Vænir birtingar að sýna sig í Varmá Karl Lúðvíksson skrifar 18. september 2018 12:00 Það liggja oft ansi vænir sjóbirtingar í Varmá. Laxveiðin fer að líða undir lok þetta árið í náttúrulegu ánum en það er spennandi tími framundan fyrir þá sem hyggja á sjóbirtingsveiði. Það er besti tíminn framundan í sjóbirtingsveiðinni og það virðist vera vel selt eins og flest haust á bestu svæðin. Við eigum samt nokkur nálægt Reykjavík sem eru mikið sótt á vorin en oft minna sótt á haustinn sem þó er einn besti tíminn enda er nýr fiskur að ganga á þeim tíma. Varmá sem rennur í gegnum Hveragerði hefur lengi verið vinsæl hjá veiðimönnum sem sækja oft stíft í ána á vorin til að ná úr sér veiðihrollinum en þá er fiskurinn oft tökuglaður eftir vetrardvöl í ánni. Haustið er samt einn besti tíminn og þá er verið að kasta á nýganginn sjóbirting en það eru líklega flestir veiðimenn sammála um að það jafnast fátt við að þreyta nýjann birting. Við fengum smá póst frá veiðimanni sem tók sér smá göngu meðfram Varmá í fyrradag og varð hann ekki var við neina veiðimenn í ánni á þeim tíma. Hann gekk um nokkra hylji neðarlega í ánni rétt við stíflu og aðeins upp eftir og varð var við mikið líf. Inná milli glitti í nokkra rígvæna nýgengna sjóbirtinga og í sumum hyljum lágu 10-15 fiskar af hinum ýmsu stærðum. Það gæti verið að koma glettilega spennandi tími í þessa litlu á. Mest lesið Hægt að slíta upp fiska í norðangarra Veiði Gersemar á bókamörkuðum Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Tærleiki Þingvallavatns niður í B-flokk Veiði 17 punda hrygna í Miðdalsá Veiði Mikið bókað fyrir sumarið 2016 Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Ofurdýravinur smyglar sér inn í hóp skotveiðimanna á Facebook Veiði Skortur á leiðsögumönnum við laxveiðiárnar Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði
Laxveiðin fer að líða undir lok þetta árið í náttúrulegu ánum en það er spennandi tími framundan fyrir þá sem hyggja á sjóbirtingsveiði. Það er besti tíminn framundan í sjóbirtingsveiðinni og það virðist vera vel selt eins og flest haust á bestu svæðin. Við eigum samt nokkur nálægt Reykjavík sem eru mikið sótt á vorin en oft minna sótt á haustinn sem þó er einn besti tíminn enda er nýr fiskur að ganga á þeim tíma. Varmá sem rennur í gegnum Hveragerði hefur lengi verið vinsæl hjá veiðimönnum sem sækja oft stíft í ána á vorin til að ná úr sér veiðihrollinum en þá er fiskurinn oft tökuglaður eftir vetrardvöl í ánni. Haustið er samt einn besti tíminn og þá er verið að kasta á nýganginn sjóbirting en það eru líklega flestir veiðimenn sammála um að það jafnast fátt við að þreyta nýjann birting. Við fengum smá póst frá veiðimanni sem tók sér smá göngu meðfram Varmá í fyrradag og varð hann ekki var við neina veiðimenn í ánni á þeim tíma. Hann gekk um nokkra hylji neðarlega í ánni rétt við stíflu og aðeins upp eftir og varð var við mikið líf. Inná milli glitti í nokkra rígvæna nýgengna sjóbirtinga og í sumum hyljum lágu 10-15 fiskar af hinum ýmsu stærðum. Það gæti verið að koma glettilega spennandi tími í þessa litlu á.
Mest lesið Hægt að slíta upp fiska í norðangarra Veiði Gersemar á bókamörkuðum Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Tærleiki Þingvallavatns niður í B-flokk Veiði 17 punda hrygna í Miðdalsá Veiði Mikið bókað fyrir sumarið 2016 Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Ofurdýravinur smyglar sér inn í hóp skotveiðimanna á Facebook Veiði Skortur á leiðsögumönnum við laxveiðiárnar Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði