Gaman að djöflast aðeins Starri Freyr Jónsson skrifar 18. september 2018 16:30 Hólmfríður Guðmundsdóttir er á fullu í Cross-fit. Fréttablaðið/sigtryggur Hólmfríður Guðmundsdóttir hóf að æfa CrossFit í upphafi síðasta sumars með hópi fólks á aldrinum 70-80 ára. Sjálf er hún áttræð og segir í algjörum forgangi að hreyfa sig enda sé hún óvenju sprækt gamalmenni. Það var fyrir algjöra tilviljun sem hin áttræða Hólmfríður Guðmundsdóttir hóf að stunda CrossFit-íþróttina síðasta sumar. Hún hafði sótt jógatíma og stundað dansleikfimi í Kramhúsinu í miðbæ Reykjavíkur í aldarfjórðung auk þess sem hún sótti vatnsleikfimi á Seltjarnarnesinu í 28 ár. Þegar Kramhúsið fór í hefðbundið þriggja mánaða sumarfrí í upphafi síðasta sumars hugðist Hólmfríður sækja tækjasal úti á Seltjarnarnesi en þá gripu örlögin í taumana að hennar sögn. „Það má svo sannarlega segja að þetta hafi allt saman verið mikil tilviljun. Ég hitti mann á tónleikum á Jómfrúnni í upphafi sumars. Hann hafði æft CrossFit í allan vetur ásamt félaga sínum og fannst þeim báðum mjög gaman. Ég hreifst svo af frásögn hans að ég sagði bara við hann að ég skyldi mæta strax.“Bjóst ekki við neinu Hún mætti í næsta tíma og tók tvær vinkonur sínar með. „Ef ég á að vera hreinskilin vissi ég ekki hverju ég átti von á og bjóst því svo sem ekki við einu né neinu. En tímarnir eru búnir að vera mjög skemmtilegir og það gerir eiginlega útslagið hversu góður og skemmtilegur þjálfari okkar, Sólveig Gísladóttir, er. Hún vakir yfir okkur með arnfrán augu sín og ef við gerum eitthvað vitlaust þá leiðréttir hún okkur fallega.“ Það hefur fjölgað talsvert í hópnum frá því Hólmfríður byrjaði. „Ríkissjónvarpið leit til dæmis í heimsókn til okkar og þá fjölgaði í hópnum í kjölfarið. Mig grunað að vinsældir CrossFit eigi eftir að aukast enn frekar í vetur enda erum við Íslendingar duglegir að taka ýmis æði.“Mikil fjölbreytni Hólmfríður segist ekki eiga neinar uppáhaldsæfingar enda séu þær fjölbreyttar og stoppað sé stutt á hverri æfingastöð. „Það eru svo hraðar skiptingar og margvíslegar æfingar að maður nær ekki að verða leiður. Svo fann ég fljótt að ég styrktist við þessar æfingar. Við hjólum, róum, lyftum lóðum, hendum boltum og margt fleira skemmtilegt þannig að fjölbreytnin er mikil sem er mikill kostur. Ef ungur iðkandi myndi kíkja inn í salinn til okkar þætti honum vafa laust fyndið að sjá okkur gamalmennin djöflast.“Byrjaði um fimmtugt Þrátt fyrir að vera duglegri en margar áttræðar konur í kringum hana hefur Hólmfríður ekki alltaf stundað útivist og líkamsrækt. „Ég byrjaði ekki fyrst á þessu fyrr en um fimmtugt. Í fyrstu var ég í jóga hér á landi en síðan bjó ég í San Francisco í fimm ár en þar stundaði ég mikla og stífa leikfimi. Eftir árin í Bandaríkjunum bjó ég í Kaupmannahöfn og þar tók jóga aftur við. Fyrir þennan tíma gerði ég aldrei neitt sérstakt þegar kom að hreyfingu.“Styrkjandi og hressandi Hólmfríði finnst afar mikilvægt að eldra fólk stundi einhvers konar hreyfingu eða líkamsrækt við sitt hæfi. „Fyrir mig og flesta sem ég þekki er það í algjörum forgangi að hreyfa sig. Þótt það sé bara að skreppa í góðan göngutúr eða kíkja í sund. Ég kem alltaf svo endurnærð til baka. Svo eru það svona hóptímar eins og CrossFit sem eru mjög styrkjandi og hressandi á allan hátt. Það má eiginlega segja að maður yngist við að stunda CrossFit sem þýðir auðvitað að ég og fleiri geta búið lengur heima í stað þess að fara á elliheimili. Þannig græða allir. Ég get að minnsta kosti ekki hætt, enda 80 ára og óvenju sprækt gamalmenni.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Fleiri fréttir Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
Hólmfríður Guðmundsdóttir hóf að æfa CrossFit í upphafi síðasta sumars með hópi fólks á aldrinum 70-80 ára. Sjálf er hún áttræð og segir í algjörum forgangi að hreyfa sig enda sé hún óvenju sprækt gamalmenni. Það var fyrir algjöra tilviljun sem hin áttræða Hólmfríður Guðmundsdóttir hóf að stunda CrossFit-íþróttina síðasta sumar. Hún hafði sótt jógatíma og stundað dansleikfimi í Kramhúsinu í miðbæ Reykjavíkur í aldarfjórðung auk þess sem hún sótti vatnsleikfimi á Seltjarnarnesinu í 28 ár. Þegar Kramhúsið fór í hefðbundið þriggja mánaða sumarfrí í upphafi síðasta sumars hugðist Hólmfríður sækja tækjasal úti á Seltjarnarnesi en þá gripu örlögin í taumana að hennar sögn. „Það má svo sannarlega segja að þetta hafi allt saman verið mikil tilviljun. Ég hitti mann á tónleikum á Jómfrúnni í upphafi sumars. Hann hafði æft CrossFit í allan vetur ásamt félaga sínum og fannst þeim báðum mjög gaman. Ég hreifst svo af frásögn hans að ég sagði bara við hann að ég skyldi mæta strax.“Bjóst ekki við neinu Hún mætti í næsta tíma og tók tvær vinkonur sínar með. „Ef ég á að vera hreinskilin vissi ég ekki hverju ég átti von á og bjóst því svo sem ekki við einu né neinu. En tímarnir eru búnir að vera mjög skemmtilegir og það gerir eiginlega útslagið hversu góður og skemmtilegur þjálfari okkar, Sólveig Gísladóttir, er. Hún vakir yfir okkur með arnfrán augu sín og ef við gerum eitthvað vitlaust þá leiðréttir hún okkur fallega.“ Það hefur fjölgað talsvert í hópnum frá því Hólmfríður byrjaði. „Ríkissjónvarpið leit til dæmis í heimsókn til okkar og þá fjölgaði í hópnum í kjölfarið. Mig grunað að vinsældir CrossFit eigi eftir að aukast enn frekar í vetur enda erum við Íslendingar duglegir að taka ýmis æði.“Mikil fjölbreytni Hólmfríður segist ekki eiga neinar uppáhaldsæfingar enda séu þær fjölbreyttar og stoppað sé stutt á hverri æfingastöð. „Það eru svo hraðar skiptingar og margvíslegar æfingar að maður nær ekki að verða leiður. Svo fann ég fljótt að ég styrktist við þessar æfingar. Við hjólum, róum, lyftum lóðum, hendum boltum og margt fleira skemmtilegt þannig að fjölbreytnin er mikil sem er mikill kostur. Ef ungur iðkandi myndi kíkja inn í salinn til okkar þætti honum vafa laust fyndið að sjá okkur gamalmennin djöflast.“Byrjaði um fimmtugt Þrátt fyrir að vera duglegri en margar áttræðar konur í kringum hana hefur Hólmfríður ekki alltaf stundað útivist og líkamsrækt. „Ég byrjaði ekki fyrst á þessu fyrr en um fimmtugt. Í fyrstu var ég í jóga hér á landi en síðan bjó ég í San Francisco í fimm ár en þar stundaði ég mikla og stífa leikfimi. Eftir árin í Bandaríkjunum bjó ég í Kaupmannahöfn og þar tók jóga aftur við. Fyrir þennan tíma gerði ég aldrei neitt sérstakt þegar kom að hreyfingu.“Styrkjandi og hressandi Hólmfríði finnst afar mikilvægt að eldra fólk stundi einhvers konar hreyfingu eða líkamsrækt við sitt hæfi. „Fyrir mig og flesta sem ég þekki er það í algjörum forgangi að hreyfa sig. Þótt það sé bara að skreppa í góðan göngutúr eða kíkja í sund. Ég kem alltaf svo endurnærð til baka. Svo eru það svona hóptímar eins og CrossFit sem eru mjög styrkjandi og hressandi á allan hátt. Það má eiginlega segja að maður yngist við að stunda CrossFit sem þýðir auðvitað að ég og fleiri geta búið lengur heima í stað þess að fara á elliheimili. Þannig græða allir. Ég get að minnsta kosti ekki hætt, enda 80 ára og óvenju sprækt gamalmenni.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Fleiri fréttir Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning