó á Facebook-síðu sína á föstudaginn og með fylgdu ótvíræðar sannanir svo að þetta er bara algjörlega komið á hreint núna. Keli segir að hann hafi ekki uppskorið mikla frægð í æsku fyrir að vera módelið á teikningunni.Hér má sjá teikninguna á platta sem pabbi Kela gaf honum og á hinni myndinni er Keli með kápuna innrammaða.„Nei, ég lít ekkert út eins og Harry Potter – ég var bara einhver rauðhærður krullaður gaur. Pabbi minn teiknaði kápuna og ég fékk að vera með honum aðeins í þessu. Þetta var auðvitað bara fyrsta bókin og við vissum alls ekkert hvað þetta væri – þetta var bara bók um einhvern gaur. Ég var bara að leika mér með pabba að búa til einhvern karakter. Bækurnar voru auðvitað ekkert orðnar vinsælar og engar bíómyndir komnar eða neitt.“ Daniel Radcliffe var líklega bara í bleyju þegar Keli sat fyrir á þessari frægu mynd. „Ég vil halda það að hann hafi hannað sitt lúkk eftir þessari mynd af mér.“Þessar útgáfur af Harry Potter og viskusteininum eru núna orðnar gríðarlega sjaldgæfar og raunar safngripir. 1. og 2. prentun ganga kaupum og sölum á internetinu og hægt að fá töluvert fé fyrir. Guðjón Ketilsson, faðir Kela og listamaðurinn bak við myndina, gaf Kela svo upprunalegu myndina, skissurnar og ljósmyndina af honum að sitja fyrir – allt vafalaust eitthvað sem væri hægt að selja rándýrt á réttum stað. Þegar blaðamaður nær á Kela er hann í Sviss þar sem hann er að spila með hljómsveit sinni Agent Fresco. Hann segir túrinn ganga eins og í sögu og að þeir séu að taka gigg á dag. Aðspurður hvernig menn nái sér niður á milli tónleika segir Keli að fyrst hann sé í Sviss sé það aðallega gert með því að fá sér einn rjúkandi bolla af kakódrykknum Swiss Miss. „Þetta gengur miklu betur en við héldum og það er sturlaður fílingur. Við erum líka á flottustu rútu sem ég hef séð í lífinu. Við erum loksins orðnir stjörnur.“ Getur verið að þið hafið fengið svona flotta rútu vegna þess að þú ert hinn upprunalegi Harry Potter? „Já, það var þá! Það var einhver sem sagði að það gengi ekki að Harry Potter væri ekki í flottri rútu,“ segir Keli, eða Harry Potter, hlæjandi.Hér má sjá ljósmyndina sem var notuð sem fyrirmynd að teikningunni og svo hvernig krullurnar voru fjarlægðar af Kela. Rauði liturinn fékk svo loks að víkja og við tók dökkt hár. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Ég get ekki sagt að þetta hafi haft mikil áhrif á líf mitt. Þetta er aðallega bara ógeðslega fyndið. Það samt trúir mér aldrei neinn!“ segir Hrafnkell Örn Guðjónsson, eða Keli eins og hann er alltaf kallaður, þegar blaðamaður spyr hann hvernig tilfinningin sé að það sé orðið opinbert að hann sé fyrirmynd Harry Potter á kápu fyrstu bókarinnar um galdrastrákinn sem gefin var út hér á landi. Þeir sem þekkja Kela vita að hann er mikill brandarakall og eiga því erfitt með að trúa sumu af því sem hann segir og er sagan af honum sem fyrirmynd Harry Potter engin undantekning. Borgarbókasafnið skellti þessum fróðleik þó á Facebook-síðu sína á föstudaginn og með fylgdu ótvíræðar sannanir svo að þetta er bara algjörlega komið á hreint núna. Keli segir að hann hafi ekki uppskorið mikla frægð í æsku fyrir að vera módelið á teikningunni.Hér má sjá teikninguna á platta sem pabbi Kela gaf honum og á hinni myndinni er Keli með kápuna innrammaða.„Nei, ég lít ekkert út eins og Harry Potter – ég var bara einhver rauðhærður krullaður gaur. Pabbi minn teiknaði kápuna og ég fékk að vera með honum aðeins í þessu. Þetta var auðvitað bara fyrsta bókin og við vissum alls ekkert hvað þetta væri – þetta var bara bók um einhvern gaur. Ég var bara að leika mér með pabba að búa til einhvern karakter. Bækurnar voru auðvitað ekkert orðnar vinsælar og engar bíómyndir komnar eða neitt.“ Daniel Radcliffe var líklega bara í bleyju þegar Keli sat fyrir á þessari frægu mynd. „Ég vil halda það að hann hafi hannað sitt lúkk eftir þessari mynd af mér.“Þessar útgáfur af Harry Potter og viskusteininum eru núna orðnar gríðarlega sjaldgæfar og raunar safngripir. 1. og 2. prentun ganga kaupum og sölum á internetinu og hægt að fá töluvert fé fyrir. Guðjón Ketilsson, faðir Kela og listamaðurinn bak við myndina, gaf Kela svo upprunalegu myndina, skissurnar og ljósmyndina af honum að sitja fyrir – allt vafalaust eitthvað sem væri hægt að selja rándýrt á réttum stað. Þegar blaðamaður nær á Kela er hann í Sviss þar sem hann er að spila með hljómsveit sinni Agent Fresco. Hann segir túrinn ganga eins og í sögu og að þeir séu að taka gigg á dag. Aðspurður hvernig menn nái sér niður á milli tónleika segir Keli að fyrst hann sé í Sviss sé það aðallega gert með því að fá sér einn rjúkandi bolla af kakódrykknum Swiss Miss. „Þetta gengur miklu betur en við héldum og það er sturlaður fílingur. Við erum líka á flottustu rútu sem ég hef séð í lífinu. Við erum loksins orðnir stjörnur.“ Getur verið að þið hafið fengið svona flotta rútu vegna þess að þú ert hinn upprunalegi Harry Potter? „Já, það var þá! Það var einhver sem sagði að það gengi ekki að Harry Potter væri ekki í flottri rútu,“ segir Keli, eða Harry Potter, hlæjandi.Hér má sjá ljósmyndina sem var notuð sem fyrirmynd að teikningunni og svo hvernig krullurnar voru fjarlægðar af Kela. Rauði liturinn fékk svo loks að víkja og við tók dökkt hár.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira